Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 28
Læknamistök
Fyrirfímmárumvaréglífs-
glöð ung stúlka, nýorðin
mamma og í góðrí sambúð.
Það má segja að líf mítt liafi
breystáeinuaugnablikíog
aldrei orðið samt aftur. Það
sem mér fínnst sárast er
baðaðsennilegahefðiver-
ið hægt að koma í veg fyr-
ir stéran hluta af bíáning-
um mínum ef læknarnir
sem önnuðust mig hefðu
verið tílbúnir að viðurkenna
veíkindiogtakaábeim um
leiðogbaukomuupp.ídag
er ég slötíu og fimm pró-
sent öryrki og ekki einu
sínni orðin tuttugu og fimm
ára gömul.
„Þetta byrjaði allt saman þeg-
ar sonur minn var aðeins fjög-
urra mánaða. Ég var að sjálf-
sögðu heima við með barnið
og nýbyrjuð að búa. Einn
daginn var ég að ryksuga á
meðan barnið var sofandi og
ætlaði að gera allt fínt áður en
maðurinn minn kæmi heim.
Ég var að klára að ryksuga
stofuna þegar ég einfaldlega
hné niður og allt varð svart.
Ég rankaði við mér eftir tölu-
verða stund, að ég held, og sá
ekkert ennþá. Ég gat þó ein-
hvern veginn staulast að sím-
anum og hringt á sjúkrabíl.
Ég var svo flutt í ofboði upp
á sjúkrahús í bænum sem ég
bý í sem er meðalstór bær úti
á landi.
Á móti mér tók stúlka sem
mér fannst ekki vera mikið
eldri en ég og var lækna-
kandítat. Hún virtist ekkert
vita í sinn haus og lét mig bíða
lengi frammi á gangi á með-
an hún var að vandræðast
með hvað hún ætti að gera við
mig. Ég hafði loks rænu á að
spyrja hana að því hvort hún
gæti ekki kallað á reyndari
lækni til að ráðfæra sig við og
hún tók því ráði fegins hendi.
Ég veit ekki hvað þessi ágæti
læknakandídat sagði við
lækninn sem kom svo að
skoða mig en ekki hefur það
verið neitt fallegt.
Mér fannst læknirinn koma
hreint og beint fram við mig
eins og ég væri einhver hálf-
viti og það væri ekkert að mér
nema ímyndunarveiki. Samt
sá ég ekki neitt með öðru aug-
anu og mjög lítið með hinu!
Það fór því svo að ég var
send heim aftur sama dag
þrátt fyrir áköf mótmæli mín
og mannsins míns. Ég var
auðvitað engan veginn fær
um að vera heima, nánast
blind og með stöðugan höf-
uðverk.
Ég fékk þó engu ráðið um
það og var send heim með sál-
artetrið í molum og í miklu
uppnámi. Ég var að sjálf-
sögðu hálfbjargarlaus eftir að
ég kom heim og leið mjög illa.
Eftir að hafa verið nokkra
daga heima tók faðir minn í
taumana og ók mér til augn-
læknis þar sem að sjónin hafði
ekkert lagast. Sú heimsókn
var mikið áfall. Augnlæknir-
inn var mjög góður en komst
að því að ég hafði fengið vægt
heilablóðfall og það hafði
blætt inn á augnbotnana sem
olli blindunni. Hann sagði
mér líka að læknarnir á
sjúkrahúsinu hefðu átt að
geta séð þetta með einfaldri
röntgenmynd. Ef þeir hefðu
gert það hefðu þeir síðan átt
að senda mig strax til Reykja-
víkur í súrefnismeðferð sem
hefði getað bjargað sjóninni.
En nú var það of seint.
Að þessari heimsókn lok-
inni fórum við beint upp á
sjúkrahús aftur þar sem faðir
minn las yfir læknunum og
krafðist þess að eitthvað yrði
gert til að lina þjáningar mín-
ar.
Fóstureyðingar krafist
Það varð uppi fótur og fit á
sjúkrahúsinu þegar við kom-
um aftur og þá með vottorð
og skýrslu frá auglækninum
um heilablóðfallið. Ég var
send í röntgenmynd, sem
hefði auðvitað átt að gera
strax í upphafi, þar sáu lækn-
arnir blæðinguna en enginn
þeirra hafði manndóm í sér tii
að koma hreint fram og við-
urkenna mistök sín. Þess í
stað fundu þeir nýtt „vanda-
mál“ til að beina sjónum sín-
um að. Það kom nefnilega í
Ijós að ég var ófrísk og kom-
in rúma þrjá mánuði á leið.
Auðvitað var það talsvert
áfall að uppgötva það við
svona aðstæður að ég væri
ófrísk, mikið sjónskert og
með eitt lítið barn fyrir, en ég
var samt ákveðin í því að ég
vildi halda barninu. Fóstur-
eyðing kom aldrei til greina.
Læknarnir og hjúkrunarfólk-
ið voru hins vegar á öðru máli
og beittu mig hreint út sagt
gífurlegum þrýstingi til þess
að fara í fóstureyðingu. Ég
skil því vel ungar stúlkur sem
kikna undan svona þrýstingi
og fara í fóstureyðingu gegn
vilja sínum.
Ég átti hins vegar góðan
mann og fjölskyldu sem stóðu
með mér og því fór ég ekki í
fóstureyðingu.
Gleymdist á
fæðíngarstofunni
Meðgangan gekk sæmilega
miðað við aðstæður en auð-
vitað var ég kvíðin og leið
ekki vel vegna veikindanna.
Ég vissi að það yrði erfitt að
hugsa um tvö lítil börn svona
mikið sjónskert og læknarnir
höfðu sagt mér að sjónin
myndi ekki lagast úr því sem
komið væri.
Það var mikið að gera dag-
inn sem ég var lögð inn til að
fæða og alltof mikill glund-
roði og skipulagsleysi ríkjandi
þótt sjúkrahúsið sé stórt og
ágætlega mannað. Sem betur
fer gekk fæðingin sem skyldi
en það sem á eftir kom var
frekar óskemmtileg reynsla.
Hin nýfædda dóttir mín var
28
Vikan