Vikan


Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 46

Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 46
hann og taugar hennar voru þandar til hins ýtrasta. Þessi litla hreyfing var svo æsandi að skjálfti fór um líkama hennar. Hún vildi ekki trúa því sem var að gerast. Henni hafði verið rænt af einhverri óskiljanlegri ástæðu. Hún var dauðhrædd við manninn sem hafði rænt henni en þrátt fyr- ir það var hún heilluð af honum. Hún rétti úr sér, horfði beint í augun á honum og reyndi að sýn- ast sjálfsöryggið uppmálað. „Hvers vegna ferðu ekki með mig til baka til Parísar áður en það er of seint? Þú hlýtur að vita að það er litið á mannrán sem al- varlegan glæp.“ „Ég geri mér grein fyrir því,“ sagði hann án þess að nokkur svipbrigði sæjust á andlitinu. Hún varð æf þegar hún heyrði hrokann í röddinni og sagði reiði- lega: „Þú gætir endað innilokað- ur í fangelsi það sem eftir er.“ „Þeir verða nú að ná mér fyrst," sagði hann sallarólegur og strauk yfir hárið á henni. Hún stirðnaði upp. Blíðleg snertingin gerði ekkert til þess að róa hana. Hún var dauðhrædd, hún hafði ekki hugmynd um hvað beið hennar og hvað hann hafði í huga. „Korndu," sagði hann. „Ég ætla að sýna þér herbergið þitt.“ Hún var hrædd um að hann heyrði hvernig hjartað hamaðist í brjósti hennar. En hann lét ekki á neinu bera. „Síðan skulum við fá okkur eitthvað að borða,“ bætti hann við sallarólegur. „Ég er ekkert svöng!“ hróp- aði hún. „Mér býður svo við þér að ég gæti ekki komið niður ein- um einasta bita.“ „Þér líður betur um leið og þú ert búin að borða eitthvað," sagði hann eins og hann væri að tala við óþekkan krakka. Ég ætla að út- búa einfalda máltíð. Ég er satt að segja lélegur kokkur, en ég á nóg af fersku grænmeti, osti og ávöxtum sem ég keypti á mark- aðinum í morgun. Einhvers stað- ar á ég líka flösku af fyrirtaks víni.“ „Ég drekk ekki vín.“ Hann horfði á hana eins og hann tryði ekki sínum eigin eyr- um. „Drekkur þú ekki vín? Þá missir þú af miklu. Ég verð að kenna þér að njóta frönsku gæða- vínanna meðan þú dvelur hérna hjá mér. Vínið hjálpar þér líka að slaka á.“ Það var einmitt það sem hún ekki vildi. Hún gat ekki leyft sér að slaka á. Hún yrði að vera á verði gagnvart honum og finna leið til þess að sleppa frá honum. Ef hún kæmist út úr húsinu gæti hún falið sig í skóginum þar til myrkrið skylli á og komist til næsta þorps. Það hlaut að vera þorp einhvers staðar í nágrenn- inu! „Frumskilyrði þess að ég geti slakað á er að þú sleppir mér og ég fái að standa ein og óstudd. Án þess að segja orð sleppti hann á henni takinu. Hún gekk aftur á bak og leit í kringum sig í dimmu anddyrinu. Breiður stigi lá upp á efri hæðina. „Átt þú þetta hús?“ Hann svaraði engu og henni fannst hún geta lesið úr svip hans að svo væri ekki. „Sjáðu nú til ... ég veit ekki einu sinni hvað þú heitir. Mér finnst óþægilegt að vita ekki einu sinni nafnið þitt.“ Eftir andartaks hik sagði hann þrjóskulega: „Ég heiti Marc.“ Hún efaðist um að það væri hans rétta nafn en lét efasemdir sínar ekki í ljós. „Marc“, endurtók hún. „Þú ert franskur, ekki satt?“ „Hvernig veistu það?“ Hún vissi að hann var að stríða henni. „Þetta var bara skot í myrkri," sagði hún grafalvarleg. Hún hallaði undir flatt og hlust- aði á þögnina. Ekkert hljóð barst að utan; engin umferðarhljóð eða önnur merki um mannaferð- ir. Eina hljóðið sem heyrðist barst frá trjánum sem bærðust í vindinum. Það var eitthvað kunnuglegt við hljóðið. Hún átt- aði sig á því að það minnti hana á sjávarniðinn sem hún hafði heyrt í draumnum. Þetta var ekki sjávarniður, þetta var hvíslið í trjágreinunum. Hvers vegna hafði henni borist þetta hljóð í draumi? Henni fannst það hálf- óhugnanlegt. Hún hafði aldrei komið þarna áður. Kannski hann hafi hringt héðan? Kannski hún hafi heyrt hljóðið í gegnum skila- boðin á símsvaranum? „Hringdir þú héðan?