Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 20

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 20
Ótrúlegur hefndarDorsti Goðsagnirnar um bær Guðrúnu Gjúkadónur, sem drap syni sína og færði föður peirra, Atla Húnakonungi, steikt hold peirra til átu í hefndarskyni hegar hún komst að hví að hann hafði átt bátt í morðinu á Sigurði Fáfnisbana, og Medúsu, sem drap börn sín og Jasonar ettir að hann sveik hana, hljóma svo hroðalega í eyrum nútímamanna að okkur dettur ekki i hug að trúa bví að hær séu sannar. Saga Deboru Farr- ar er bví óhugnanlegri en orð fá lýst hví hún myrti tvö börn sín, meðan hað briðja bjargaðist naumlega, til að hefna sín á manninum sínum fyrir hað að hann skildi við hana. Debora var læknir að mennt og óvenju vel gefin kona. Húri var afburðanemandi og alltaf hæst á öllum prófum sem hún lók hvar sem var í skólakerf- inu. Framan af ævi var hún einnig þekkt fyrir það hversu bráð- skemmtileg hún var. Hárbeitt kímnigáfa hennar og góð frá- sagnargáfa urðu til þess að hún ávann sér hylli allra sem komust í kynni við hana og þótt hún væri ekki lagleg skorti hana aldrei að- dáendur. H var sem h ún var í hópi vakti hún athygli og aðdáun en þegar kom að nánari samskipt- um við fólk augliti til auglitis fór að halla undan fæti hjá henni. Þegar Michael (Mike) Farrar kynntist henni árið 1978 var hún nýútskrifuð úr læknadeild og vann sem aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu þar sem hann var við læknanám. Hún var grann- vaxin, glaðlynd og augljóslega skarpgreind. Þótt hann væri tveimur árum yngri dróst hann að henni og þau hófu að búa sam- an. Mike vissi hins vegar ekki að Debora var skilin að borði og sæng við fyrri mann sinn, Duane Green, en skilnaðurinn varð ekki endalegur fyrr en í desember 1978 en þá höfðu Mike og Debora búið saman í nokkra mánuði. Sjálfur var hann fátæk- ur námsmaður og hafði vart til hnífs og skeiðar en Debora hafði þokkalegar tekjur sem læknir og hún lifði hátt. Meðal annars átti hún eldrauðan Jagúar XKE blæjubíl sem hún keyrði um á með sítt, kastaníubrúnt hárið flaksandi í vindinum. Mike fannst framtíðin brosa við þeim, enda gátu bæði vænst þess að tekjur þeirra yrðu geysilega góð- ar þegar þau hefðu lokið sér- fræðinámi. Parið gifti sig 26. maí árið 1979. Debora klæddist hvít- um kjól, var með blúnduslör yfir hárinu, með stóran brúðarvönd úr bleikum rósum og Mike var í Ijósgráum jakka- fötum. Foreldrar þeirra, systkini og hópur góðra vina fagnaði svo með þeim á hóteli eftir athöfnina. Þung undiralda Yfirborðið var slétt og fellt en þung undiralda kraumaði undir niðri og var ógn- vekjandi þegar betur var að gáð. Mike hafði þegar að athöfninni kom kynnst því að til- vonandi eiginkona hans var ekki bara lífsglöð og skemmtileg. Hún var ákaflega mis- **—*'• lynd og átti það til að missa stjórn á skapi sínu út af algjörum smá- munum, þá gilti einu hvar hún var stödd eða við hvern hún tal- aði. Einhverju sinni hafði hún hellt sér yfir afgreiðslukonu með óbótaskömmum og svívirðingum vegna þess að hún taldi sig hafa þurft að bíða of lengi eftir af- greiðslu. Fjölskylda Mike var ákaflega samhent og milli þeirra ríkti trúnaðartraust og blíða. Debora svaraði hins vegar með kulda flestum tilraunum móður hans og systra til að nálgast hana og hún hafði gert öllum ljóst að hún vildi ekki of mikil samskipti. Mike var því kvíðinn og á báð- um áttum þegar hann gekk eftir kirkjugólfinu til móts við brúði sína þennan maídag. Brúðkaupsnóttin varð honum mikil vonbrigði því kona hans sneri við honum baki eftir að þau komu upp á hótelið og tilkynnti honum að hún vildi frekar lesa en láta vel að honum. Brúðkaups- ferð þeirra til Tahiti var lítið skárri og það virtist gilda einu fyrir Deboru hvort hún naut lík- amlegra atlota manns síns eða ekki. Mike var ákveðinn í að þrauka þrátt fyrir þetta, enda Mike og Delxirn á brúð- kaupsdaginn. hafði honum verið kennt að hjónaband væri alvarleg skuld- binding og menn gerðu sitt besta til að standa við hana. Mike var alls ekki jafn góður námsmaður og Debora en hann var sam- viskusamur og iðinn og gekk því vel, svo virðist sem sama þraut- seigja hafi einkennt viðhorf hans til lífsins. Strax eftir brúðkaupsferðina helltu ungu hjónin sér út í nám sitt aftur. Þau eignuðust dreng árið 1982 og stúlku tveimur árum síðar. Þau völdu sér bæði hjarta- skurðlækningar sem sérgrein en Debora virtist áhugalítil um námið. Hún las geysilega mikið en það voru ekki læknisfræðirit heldur bókmenntir sem hún las sér til ánægju. Afleiðingin varð sú að Debora féll á fyrstu prófunum en Mike náði með glæsilegum ár- angri. Þetta var henni óskaplegt áfall. Þessi kona sem aldrei hafði þurft að hafa fyrir því að ná hæstu einkunnum mátti nú þola að hafa ekki náð prófi. Hún ásakaði Mike fyrir að hafa hugsað ein- göngu um sinn hag meðan hún mátti sjá ein um börnin. Stað- reyndin var hins vegar sú að bæði sáu jafnt um börn- in enDebora nýtti sinn tíma illa. Gekk illa að lynda við samstarfsfólk og sjúklinga Eftir þetta reyndi hún fyrir sér á öðrum sér- sviðum læknis- fræðinnar, bæði í blóðfræði og meinafræði en tók engin próf. Hún virtist eiga erfitt með aðvinna með öðrum og þegar hún varð að vera í nánu samstarfi við hjúkrunarfólk og aðra lækna var stutt í árekstra og smáskærur. Hún þoldi illa að vera leiðrétt og stóð ávallt föst á sínu, að vísu verður að játa að oftar en ekki hafði hún rétt fyrir sér og þrjóska hennar bjargaði í það minnsta einu sinni lífi sjúklings. Debora notaði hins vegar ekki heppilegar aðferðir við að benda samstarfsfólki á að það hefði rangt fyrir sér. Sjúklingar voru heldur ekki hrifnir af henni. Hún 20 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.