Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 59
 flðgerð með uasahníf En það var ekkert ástardrama á ferðinni því morguninn eftir vöknuðum við við það að fjór- menningarnir voru allir komnir á fætur og það var greinilegt að það var áhyggjutónn í mannskapn- um. Þegar við komum út til að kveikja á prímusnum fréttum við að þau hefðu ekkert sofið vegna þess að stelpunni hefði verið svo illt í fætinum um nóttina. Stelp- an sat þarna berfætt utan við tjaldið því hún gat ekki komist í sokkana og skóna fyrir eymslum. A hælnum á henni var stór blaðra full af vessa og það þurfti ekki snilling til að sjá að þetta hlaut að vera vægast sagt mjög óþægilegt. Eg skoðaði fótinn á stelpunni og sagði við hana að það yrði að sprengja blöðruna ef henni ætti að batna, hún gæti annars aldrei komist í skóinn til að fara heim. Það fór hrollur um allan hópinn og menn ýmist jésúsuðu sig eða fussuðu. Stelpunni var samt orð- ið svo illt að hún var farin að sjá að eitthvað varð að gera og það strax. „Viltu skera í þetta?“ spurði hún mig. Mér leist ekkert á blikuna. „Ertu vitlaus! Ég er enginn læknir!" sagði ég. „Gerðu það, ég veit að þið eruð með plástur og einhver áhöld. Mér er svo ofsalega illt, þú verður að gera þetta, þau eru svo miklir aumingjar“ sagði hún og benti á félagana. Ég renndi yfir viðlegu- búnaðinn í huganum; við vorum með stórmerkilegan Swiss Army hníf sem vel var hægt að nota til að skera upp með, eitthvað af plástri en ekkert sáravatn eða neitt slíkt. „Ég er ekki með neitt sótthreinsandi, þú verður að fara til læknis. Það er ekki nóg að setja vatn á þetta þegar það er svona ógeðslegt," sagði ég og þóttist sloppin. „Jú, við erum með brennivín, við notum það,“ sagði hún. Ekki man ég nákvæmlega hvernig orðaskiptin voru eftir þetta, en þau enduðu með því að ég, átján ára, sem ekki hafði snef- il af læknishæfileikum hvað þá kunnáttu, samþykkti að gera að sárinu þarna á staðnum. Hin fjögur voru fljót að láta sig hverfa því ekkert þeirra ætlaði að verða vitni að þessum óhugnaði. Og svo hófst aðgerðin. Stelpan fékk sér fyrst vænan slurk af brenni- víninu og svo rétti hún mér flösk- una. Ég hafði rifið niður bómull (sem er víst ekki góð til að hreinsa sár með!) og strauk yfir hnífinn og síðan blöðruna með bómullinni sem ég hafði vætt með brennivíninu. Rétt í svipinn hvarflaði það að mér að fá mér líka einn góðan sopa en ég gerði það ekki Stelpan lagð- ist á magann og hélt sér í tjaldsúluna og Iofaði að hreyfa sig ekki og ég minntihanaá að það væri bara verst fyrir hana sjálfa því þá gæti ég skor- iðífótinn.Ég tók hnífinn fína og byrj- aði á að skera á blöðruna efst og síðan niður með henni utan- vert. Vessann lagaði úr sár- inu og ég vandaði mig eins og ég gat að skera bara á þessa þunnu blöðru. Mér tókst að skera blöðr- una af hásininni án þess að stelp- an finndi mikið til, að minnsta kosti hreyfi hún sig ekkert á með- an og gaf ekki frá sér svo mikið sem stunu. Mér hálf bauð við þessu og vissi að það yrði að hreinsa sárið vel svo ég tók Brennivínsflöskuna og hellti yfir sárið úr henni. Þá öskraði hún eins og Ijón - en hreyfði sig ekki. „Ertu búin?“ spurði hún. „Nei, liggðu kyrr, ég ætla að klára að hreinsa þetta og svo set ég plást- ur yfir.“ Ég var alveg hissa hvað við vorum báðar svellkaldar og rólegar! Ég tók meira af bómullinni og rennvætti hana með brennivín- inu og hreinsaði sárið eins var- lega og ég gat meðan stelpan stundi og kveinaði. Þegar ég, að mínu áliti, var búin að hreinsa nóg klippti ég stórt stykki af plástrinum og setti fast upp að sárinu og setti annan þvert á þann plástur til að það kæmust örugglega ekki óhreinindi að sár- inu. Við fundum sokkana henn- ar ofan í skónum og ég hjálpaði henni að klæðast sokknum og síðan tókum við okkur til og brutum niður hælkappann á nýja skónum svo hún gæti gengið á honurn. stelpuna með hælsærið þekki ég enn þann dag í dag. Ég hitti hana fyrir tilviljun á sýningu veturinn eftir og þá gekk hún beint að mér og faðmaði nrig. Hún spurði mig í gamni hvort ég væri í læknis- fræði og þegar ég hló við og neit- aði sagði hún að þá væri ég ekki á réttri hillu því ég væri greinilega efni í frábæran lækni. Hún hafði gróið sára sinna á nokkrum dög- um og aldrei fundið fyrir neinu Við vorum báðar mjög stoltar af þessu þegar við vorum búnar og það var greinilegt að hinir krakkarnir dáðust að þessu af- reki okkar á sviði læknavísind- anna. Stelpan var bráðhress og sagði að sér liði strax betur þótt plást- urinn meiddi hana svolítið, en ég verð að viðurkenna að ég var mun áhyggjufyllri því ég var svo hrædd um að ég hefði gert eitt- hvað sem gæti haft alvarlegar af- leiðingar. Þegar leið á daginn tókum við tjöldin okkar saman og héldum á flugvöllinn með vörubílunum. Við töluðumst heilmikið við á leiðinni og kvöddumst með kær- leikum á Reykjavíkurflugvelli eftir þessa ævintýraferð til Eyja. Við kærustuparið vorum ekki lengi saman eftir þetta því sam- band okkar liðaðist í sundur nokkrum mánuðum seinna. En eftir þetta. Við áttum eftir að hitt- ast aftur því tveim árum seinna fórum við að vinna saman og eft- ir það höfum við alltaf haldið sambandinu. Við höfum oft sagt það í gamni að svona kraftakerhngar eins og við ættum að sjálfsögðu samleið í lífinu og það virðist vera nokk- uð til í því. Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig. jafnvel breytt lifi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I ieiinilisfangið er: Mk:m - ..l.ílsreyiislusuga''. Seljavegur 2. 101 Reykjavík, Netfang: v ikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.