Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 2
Vikan
Sjúklingurinn var svolítið óstyrkur þegar hann mætti á
sjúkrahúsið daginn fyrir aðgerðina. Læknirinn tók
sjálfur á móti honum.
„Ég er svo hræddur, ég hef aldrei farið í uppskurð
áður.“
„Vertu alveg rólegur, við komumst í gegnum þetta
saman, þetta er líka fyrsti uppskurðurinn minn.“
Jón gamli lá banaleguna og presturinn kom í heim-
sókn til hans í þeirri von að hann gæti bjargað sálu
hans. Þegar presturinn kom inn í herbergið til Jóns var hann
að súpa á Brennivínsflösku.
„Jæja Jón minn, er þetta nú síðasta huggun þín í þessu lífi?
spurði presturinn.
„Nei, nei. Ég á aðra undir rúminu," svaraði Jón.
Viðskiptavinurinn á verkstæðinu fékk áfall þegar bif-
vélavirkinn giskaði á kostnaðinn við viðgerðina.
„Þú ert ekki einu sinni búinn að opna vélarhlíf-
ina! Hvernig getur þú vitað að þetta kosti svona mik-
ið?!“
„Ég er búinn að hlusta hann,“ svaraði bif-
vélavirkinn. „Það kostar aldrei minna en 20
þúsund að losna við þetta hljóð.“
Stjórnmálamaðurinn var að lesa slúðrið í DV
þegar hann fór allt í einu að hlæja og kallaði fram
í eldhúsið: „Varstu búin að lesa Sandkornið, Elsa?
Þvílíkt rugl! Þeir segja að þú hafir pakkað niður
og sért flutt frá mér. Elsa!... Elsa!?!“
„Ég var búinn að segja þér að þú færð ekki
trommusett,“ sagði pabbi unglingsins sem var búinn
að suða um trommusett í marga mánuði.
„Já en pabbi ég lofa því að leika bara á trommurnar
þegar þú ert sofandi.“
„Nú er hún mamma þín búin að búa hérna hjá okkur í nærri
tuttugu ár, Gunna mín, finnst þér ekki kominn tími til þess
að hún fari að flytja eitthvað annað?“ spurði eiginmaður-
inn.
„Mamma mín? Ég hélt hún væri mamma þín!“
Kúrekinn datt af baki og fótbrotnaði. Hesturinn
hans beit í beltið hans og bar hann til byggða. Þeg-
ar þetta fréttist komu vinir hans í heimsókn.
„Hann er alveg ótrúlegur þessi hestur þinn. Því-
líkar gáfur!" sagði einn.
„Hann er nú alls ekki svo gáfaður," svaraði
kúrekinn. „Hann bar mig heim til dýralæknisins.“
Svo voru það marsbúarnir sem komu til Reykja-
víkur og stoppuðu við umferðarljós.
„Ég sá hana fyrst!“
„Það skiptir engu máli, hún blikkaði mig.“