Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 30
lfið þurfum á skarpri dóm-
greind að halda til þess að
vera samkeppníshæf í
hörðum heimi. Góð dóm-
greind er jákvæður þáttur
persónuleikans því hún er
nauðsynleg í nær öllu at-
ferli okkar í hinu daglega
lífi. Hvernig við klæðum
okkur, ölum upp börnin
okkar og hvað við borðum
eru allt athafnir sem eru
byggðar á dómgreind
hvers og eins. Hæfileikínn
til þess að geta vegíð og
metið aðstæður eða ann-
að fólk er okkur lífsnauð-
synlegur en vandræðin
byrja þegar við festumst í
því að vera stöðugt að
gagnrýna aðra.
5 lllkvittnar tungur
•o Við eigum öll það til að falla í
« þá gryfju að dæma fólk í kringum
3 okkur og stundum getum við ver-
“ ið hreint út sagt ósanngjörn og
^ of dómhörð gagnvart náunga-
= num. Engin okkar vill þó vera í
^ þeirri aðstöðu að verða fyrir
barðinu á illkvittnum tungum.
Hvers vegna eigum við það þá
“ stundum til að gagnrýna svo mis-
eö kunnarlaust annað fólk?
Bandaríski sálfræðingurinn
00 Jasminder Kaur Love telur að
allir séu gagnrýnir á annað fólk
en það sé hins vegar aðeins mis-
heppnuð tilraun til þess að auka
sjálfsálit. „Pegar við gagnrýnum
aðra, þá líður okkur oft betur,“
segir hún. „Þegar við slúðrum um
hvað nýja stelpan í vinnunni sé
feit, þá erum við í raun að sann-
færa sjálfar okkur um að það sé
nú allt í lagi með okkur, við séum
nú ekki svona feitar."
Sumt fólk er stöðugt að gagn-
rýna aðra. Slíkar persónur njóta
kannski vinsælda fyrst um sinn og
eiga það til að vera fyndnar þeg-
ar þær beita hárbeittri kaldhæðni
igin gagnryni..
m e i r a u
sinni, sérstaklega ef þær eru orð-
heppnar og skemmtilegar. En við
fáum fljótlega leiða á þeirri nei-
kvæðni sem þessar manneskjur
dreifa í kringum sig. Það getur
líka verið erfitt að nálgast og
reyna að kynnast manneskju sem
er mjög dómhörð og gagnrýnin.
í átt til sjálfsþekkingar
Bandarískir indíánar eiga
málshátt sem kallast „hinn reykj-
andi spegill“ og hann hljóðar eitt-
hvað á þennan hátt: Þegar við dá-
umst að hæfileikum annarra þá
erum við að viðurkenna fegurð
þeirra svo við megum sjá slíkt hið
sama í okkar fari.
f hvert sinn sem þú hælir ein-
hverjum þá er möguleiki á að þú
getir uppgötvað sömu eiginleika
hjá sjálfri þér. Tökum sem dæmi
konuna sem hafði alltaf staðið í
þeirri trú að hún gæti ekki teikn-
að. Eitt sinn var hún að hrósa vin-
konu sinni sem var málari að
mennt og sú sagði: „Þú getur
teiknað og málað ekki síður en
ég.“ Málarinn hvatti vinkonu
sína til þess að fara á námskeið og
þar uppgötvaði hún hæfileika
sína. Jákvæð dómgreind hennar
gagnvart vinkonunni hafði nefni-
lega verið lykillinn að hennar eig-
in, duldu hæfileikum.
Á sama hátt getur neikvæð
gagnrýni vakið okkur til umhugs-
unar um það hverju við viljum
eða getum breytt í fari okkar.
Þegar eitthvað í fari annarra fer
í taugarnar á okkur þá getum við
tekið því sem upplýsingum eða
tæki til frekari sjálfsþekkingar.
Sálfræðingurinn Jasminder seg-
ir að fólk sem pirri okkur sé í
raun englarnir okkar: „Án þeirra
höfum við ekki aðgang að þeim
hluta persónuleika okkar sem
þarfnast sérstakrar aðhlynningar
eða betrumbóta.“
Huernig getum uið
breystP
Fyrst af öllu skaltu gefa gaum
bæði að þeirri gagnrýni og því lofi
sem þú berð á aðra. Ef einhver
m þ i g e
fer í taugarnar á þér þá er líklega
aðeins um tvær orsakir að ræða:
Hann/hún gerir eitthvað sem
þú gerir líka en vilt ekki viður-
kenna. (T.d. manneskjan sem
pirrar þig með því að mæta of
seint til vinnu en þú ert heldur
aldrei á réttum tíma.
