Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 11
Sara: „Ég var ánægð í vinn-
unni sem ég var í sem blaðamað-
ur á Morgunblaðinu og var ekk-
ert að hugsa mér til hreyfings
þegar ég var boðuð í viðtal. Þetta
var mjög erfið ákvörðun að taka
þegar mér bauðst starfið. Ég var
kannski að taka meiri áhættu en
Gísli þar sem hann vann á frétta-
stofu Sjónvaprsins og þekkti
miðilinn enn betur en ég. Þótt ég
hefði gert heimildarþætti fyrir
sjónvarpið og kynnst miðlinum
örlftið þannig þá var laugin samt
dýpri fyrir mig en fyrir Gísla. En
það var svo sem engin tími til að
velta þessu lengi fyrir sér, mað-
ur varð bara að hugsa hratt og
ákveða sig.“
Sara 09 stóra systir
Gísli: „Það var á Þorláksmessu
sem endanlegar viðræður áttu sér
stað og við sögðum já. Fyrsti þátt-
urinn fór svo í loftið þann 3. jan-
úar, undirbúningstíminn var
mjög stuttur. Venjulega er byrjað
að undirbúa þættina miklu fyrr,
til dæmis var byrjað í vor að und-
irbúa þætti sem verða á vetrar-
dagskrá næsta vetur.“
Sara: „Við sáum sviðsmyndina
í fyrsta skipti sjálft útsendingar-
kvöldið. Mér leið eins og ég hefði
fengið kæruleysissprautu í fyrstu
útsendingunni. Ég var svo sall-
aróleg. Það var ekki fyrr en eftir
þáttinn og þegar fólk fór að koma
að máli við mig, sem ég áttaði
mig á hversu margir voru að
fylgjast með. Þá fór ég að spá f
hversu vandlega væri fylgst með
okkur. Við gerðum engin stór
mistök fyrsta kvöldið, við litum
í vitlausar myndavélar og þess
háttar en það slípaðist mjög fljótt
til.“
Gísli: „Ég er mjög ánægður að
hafa tekið þá ákvörðun að taka
við þáttastjórnuninni. Starfið er
mun fjölbreyttara en hefðbund-
in fréttamennska. Við höldum
ritstjórnarfundi á morgnana sem
fimm aðilar sitja og því fáum við
Sara miklu ráðið um efnistökin.
Við veljum viðmælendur sjálf og
finnum efni sem við teljum að
sem stærstur hluti þjóðarinnar
hafi áhuga á að horfa á. Við erum
himinlifandi með viðtökurnar
því í fyrstu könnuninni í mars
vorum við með tæplega 21%
áhorf og vorum búin að auka það
í 26,7 % í næstu könnun. í upphafi
settum við markið á 15%, sem
var sama og Dagsljós var með
þegar það var á móti fréttum
Stöðvar 2. Kastljósið er því á
„Eg tjáði fegurðardrottningunum í þættinum að ég væri gríðarlcga mikill sinekkiiiaðiir fyrir koiiuni
og sló um mig á allan liátt. Þegar ég kom hérna upp á skrifstofu að þættinum lokmmi sá ég liinsvegar
að ég, þessi mikli kavaler að eigin siign, hafði verið með buxnaklaiilina galopna allan þáttinn."
mjög skömmum tíma orðið vin-
sælasti frétta- og dægurmálaþátt-
urinn á landinu."
Sara: „Þátturinn var algjörlega
óskrifað blað þegar við tókum
við honum og því höfum við
fengið að móta hann. I rauninni
er hver dagur ævintýri út af fyrir
sig. Við þurfum að fylla 20-30
mínútur á dag með fersku frétta-
efni og spennandi dægurmálum.
Maður veit ekki að hverju mað-
ur gengur þegar maður mætir í
vinnuna á morgnana en hlutirn-
ir ganga alltaf upp að lokum. Mér
finnst algjört ævintýri að hafa
fengið tækifæri til að vinna við
þennan þátt. Ég hefði aldrei get-
að fyrirgefið sjálfri mér að hafna
þessu tækifæri þar sem þessi
vinna er mjög þroskandi."
Hvernig hefur ykkur gengið að
fá viðmælendur til að mæta í
beina útsendingu til ykkar?
Gísli: „Alveg ótrúlega vel.
Sjónvarp er sterkur miðill ef þú
þarft að koma ákveðnum boð-
skap á framfæri eða rétta þinn
hlut. Þú finnur ekki sterkari mið-
ill en sjónvarp þegar horft er til
skammtímaáhrifa. Margir sækj-
ast því eftir því að koma fram hjá
okkur enda fjórðungur lands-
manna að horfa og þar fær það
kannski tækifæri til að koma sín-
um sjónarmiðum á framfæri."
