Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 25
1 afhverjum 100 jaröarhúum sem er á
aldrinum 15-49 ára og stundar kynlíl' er
með HIV veiruna, en aðeins 1 af hverj-
um 10 veil af því.
Nærri 40 milljónir manna í heiminum
eru nú smitaðir af Alnæmi og á hverjum
degi bætast a.m.k. 16 þúsund manns í
hópinn.
Sífellt stærri hópur gagnkynhneigðra
kvenna smitast af Alnæmi og ungar kon-
ur eru sá hópur sem vex langhraðasl.
2/3 hlutarþess fólkssem smitast af kyn-
sjúkdómum er undir 25 ára aldri.
ann um smitleiðirnar, um
hvernig þessir sjúkdómar
leiki fórnarlömbin og hvern-
igmegi verjastþeim. Foreldr-
ar og aðrir forráðamenn bera
ábyrgð, skólarnir bera
ábyrgð, ríkið ber ábyrgð og
fjölmiðlar bera ábyrgð. Við
berum öll ábyrgð á því að
ungir Islendingar geti varið
sig gegn þessari vá.
Að þessu sinni fylgir Vik-
unni ein verja og við vonum
að hún komi að góðum not-
um. Best væri ef hún væri gef-
in einhverjum sem hugsan-
lega er að byrja að njóta kyn-
lífs og að henni fylgdu nokk-
ur orð um það hversu mikils
virði það sé að nota verjur.
Bæði stelpur og strákar
verða að skilja að þau bera
sjálf ábyrgð á kynlífi sínu og
að hættan sé mest þegar fólk
er ekki í föstu sambandi.
Unga fólkið verður að fá að
vita að það sé
engin afsökun
fyrir því að nota
ekki verjur.
Strákar verða að
vita að þeir séu
að verja sjálfa sig
með því að nota
verjur. Stelpur
verða að vita að þær eigi rétt
á því að vera virtar og að rétt-
ur þeirra til að nota verjur við
samfarir sé sjálfsagður. Til eru
margar lélegar afsakanir og
stelpurnar verða að kunna
svör við þeim þegar á hólm-
inn er komið:
AfSÖkun 1: „Maður nýtur
þess ekki eins vel þegar mað-
ur notar smokk.“
Svar: „Það er mjög góð til-
finning að vera öruggur og
maður nýtur kynlífsins miklu
betur. Við skulum finna góð-
an smokk og við getum not-
að mjúkt krem inn í hann og
það verður örugglega gott.“
Og ef það dugar ekki:
„Því miður, ég mun ekki
njóta þess án smokksins og þá
vil ég frekar sleppa þessu."
AfSÖkun 2: „Smokkarnir
passa aldrei, þeir renna bara
til.“
Svar: “Þá hefur þú ekki
Það eru ekki margir ára-
tugir síðan öruggt kynlíf
miðaðíst aðeins við að
samfarir hefðu ekki í för
með sér ótímabæra hung-
un. í dag eru hætturnar í
kynlífinu mun meira ógn-
vekjandi.
Ekki bara ótímabær
bungun
Margir hættulegir sjúk-
dómar smitast við samfarir og
eru einu nafni kallaðir kyn-
sjúkdómar. Flestir þessara
sjúkdóma hafa lengi verið
þekktir og fólk hefur vitað
um smitleiðirnar. Allir eru
þeir hættulegir og hafa vald-
ið hræðslu meðal fólks en
þrátt fyrir það hefur ríkt eins
konar þagnarmúr í kringum
kynsjúkdóma, kannski aðal-
lega vegna þess að á íslandi
þótti minnkun að því að smit-
ast af þeim. Flér á landi hafa
margir kynsjúkdómar smitast
milli manna og nú er staðan
þannig að klamidía er svo út-
breidd að sumir líkja því við
faraldur.
Skæðasti sjúkdómurinn
sem smitast við samfarir er al-
næmi en hann dregur á hverj-
um degi um 3000 manns í
heiminum til dauða, þar af
um 500 konur á barneigna-
aldri.
Þögnin hættuleg
Þögnin og vanþekkingin
eiga stóran þátt í því hversu
margir smitast og deyja af
völdum sjúkdóma sem smit-
ast við samfarir og þá ábyrgð
verðum við öll að axla. Rann-
sóknir í mörgum löndum hafa
því miður sýnt að aðeins um
helmingur unglinga notar
verjur við samfarir sem er
mjög alvarlegt mál þegar vit-
að er að hægt er að koma í veg
fyrir smit á hættulegum sjúk-
dómum með notkun verja.
Ungt fólk á rétt á að vita um
hættuna á smiti, það á rétt á
að vera leitt í allan sannleik-
prófað almennilega smokka.
Þeir eru til í ýmsum stærðum
og gerðum. Prófum bara
nokkra, við getum haft tísku-
sýningu!" Og ef þetta svar
dugar ekki: „Því miður, þú ert
ekki nógu jákvæður elskhugi
fyrir minn srnekk."
Afsökun 3: „Þeir eru alltaf of
þröngir og meiða mig.“
Svar: „Þá förum við og
kaupum XL handa þér.“ Og
ef þetta dugar ekki:
„Þú ert örugglega of stór
fyrir mig fyrst smokkar eru
of þröngir fyrir þig. Ég verð
að sleppa þessu.“
Sú tíð að smokkar reyndust
vera óþægilegir er liðin. Það
er engin afsökun fyrir því að
nota smokka lengur, það vita
þeir sem hafa reynt Rollsinn
á markaðnum. Vikan sendir
lesendum sínum þann
flottasta á markaðnum með
þessu tölublaði. Þessi verja er
uppfinning indversks skurð-
læknis og alger nýjung. Hon-
um má líkja við bestu gerð af
túrbó sportbíl sem er jafn
þægilegur fyrir bæði öku-
mann og farþega. En lýsing-
arorð duga ekki, hver og einn
verður að reyna sjálfur.
Byrgjum brunninn...
Vikan 25
Texti: Jóhanna H a r ð a r d ó 11 i r