Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 51
Úr myndinni Three Kings sem nýlega var sýnd hér. ge þurfti. „Ég kann vel við per- sónuna vegna þess að hún er ekki gailalaus," hefur George sagt um lækninn sem varð til þess að hann vann tvenn Emmy-verðlaun. Samstarfsfólk hans í ER ber hon- um ekki síður vel söguna en Wolfgang Petersen og segir að honum hafi alltaf tekist að vekja hlátur, meðal annars var hann þekktur fyrir að nota sköftin, sem vökvapokar sem tengdir eru í æðar sjúklinga eru hengdir á, eins og hjólabretti sem hann renndi sér á um sviðið þegar ekki var verið að taka upp. Kvikmyndaferill Georges blómstraði á meðan hann var enn samningsbundinn við NBC en þrátt fyrir annríki sló hann aldrei slöku við og það kom aldrei fyr- ir að aflýsa þyrfti tökum hans vegna. Faðir hans sagði í viðtali við tímaritið People að hann væri hreyknari af því að sonur hans stæði alltaf við orð sín en frammi- stöðu hans í kvikmyndum. Uill ekki eignast börn Þótt George virðist hafa djúp áhrif á konur og sé seingleymd- ur þeim sem hann hefur átt í ást- arsamböndum við þá er eins og pilturinn hafi lítinn áhuga á að bindast einhverri einni. Lengsta fasta samband sem hann hefur átt við einhverja veru er við gælu- svínið sitt, hann Max. Upphaf- lega gaf George Kelly Preston Max í afmælisgjöf en þau voru par (löngu skilin þegar hún hitti John Travolta) og fékk síðan for- ræði yfir svíninu þegar þau skildu. Deedee Pfeiffer, systir Michelle Pfeiffer, var kærasta Gcorgc Clooncy suniiar í nýjiistii inynd sinni að liann cr ckki liara lallcgt andlit. hans um tíma en þau léku sam- an í myndinni Red Surf sem þótti fremur misheppnuð. Celine Ba- litran var svo stöðug fylgikona hans þar til nýlega og ekki er að heyra að nein heppin stúlka muni taka stöðu hennar á næstunni. George segir sjálfur að það sé mjög erfitt að halda sambandi gangandi þegar menn vinni jafn- mikið og hann. Um samband sitt og Celine segir hann: „Ég tók að mér stöðugt fleiri verkefni og þessi verkefni drógu mig heims- álfa á milli. Ég held að samband- ið hafi enst eins lengi og hún gat þolað þetta." George hefur einnig margoft lýst því yfir að hann hyggist ekki eignast börn. Hann segir að börn krefjist þess að menn gefi sig alla að uppeldi þeirra og til þess sé hann ekki reiðubúinn. „Það er ekki hægt að sinna hlutverkinu með einhverri hálfvelgju. Þú get- ur ekki látið eftir þér að vera þokkalega góður faðir,“ segir hann, „og ég er einfaldlega ekki þannig að ég geti verið góður fað- ir. Sé það eigingjarnt af mér þá er ég eigingjarn.“ Vinir hans segja þó að hann sé mikil barna- gæla og fáir vinsælli hjá börnum þeirra en einmitt hann. George viðurkennir sjálfur að hann hafi gaman af að umgangast börn. „Ég elska að æsa þau upp og leika við þau og skila þeim svo,“ segir hann. Sagt er að Michelle Pfeiffer, samleikkona hans í One Fine Day, hafi veðjað við hann við tökur á þeirri mynd að hann myndi ekki geta stillt sig um að eignast börn. Hvort þeirra verð- ur 10.000 dollurum ríkara á eftir að koma í ljós. En Wolfgang Pet- ersen á ekki orð yfir hversu stór- kostlegur þessi maður er og seg- ir að þeir sem hafi haldið hann hæfileikalausan og sagt að það eina sem hann hafi til að bera sé útlitið eigi eftir að reka í rogastans þegar þeir sjái frammi- stöðuna í Perfect Storm. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.