Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 18
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Hann er rómantískur og hug- ulsamur, kynlíf ykkar er frá- bært og mömmu binni finnst hann fyrirmyndar tengdason- ur. En hvernig getur bú verið viss um samband ykkar eigi framtíðina fyrir sérP Breskir „ástarsérfræðingar" segja að sannri ást megi skipta í sjö svið sem verði öli að vera virk ef ástin á að end- ast. Galdurinn á bak við gott samband er bví að virkja öll sviðin og vinna í beim svið- um sem bið hafíð vanrækt. Fyrsta sviðið: Erótík Þið haldið kannski að ef persónuleikar ykkar passi vel saman sé sjálfgefið að þið náið vel saman í rúminu, Kyn- líf getur gert ykkur nánari og sambandið tryggara en yfir- leitt þarf fólk að vinna í því að gera kynlífið gott. Gleymið heldur ekki að ef þið lifið góðu kynlífi nú þegar má ör- ugglega gera það enn betra! Jafnvel þótt gott samband byggist á mörgu öðru en kyn- lífi geta vandamál í kynlífinu haft mikil áhrif á daglegt líf ykkar. Pör sem hætta að lifa kynlífi fjarlægjast oft hvort annað og verða skiln- ingslausari á þarfir makans. Því er mikil- vægt að láta kynlífið ekki fjara út í löngu sambandi heldur krydda upp á nýjungum sem ykkur falla báðum í geð. Annað svið: Vinátta Eitt mikilvægasta svið ástarinnar eru vináttan því hver getur hugsað sér að eiga maka sem er ekki jafnframt vinur? Slíkt er hins vegar nokkuð aigengt, þ.e. að pörin líti fyrst og fremst á sig sem par en ekki sem tvo vini. Vin- áttan er hins vegar það sem heldur góðum sam- böndum saman þegar á móti blæs en hana vant- ar oft í slæmum sam- böndum sem upp úr slitnar. Þegar þú ert of þreytt fyrir rómantík og kyn- Eitt mikilvægasta svið ástarinnar eru vináttan því hver get- ur hugsað sér að eiga inaka scm er ekki jafnfranit vinur? Hvenær áttuð þið síðast alveg sérstak- lega róniantíska stund sanian? Ef þú þarf að hugsa þig uin í meira en mínútu þarftu að gera eitthvað í málunum! líf eða ert með kvef og vilt bara vera heima með úfið hár í jogginggallanum er vinátt- an í sambandi ykkar það sem þú þarfnast. Makinn þarf að vera sá sem þú getur leitað til með öll vandamál þín, treyst fyrir hugsunum þínum og verið viss um að styðji þig og hressi við þegar illa gengur. Þriðja svið: Rómantík Hvenær áttuð þið síðast al- veg sérstaklega rómantíska stund saman? Ef þú þarf að hugsa þig um í meira en mín- útu þarftu að gera eitthvað í málunum. Þá er ef til vill ráð að rifja upp hvernig þið blésuð rómantík í samband- ið þegar þið voruð í tilhugalíf- inu. Það þarf kannski ekki mikið til að endurvekja róm- antíkina, t.d. bara eina rós af og til, góðan málsverð við kertaljós eða stutta tjaldúti- legu. Rómantíkin kemur í veg fyrir að samband ykkar breyt- ist í svokallað systkinasam- band sem er svo algengt hjá pörum sem hafa verið lengi saman. Fjórða svið: Hagkvæmni Hefur hagkvæmni eitthvað með ástina að gera? Já, svo sannarlega. Fjármál eru stór hluti af okkar daglega lífi og mörg pör rífast helst um fjár- mál heimilisins og hvernig eigi að eyða þeim tekjum sem aflað er. Það er því mikilvægt að þið séuð á sömu línu þeg- ar fjármálin eru annars veg- ar, að minnsta kosti þegar um stórar fjármálalegar ákvarð- anir er að ræða. Viljið þið t.d. bæði kaupa ykkur hús og bíl eða vill hann frekar fara í heimsreisu en að festa pen- ingana í veraldlegum hlut- um? Jafnvel þótt mörgum finnist kjánalegt að tala um hagkvæmni í sömu andrá og ástina er nauðsynlegt að koma þessum málum á hreint strax í upphafi sambands. Fimmta svið: Skoðanir Þrátt fyrir að ákveðinn skoðanamunur sé hollur í öll- 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.