Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 38
Veiðiferð undir Eikinni
Herra George Fitz-
gerald setti veiði-
hattinn yfir þykkt,
grásprengt hárið og
sveipaði vönduðum tweedjakka
yfir unglegan, stæltan líkamann.
Hann fór aldrei út úr húsi nema
vel til fara og það breytti engu
þótt hann væri að fara einn að
veiða hér í sveitinni. Hann hafði
alltaf gætt þess vel að vera vel á
sig kominn líkamlega, hann
elskaði útiveruna og hingað kom
hann þegar hann átti frí til að
klippa trén í garðinum, slá túnið
eða huga að húsinu. George tók
veiðitöskuna sína og stöngina og
leit yfir bjartan og rúmgóðan
ganginn, síðan steig hann út í sól-
skinið og lokaði þykkri eikar-
hurðinni á eftir sér. Hann naut
þess að heyra smellina í stein-
lagðri stéttinni og andaði bros-
leitur að sér ilminum af
rósarunnunum við gangstíginn.
Mikið fannst honum alltaf gott
að koma hingað á æskustöðvar
sínar. Þvíklík andstæða við ys og
þys borgarlífsins og þess fjár-
málaheims sem hann hrærðist í.
Hér var hann búinn að koma
sér upp paradís á jörð.
Það hafði ekki alltaf verið
svona reisulegt á Dockers End.
Þegar hann var barn bjuggu for-
eldrar hans þar við þröng kjör
ásamt börnunum sínum þremur
og ekki batnaði ástandið þegar
faðir hans féll frá aðeins þrjátíu
og níu ára gamall. George var að-
eins sextán ára þegar faðir hans
lést, en það kom í hans hlut að
hjálpa móður sinni við búskap-
inn, hirða kýrnar og svínin og
sinna öllum þeim störfum sem
bændur höfðu með höndum.
Honurn mislíkaði það svo sem
ekki, hann hafði alltaf reiknað
með að verða bóndi á Dockers
End eins og faðir hans og afi
höfðu verið. En sældarlíf var það
ekki. Annie, eldri systir hans,
hafði flutt að heiman aðeins 17
ára gömul, en Bertha, sú yngri,
var heima og hjálpaði til eins og
hún gat. Þeim mæðginunum
tókst í sameiningu að sjá til þess
að dýrin væru vel hirt og að hús-
ið færi ekki í niðurníðslu, en bú-
skapurinn náði ekki að fjár-
magna frekari framkvæmdir.
Samt voru þetta góðir dagar.
George hugsaði enn til bernsku
sinnar með þakklæti. Hér hafði
hann leikið sér innan um hæn-
urnar sem gengu lausar í kring-
um húsið og hann saknaði aldrei
neins. Hann fylgdist vel með öllu
sem fram fór í sveitinni og fann
sér alltaf eitthvað til dundurs eins
og sveitadrengir eru vanir.
Gamli bærinn var reyndar orð-
inn fúinn og þröngur og það
fyrsta sem George gerði þegar
honum fór að græðast fé var að
láta rífa það að byggja þetta
stóra, nýja hús með öllum nú-
tímaþægindum. Síðar hafði hann
keypt upp allt leigulandið í kring-
urn vatnið og látið girða landar-
eignina. Hann hafði fundið veru-
lega til sín þegar hann fór og
keypti sjálfvirku þvottavélina og
sjónvarpið og borgaði með arð-
inum af verðbréfaviðskiptum
sínum.
George gekk niður stíginn sem
hann hafði svo oft hjólað sem
unglingur. Stígurinn niður að
vatninu var mátulega langur til
að vera góð hreyfing fyrir kyrr-
setumann. George hafði alltaf
elskað hreyfingu og notaði hvert
tækifæri til að njóta náttúrunn-
ar. Hann gat aldrei nógsamlega
þakkað þau forréttindi að geta
komið hingað út í náttúruna og
gengið niður að vatninu. Hér gat
hann setið og dorgað einn síns
liðs svo lengi sem hann hafði þol-
inmæði til meðan félagar hans í
kauphöllinni stóðu á öndinni af
stressi. Það var von að hann væri
öfundaðar, hann var lang efnað-
astur þeirra og kunni auk þess
listina að lifa.
Hann var kominn að beygj-
unni við gömlu eikina. Þetta var
án efa fegursti staðurinn á allri
landareigninni. Héðan gat hann
séð yfir allt vatnið og inn í voginn
þar sem gamla veiðihúsið hans
Jack afa stóð. Það var hér sem
hafði sprungið á hjólinu hans.
