Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 29
dálítið blá þegar hún fæddist og því var strax farið með hana í einhverjar rannsókn- ir. Eg var því skilin eftir ein með mannin- um mínum inni á fæð- ingarstofunni og bjóst við að það kæmi hjúkrunarfræðingur aftur til mín eftir smá- stund. Það var nú öðru nær. Ég hreint og beint „gleymdist" inni á stofunni og lá þar ósaumuð og óþrifin í langan tíma þar til ég hafði sjálf rænu á því að senda manninn minn fram til að spyrja hvort ég ætti bara sjálf að fara í sturtu. Þá áttaði ein- hver hjúkrunarfræð- ingurinn sig á því að ég var enn inni á fæð- ingarstofunni og kom og hjálpaði mér. Sem betur fer reyndist dóttir mín fullkomlega heilbrigð en vegna veikinda minna var ákveðið að ég yrði í nokkra daga á fæðingardeildinni. Þeir dagar voru hreint og beint hörmulegir. Ég fékk alltof litla hjálp með barnið og fannst ég alltof oft skilin eftir í reiðileysi þar sem ég lá hálfblind með kornabarn hjá mér. Það helltist yfir mig mikið þunglyndi og reiði vegna þessarar meðferðar og veik- indanna sjálfra og ég grét nánast stanslaust allan tímann sem ég var á sjúkra- húsinu. Ég var mjög þunglynd í marga mánuði á eftir og átti erfitt með að sætta mig við fötlun mína. Ég missti allan áhuga á manninum mínum, var mjög lítil í mér og ein- mana og vildi helst ekki fara út úr húsi. Ég er þó frekar bjartsýn manneskja að eðlis- fari og ég held að það hafi hjálpað mér að rífa mig upp úr þunglyndinu. Ég varð smám saman ham- ingjusamari en auðvitað sætti ég mig aldrei við það að hafa misst svona mikið af sjóninni og orðið öryrki vegna lækna- mistaka. Ég hef kært mál mitt til landlæknis þar sem það er nú til umræðu og ég vona að eitt- hvað verði gert í málinu. Ég fæ aldrei sjónina aftur en kannski er hægt að koma í veg fyrir að fleiri verði fyrir svona sárum mistökum eins og ég. sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lc imilisl;nioiú er: Vik:m - „Lí('srevnsliisiij»a“, Seljavej*ur 2, 101 Keykjavík, NefCanjí: vikan@Crmli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.