Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 21
Mike að bera vitni við
réttarhöldin vfir konu
sinni. Hann cr incð iir á
cnninu eftir nýlegan upp
skurð scni koni til vegna
aflciðinga eitrunarinnar.
IH
Draumahiísið í Prairie
Yillage í Kansashorg scin
átti að Ineta hjónaband
Farrarhjónanna.
kíífeiitt'T
var óþolinmóð við þá og snögg
upp á lagið ef henni þóttu þeir
heimskulegir eða seinir til svars.
A þessum tíma varð Mike var
við að hún var farin að nota lyf
óhóflega. Hún varð sér úti um
bæði róandi og örvandi lyf á
sjúkrahúsinu og notaði þau í
miklum mæli. Hann vissi að ef
upp kæmist yrði hún rekin úr
starfi og henni bannað að stunda
lækningar. Hann gerði henni því
ljóst að hún yrði að hætta og svo
virtist sem hún hefði gert það.
Þau fluttu nokkrum sinnum á
þessu tímabili en settust loks að
í Kansas City. Mike hafði lokið
prófum og var nú sérfræðingur í
hjartaskurðlækningum og hann
fékk vinnu á sjúkrahúsi í grennd-
inni. Deboru gekk ekki eins vel
þ ví hún hafði bæði flosnað upp úr
námi sínu og starfi sem læknir.
Hún ákvað að vera heimavinn-
andi og sinna heimilinu eftir að
þeim fæddist önnur dóttir.
Samband þeirra hjóna varð
stöðugt erfiðara og árið 1994 bað
Mike hana fyrst um skilnað.
Hann flutti að heiman en þegar
eldur kom upp á heimili þeirra og
það brann til kaldra kola ákvað
hann að taka saman við konu
sína aftur og þau keyptu glæsilegt
stórhýsi í úthverfi Kansas þar
sem auðmenn og hátt launað fag-
fólk eins og læknar og Iögfræð-
ingar bjuggu. Grunur lék á að
eldsvoðinn hefði verið af völdum
íkveikju en ekkert var sannað.
Húsið varð þó ekki sá sælureitur
sem það átti að verða. Þunglyndi
Deboru jókst og hún fór að
drekka meira en góðu hófi
gegndi. Mike reyndi að hamla á
móti en hún svar-
aði öllum tilraun-
um hans til að
bæta sambandið
með því að æsa
börnin gegn hon-
um. Hún taldi
þeim trú um að öll
hennar vandamál
væru illsku föður
þeirra að kenna og
þar sem hann hafði
gefið börnunum
það vanhugsaða lof-
orð að yfirgefa þau
aldrei aftur var auð-
velt að hella olíu á eld-
inn þegar hann flutti út
aftur og krafðist skiln-
aðar.
Hóf ástarsam-
band uið aðra
konu
í skólaferðalagi til
Perú með Timmy syni
sínum kynntust hjón-
in konu sem einnig átti
í hjónabandserfiðleik-
um. Augljóst var að
þeim Mike kom vel
saman en ástarsam-
band hófst ekki á milli
þeirra fyrr en Mike
flutti endanlega frá konu sinni.
Debora fór hratt niður á við eft-
ir að Mike yfirgaf hana og
drykkjuskapurinn var mjög mik-
ill. Hún virtist sömuleiðis oft ekki
í fullkomnu sambandi við raun-
veruleikann og Mike reyndi að
vera eins mikið inni á heimilinu
og hann gat. Mike veiktist síðan
heiftarlega aftur og aftur og
læknarnir, samstarfsmenn hans,
gátu ekki með nokkru móti fund-
ið út hvað var að. Hann lagaðist
á sjúkrahúsinu en var ekki fyrr
kominn aftur heim til Deboru,
sem boðist hafði til að hjúkra
honum í veikindum hans, en að
hann veiktist aftur. Sjúkleiki
þessi hafði næstum riðið Mike að
fullu en áður en yfir lauk upp-
götvaði hann að sjúkleiki hans
stafaði af risíneitrun úr fræjum
kristpálma en þau hafði kona
hans keypt og gefið honum í mat.
Hefndaraðgerðum Deboru
var þó ekki lokið. Hinn 23. októ-
ber 1995 kviknaði í húsi þeirra
hjóna og tvö
barnanna
brunnu inni, þau Timmy, elsta
barnið, þrettán ára, og Kelly, það
yngsta sex ára. Lissa, miðbarn-
ið, komst út á þakið á ferföldum
bflskúrnum og gat stokkið þaðan
kona hans er þunglynd og lokar
sig af í heimi bóka. Hann reynir
aldrei að fá hana til að leita sér
meðferðar eða hjálpar fyrr en
hann lætur leggja hana nauðuga
inn á geðsjúkrahús þegar drykkj-
an og skrítin hegðun hennar
keyrir fram úr hófi eftir skilnað-
inn. Debora var, eins og oft er um
afburðagáfaða einstaklinga, fljót
að átta sig á hlutunum og gat leik-
ið manneskju sem virtist í full-
komnu jafnvægi þótt allt ólgaði
undir niðri. Þetta vissi Mike og í
ljósi þess virðast tilraunir hans
til að gera eitthvað í málum konu
sinnar máttlitlar. Hugsanlega
hefði verið hægt að afstýra mikl-
um harmleik ef hann og aðrir
hefðu brugðist við fyrr.
niður. Rannsóknarmenn voru
fljótir að komast að því að eld-
urinn átti upptök sín við svefn-
herbergisdyr Deboru en þaðan lá
slóð af eldfimum vökva um allt
hús. Augljóst var að hún hafði
dreift vökvanum óg síðan kveikt
í honum í dyrum svefnherberg-
isins, enda kom í
ljós að augabrúnir
hennar og hár var
sviðið að framan
eftir blossann þrátt
fyrir að hún hefði
tvisvar farið í klipp-
ingu áður en rann-
sóknarmenn fengu
sýni úr hári hennar.
Debora var
dæmd í ævilangt
fangelsi fyrir morð
og morðtilraun.
Anne Rule, frægur höf-
undur bóka um sönn
sakamál, hefur skrifað
sögu Deboru í bókinni
Bitter Harvest. Anne
hitti Deboru í fangelsinu
og segir að ekki hafi ver-
ið á henni að finna nein
iðrunarmerki. Það er þó
undarlegt að lesa í bók-
inni að Mike veit af of-
notkun konu sinnar á
lyfjum og áfengisfíkn en
viðbrögð hans eru þau
ein að skipa henni að hætta.
Flestir leikmenn vita, og örugg-
lega allir læknar, að einstakling-
ar geta sjaldnast læknað sig sjálf-
ir af fíkn sinni. Mike veit líka að
Systkinin Tininiy, Lissa
og Kclly nieöan allt
lék í lyndi.
Vikan
21