Hann/hún sýnir fram á eigin-
leika sem þig dreymir um að öðl-
ast, í laumi. (T.d. hin kynþokka-
fulla starfsstúlka í vinnunni sem
þú innst inni öfundar af kven-
leika hennar og þokka.)
Næst þegar þú ert pirruð á ein-
hverri manneskju, spurðu þá
sjálfa þig: „Er ég sjálf svona?“
Eða: „Langar mig til að vera eins
og hún?“ Dómur þinn getur ver-
ið á tvo vegu, annars vegar snýst
hann um hrós á líkamlegt atgervi
eða útlit eða um ákveðna hæfi-
leika. Þetta eru líklega þau svið
sem þú telur þig ekki nógu sterka
á eða jafnvel misheppnaða.
Með því að vera meðvituð um
hvað þú gagnrýnir ættir þú að
gera þér ljóst á hvaða sviðum þig
skortir sjálfstraust. Það sýnir
einnig hvar þú ættir helst að finna
möguleika þína á að láta ljós þitt
skína og jafnvel gætir þú upp-
götvað hæfileika sem hafa legið
í dvala. Það er einmitt þess vegna
sem við tökum öll eftir mismun-
andi þáttum hjá sömu manneskj-
unni. Við sjáum einmitt hluta af
sjálfum okkur og tökum kannski
ekki eftir öðru sem skiptir okk-
ur litlu máli. Jasminder telur að
öll persónuleg gagnrýni byggist á
sársauka sem við höfum upplifað
og á hún við þá eiginleika okkar
eða útlitsþætti sem hafa orðið
fyrir gagnrýni í gegnum tíðina
eða sem viðkomandi hefur sjálf-
ur haft óbeit á og brotið sjálfan
sig niður með. „Eg var eitt sinn
ofurgagnrýnin á rithöfunda,"
segir Jasminder. „Ég rek það til
þess tíma er ég skrifaði ritgerð í
skólanum sem ég var mjög stolt
af en var svo rökkuð niður af
kennaranum. Ég sem hélt að
þetta væri svo frábær ritgerð!
Þegar ég áttaði mig á hvernig var
n a ð r a
í pottinn búið þá gat ég smám
saman hætt að vera svona dóm-
hörð gagnvart rithöfundum. Ef
við náum að skilja rótina að
gagnrýni okkar og hreinsa vel til
í sálartetrinu þá munum við ör-
ugglega eiga dýpri og betri mann-
leg samskipti."
Þaggaðu niður í gagnrýn-
isröddinni
Þaggaðu niður í gagnrýnis-
röddinni innra með þér. Næsta
skref út úr ósveigjanlegri dóm-
hörku er að grípa sína eigin nei-
kvæðu gagnrýni á lofti áður en þú
gefur henni orð. Það er auðvelt
að aðgreina jákvæða og nei-
kvæða gagnrýni. Það telst til já-
kvæðrar gagnrýni í hvert sinn
sem við hrósum einhverjum eða
dáumst að honum. Neikvæð
gagnrýni er oft túlkuð með orð-
inu „ætti“, t.d. „hún ætti að láta
klippa á sér hárið, ég ætti að fara
í líkamsrækt." Samkvæmt Lousie
Hay, höfundi bókarinnar Elsk-
aðu sjálfan þig, er orðið „ætti“
eitt mest niðurbrjótandi orðið í
tungumálinu. I hvert sinn sem við
segjum „ætti“ erum við í raun að
segja „rangt“. Það væri öllu nær
að nota orðið „gæti“ því það að
geta felur í sér val.
Það krefst hugrekkis að takast
á við gagnrýni sína og dómhörku
og viðurkenna að maður á sjálf-
ur við ákveðin vandamál að
stríða en ekki endilega mann-
eskjan sem við bendum á. Upp-
skera þess erfiðis eru verðlaun
sem felast í því að við höfum
fengið tæki til þess að hjálpa okk-
ur að þykja vænna um okkur sjálf
og líka betur við annað fólk.
Þetta eru þó engin ný sannindi
og heilbrigð gagnrýni á alltaf rétt
á sér. Hafðu gaman af meðvitaðri
gagnrýni þinni og hlæðu að sjálfri
þér. Það mun koma þér á óvart
hversu vel þér mun líða og með
þessum hætti gefurðu sjálfri þér
svigrúm til að þroskast um leið og
öðrum líður betur í kringum þig.
30 Vikan