“ spurði hún en hann leit á hana og hristi höfuðið. „Síminn er ótengdur." Hún reyndi að finna aðra raun- hæfa skýringu. Kannski þetta hafi verið einhvers konar hugs- anaflutningur? Að hann hafi ver- ið með þetta hljóð í huga þegar hann hringdi og hún numið það. Það var ekkert óhugnanlegt við hugsanaflutning. Hún gat oft fundið á sér hvað Phil og Dí voru að hugsa. Slíkur hugsanaflutn- ingur var eðlilegur þegar fólk var á sömu bylgjulengd. En ég er svo sannarlega ekki á sömu bylgjulengd og þessi mað- ur! hugsaði hún með sér. Það er óhugsandi. „Hvers vegna er síminn ekki tengdur?" Hún hafði það á til- finningunni að þetta hús stæði oftar en ekki ault. „Ég þarf ekki á honum að halda.“ „Hvaðan hringdir þú?“ Hann svaraði ekki og virti hana fyrir sér. Úr anddyrinu lágu dyr að her- bergjum sem öll voru í skugga vegna þess að hlerar voru fyrir gluggunum. Hún sá móta fyrir dökkum viðarhúsgögnum, leður- klæddum stólum og veggfóðri, með myndum af bergfléttum og fjólum. „Eru einhverjir fleiri hér?“ spurði hún. Hann brosti. „Nei, hér er eng- inn nema við, Annie.“ Hún stífnaði upp og óskaði þess að hún gæti lesið hugsanir hans. Eða hvað? Ef til vill var betra að hún hefði ekki hugmynd um hvað hann var að hugsa. Hvers vegna hafði hann farið með hana hingað? Vantaði hann peninga? Skyldi hann heimta háa fjárhæð fyrir að sleppa henni lausri? Ótal hugsanir þutu um huga hennar. Mundi hann sleppa henni ef Philip væri reiðubúinn að borga fyrir hana lausnargjald? Mundi hún sleppa héðan lifandi? Hann hafði ekkert gert til þess að fela andlit sitt. Mannræningjar voru vanir að drepa gísla sína svo þeir gætu ekki sagt til þeirra. Hún fékk hnút í magann af hræðslu. „Þetta hefur ekkert með pen- inga að gera!“ sagði hann reiði- lega. Hún starði á hann og þorði ekki að trúa honum. Ef hann ætl- aði ekki að krefjast lausnargjalds, hvað í ósköpunum vakti þá fyrir honum? „Hvers vegna er ég þá hér?“ Hún leit rannsakandi á hann og reyndi að lesa í svip hans. Hún sá ekkert sem róaði hana. „Veistu hver ég er? Ertu viss að þú sért ekki að villast á mér og einhverri annarri? Ég spyr vegna þess að þú spyrð í sífellu hvort ég muni eftir þér. Það geri ég alls ekki. Þvert á móti er ég alveg viss um að ég hef aldrei séð þig áður. Ég er mjög minnug á andlit og ég er viss um að ég myndi eftir því ef við hefðum hist.“ Hann horði í augu hennar eins og hann vildi dáleiða hana. „Fyrr eða síðar muntu muna eftir kynn- um okkar, Annie, sagði hann blíðlega. „Ég get beðið. Ég hef beðið lengi nú þegar.“ Kaldur hrollur hríslaðist nið- ur eftir bakinu á henni. Ef hún gætti sín ekki gæti farið svo að honum tækist að sannfæra hana um að hann hefði rétt fyrir sér. Hann hlaut að vera geðveikur, þótt hann liti ekki út fyrir að vera það. „Hættu þessari þrjósku, Annie,“ sagði hann. Komdu með mér upp, ég skal sýna þér her- bergið þitt.“ Hún streittist á móti þegar hann greip um handlegginn á henni og togaði hana að stigan- um. „Þú getur ekki komist upp með að halda mér hér gegn vilja mínum! Ég veit ekki hver refs- ingin er fyrir mannrán í Frakk- landi en ég get ekki ímyndað mér að þig langi til þess að dúsa það sem eftir er ævinnar í fangelsi. Ef þig langar svona mikið að kynnast mér skal ég fá mér að borða með þér og síðar ekur þú mér til Parísar. Við getum svo hist þar einhvern daginn. Ég skal gefa þér miða á tónleikana og ...“ Hann hló hörkulega. „Ég veit að þú meinar ekkert með því sem þú segir. Ég er viss um að þú kæmir með lögregluna á það stefnumót. Ég er enginn asni, Annie. Þú ert reiðubúin að lofa öllu fögru til þess að sleppa héð- an. Heldur þú að ég geri mér ekki grein fyrir því?“ „Hvað viltu mér eiginlega?“ Annie gat ekki lengur falið ótta sinn. „Ég ætla ekki að gera þér mein, Annie. Ekki vera hrædd.“ Þetta hljómaði sannfærandi. Hún andvarpaði og tók biðjandi um handlegginn á honurn. „Viltu þá ekki vera svo góður að leyfa mér að fara. tíerðu það, Marc.“ Hjarta hennar sló hraðar þeg- ar hann tók hönd hennar í sína og fléttaði fingrum þeirra saman. „Ekki strax,“ sagði hann. „I augnablikinu ert þú gestur minn. Hér eru öll þægindi og miklu frið- sælla en í París. Hér eru engir 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.