Sara: „Fyrstu vikuna fengum
við alla í viðtal sem við óskuð-
um eftir að fá. Við bjuggumst við
einhverjum afföllum þar sem
fólk vissi ekkert um þennan þátt
en það gekk mjög vel að fá fólk-
ið til að koma. Núna erum við
búin að fá meira en 350 manns í
þáttinn til okkar.“
Gísli: „Við fáum auðvitað mik-
ið af fólki til okkar sem er vant að
koma fram, eins og til dæmis leik-
ara, stjórnmálamenn og blaða-
menn og þeim gengur vel að
koma máli sínu á framfæri. Það
er líka skemmtilegt að fá gesti
sem eru kannski ekki vanir að
koma fram en standa sig svo frá-
bærlega vel.“
Nú er eldri systir Söru, Eva
María, þekkt dagskrárgerðar-
kona, sem margir kannast við úr
Dagsljósinu forðum. Eru marg-
ir að bera ykkur systurnar sam-
an?
Sara: Nei, ég hef nú lítið orðið
vör við það nema þá helst að fólk
ruglist á okkur og fari að tala við
Evu um að það sé gaman að sjá
hana aftur á skjánum. Við störf-
um á ólíkum sviðum þannig að
það hefur orðið lítið um saman-
burð. Ég kem í Sjónvarpið úr
blaðamennsku og með frétta-
mannabakgrunn á meðan Eva
var mikið að fjalla um dægurmál
og listir og menningu í Dagsljósi
og svo í Stutt í spunann. Fólki
finnst það frekar skemmtileg til-
viljun að við skulum vera systur
að starfa í sama miðli.“
Ungfrú íslantí og opin
buxnaklauf
Eitthvað hlýtur að hafa farið
úrskeiðis í einhverjum þessara
eitt hundruð og tíu þátta?
Gísli: „Ég minnist þess helst að
ég var eitt sinn einn með þáttinn
og var með umfjöllun um fegurð-
arsamkeppni íslands og var með
ungfrú ísland og Dísu í World
Class í viðtali.
Ég tjáði fegurðardrottningun-
um í þættinum að ég væri gríð-
arlega mikill smekkmaður á kon-
ur og sló um mig á allan hátt. Þeg-
ar ég kom hérna upp á skrifstofu
að þættinum loknum sá ég hins-
vegar að ég, þessi mikli kavaler
að eigin sögn, hafði verið með
buxnaklaufina galopna allan
þáttinn."
Sara: „I eitt skiptið þegar ég
var að lesa kynningu á þættinum
í fréttatímanum fann ég hvernig
gleraugun mín toguðust upp frá
augunum og voru komin upp á
mitt enni. Það voru spennurnar
á bak við eyrum sem ollu því að
gleraugun fór á flakk."
Gísli: „Við höfum byrjað að
tala á sama tíma, okkur hefur
svelgst á og annað í þeim dúr en
sem betur fer höfum við sloppið
við stórvægileg mistök.“
Sara: „Nú orðið finnum við um
leið ef hitt vill koma með spurn-
ingu og við erum farin að gjör-
þekkja hvort annað. Það er svo
merkilegt hvernig manni tekst að
gleyma öllu öðru um leið og mað-
ur er kominn í beina útsendingu.
Þá þarf maður á öllu sínu að
halda til að hafa einbeitinguna í
lagi.“
Gísli: „Maður er oft alveg
dauðþreyttur eftir þrjátíu mín-
útna útsendingu því einbeiting-
in þarf að vera svo mikil. Við höf-
um engar auglýsingar eða innslög
til að bjarga okkur ef eitthvað
kemur upp á. Við erum gjörsam-
lega berskjölduð og verðum að
láta hlutina ganga upp snurðu-
laust.“
Kastljósþáttunum lýkur um
klukkan átta á kvöldin og því má
gera ráð fyrir að vinnudagurinn
geti oft orðið mjög langur hjá
ykkur?
Sara: „Jú, hann er það en við
erum svo heppin að hafa bæði
gott vinnuúthald. Við tölum okk-
ur oftast saman á morgnana um
hvernig við viljum hafa þáttinn.
Við byrjum yfirleitt klukkan tíu,
svo eru ritstjórnarfundir klukkan
ellefu. Dagurinn fer svo í að und-
irbúa þáttinn og að honum lokn-
um horfum við oft saman á hann.
Þá horfum við á hann gagnrýnum
augum og skoðum hvað við get-
um gert betur. Föstudagarnir eru
oft aðeins þægilegri því þá er
þátturinn léttari hjá okkur og við
rifjum upp fréttir vikunnar, sem
við erum þegar mjög vel inní. Við
hittumst líka stundum og fundum
um helgar. Samvinnan við frétta-
stofuna hefur líka gengið mjög
vel. Hún er lykilatriði því saman
þurfa fréttir og Kastljósið að vera
sterkt til að fólk kjósi frekar að
horfa á Sjónvarpið milli 19 og 20,
en á keppinautinn."
Gísli: „Við erum yfirleitt ekki
búin fyrr en undir níu á kvöldin
en á móti kemur að við erum
frjálsari fyrri hluta dagsins.“
Þetta getur varla flokkast sem
fjölskylduvænn vinnutími.
Hvernig eru fjölskylduaðstæður
hjá ykkur?
Sara: „Ég á mann sem heitir
Stefán en hann var að stofna fyr-
„Mér leið eins og ég hefði fengið kæriileysissprautu
í fyrstu litsendiugiinni. Ég var svo sallaróleg."