Gamalli minningu Iaust niður í
huga hans og bros læddist fram
á varirnar.
Hvað hann hafði orðið glað-
ur þegar hann fékk gamla reið-
hjólið hans föður síns í arf! Þetta
hjól átti eftir að verða stærsti ör-
lagavaldur í lífi hans þrátt fyrir að
mestur tími hans færi í að lagfæra
það. Það voru ófáar ferðirnar
sem hann hafði hjólað þessa leið
til að huga að netunum í vatninu
og það voru mörg þau skipti sem
hann hafði orðið að laga keðjuna
eða bæta dekkin.
Dagurinn, þegar sprakk á
dekkinu, byrjaði ekkert ólíkt öll-
um öðrum dögum.
George hafði að vísu vaknað
heldur seint og þegar hann loks-
ins komst á fætur var Bertha búin
að mjólka og móðir hans búin að
gefa svínunum. Hann skammað-
ist sín þótt hann væri ekki
skammaður. Auðvitað gat hann
vel vaknað eins og þær þótt hann
hefði verið að gera við helluþak-
ið meðan birtan entist um kvöld-
ið. Hann ákvað að bæta fyrir let-
ina með því að taka upp netin og
gera við þau. Hann ætlaði að fara
með þau út í gamla veiðikofann
hans afa og gera við þau þar eins
og pabbi hans hafði kennt hon-
um í æsku.
Veiðikofinn var orðinn lélegur
eins og bærinn. Inni í honum
stóðu tvö stór og þykk tréborð
sem afi hans hafði smíðað úr eik
úr skóginum og á þeirri langhlið,
sem var gluggalaus, voru marg-
ar hillur og skápar með veiðitól-
um og viðgerðardóti. George
fannst alltaf gaman að koma í
veiðikofann. Þar var sérstök lykt
sem ekki var hægt að lýsa, hún
var eins og minning afa hans,
óræð og spennandi.
Það var heitt þennan dag og
dekkin voru lin, það þurfti ekki
meira en skarpan stein til að
George stóð kyrr
suolitla stund en eðl-
isáuísunin sagði
honum að láta lítið
fara fyrir sér suo
hann dró hjólið bak
uið eikartréð.
sprengja margviðgert dekkið að
framan. George dauðbrá og
hann þeyttist fram af hjólinu eins
og knapi fram af fældum hesti.
Hann reis upp á olnbogana og sá
strax að vinstri skyrtuermin hafði
rifnað alveg upp að öxl. Þar sem
George brölti á fætur kom hann
auga á svartan bíl á vegarslóð-
anum ofan við veiðikofann. Eini
bíllinn sem átti erindi niður að
vatnsbakkanum var gamli pall-
bíllinn hann Elmers Stacy á
Chestnut Grove en þetta var ekki
hann. George stóð kyrr svolitla
stund en eðlisávísunin sagði hon-
um að láta lítið fara fyrir sér svo
hann dró hjólið bak við eikar-
tréð.
Bíllinn stoppaði við vegarend-
ann og út út honum snöruðust
tveir menn klæddir dökkum bux-
um og peysum. George heyrði
ekki orðaskil, en á röddum
mannanna mátti greina að þeir
voru æstir og reiðir. Annar þeirra
sló til hins sem greip um úlnlið
hans og virtist róa hann talsvert
niður. Mennirnir höfðu staðið
þarna nokkra stund og þráttað
þegar þeir gengu hratt að bílnurn,
tóku út úr honum tvær litlar
ferðatöskur og hlupu að veiði-
kofanum. George var ekki lífs-
reyndur af tvítugum manni að
vera, en hann gerði sér þó strax
grein fyrir að þarna var ekki allt
með felldu. Hann stóð sem stein-
runninn bak við tréð og gætti
þess að hjólið lægi fast við jörðu
þannig að það sæist ekki frá
veiðikofanum. Honum fannst
líða heil eilífð það til mennirnir
komu aftur út úr veiðikofanum.
Þeim lá greinilega enn meira á en
áður, þeir ruku inn í bílinn og Ge-
orge sá hann hverfa upp á þjóð-
veginn í þykkum rykmekki.
Allt í einu var allt hljótt og eina
Iífsmarkið í kringum George var
sprungna framdekkið sem enn
snerist hægt en taktfast á gjörð-
inni.
George leit niður og sá að
blóðið lagaði úr handleggnum á
honum en hann hafði ekkert
fundið fyrir sárinu fyrir forvitn-
inni. Hvað var þetta sem hann
hafði orðið vitni að? Hann vissi
38 Vikan