Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 12
Fjöldi tækniliös keinur aö hverri utsendingu. Tveir kvik-
inyndatiikuinenn, sviösstjóri, stjórnandi útsendingar, aöstoð-
arinaöur stjórnanda, tæknist jóri, klippari, hljóöinaöur og
sminka eru iill nauösynlegur hlekkur í keöjunni til aö hlutirn
ir gangi vel lyrir sig.
kaffisins lenti á jakka Þor-
geirs og í undirskálinni. Nú
voru góð ráð dýr því aðeins
voru fjórar sekúndur í út-
sendingu og stjórn útsending-
ar var byrjuð að telja niður.
undirskálinni og dripp-dripp-
dripp heyrðist þegar kaffi-
dropar láku í stríðum straum-
um niður. Þetta hljómaði eins
og hávært fosshljóð í eyrum
viðstaddra en ekki er víst að
aldrei komið stjórnendum í
bobba, ekki áberandi alla
vega, en aðeins einu sinni
klikkaði viðmælandi á því að
mæta. í þannig tilfellum verð-
ur að skella tónlistarmynd-
bandi á ti! að jafna upp tím-
ann, að sögn Önnu Vigdísar.
Margrét
„Ég vakna klukkan hálf-
fimm og helli á könnuna. Þeg-
ar ég er búin að afgreiða
fyrsta hluta dagdraumanna í
daglegu freyðibaði er það
kaffið og nikótíntyggjóið sem
kemur mér í gang. Ég er mætt
í vinnuna rétt fyrir klukkan
sex, vel vöknuð og hress. Ég
byrja á því að fá mér kaffi-
bolla og skutla mér síðan á
Netið, les blöðin og „lýta-
lækningarnar" koma þar á
eftir. Ég drekk nokkra kaffi-
bolla til klukkan níu og fæ
mér síðan góðan og hollan
morgunverð í mötuneytinu.“
Þorgeir
„Ég fer bara í mitt árlega
bað um mitt sumar.“
Antia Vigdís í myndstjórn
„Ég vakna klukkan 4.15 og
drekk hálfan lítra af ísköldu
vatni. Fer í snögga sturtu og
fæ mér síðan vítamín, lýsi og
kannski bio-mjólk. Er mætt í
vinnuna klukkan fimm eins
og annað tæknifólk."
Anna Vigdís, stjórnandi út-
sendingar, sagði „Ups“, Krist-
inn sagði ásakandi: „Magga
þó!“ og blaðamaður hugsaði:
„Hvernig fer þetta?“ í ljós
kom að sannir fagmenn voru
við stjórnvölinn. Kristinn rétt
náði að koma sér í burtu áður
en þremenningarnir Margrét,
Þorgeir og Gunnar Smári
fóru í mynd. Þorgeir hélt á
bollanum og gerði sig líkleg-
an til að fá sér sopa af kaffinu.
Hávært slurphljóð heyrðist
þegar bollanum var lyft af
áhorfendur hafi tekið eftir
neinu. Þorgeir og Margrét
breyttu ekki um svip heldur
fóru að spjalla við Gunnar
Smára eins og ekkert hefði í
skorist. Þegar viðtalinu var
lokið sprungu þau úr hlátri og
Þorgeir þakkaði Kristni kær-
lega fyrir kaffið og bætti því
við að það væri eins gott að
jakkinn hans væri grábrúnn,
annars hefði hann orðið ansi
subbulegur. Svona óhöpp eru
þó afar fátíð en geta alltaf
gerst. Viðmælendur hafa
Dagdraumar í freyðibaði
og árlegt bað Þorgeirs
Þótt allt sýnist áreynslu-
laust liggur mikil vinna
á bak við hvern þátt.
Stjórnendur þurfa að
undirbúa sig vel og
vandlega svo allt renni
í gegn án hnökra. Mar-
grét og Þorgeir vinna
yfirleitt til hádegis,
leggja sig um miðjan
dag og mæta svo aftur
á kvöldin til að leggja
síðustu hönd á þáttinn
næsta morgun. „Vinn-
an fer aldrei úr huga
manns,“ segir Margrét.
„Ekki er óalgengt að
mig dreymi heilu
prógrömmin þessa
stund sem ég legg mig
á daginn. Þorgeir er
samt verri en ég því
honum finnst hann
aldrei vera búinn að
gera alveg nógu mikið
og ekki alveg nógu
vel...“
En hvernig hefst
vinnudagurinn?
lins og hendi sé ueifað
Morgunfólkið, bæði það sem vinnur fyrir framan myndavélina og
aftan við hana, á yfirleitt allt í vandræðum með svefn. Það þorir varla
að fara að sofa af hræðslu við að vakna ekki á réttum tíma. Snorri Már
er engin undantekning þar á. Hann prófaði nýlega einhvers konar
bætiefni sem áttu að hjálpa honum með svefn. Þær aukaverkanir
fylgdu að hendur Snorra bólgnuðu upp og urðu þrefaldar að stærð.
Þau Guðrún urðu þó sammála um að þetta yrði allt í lagi á meðan
hann væri ekki að veifa höndunum mikið. Þátturinn fór í loftið og
þau áttu að tala í eina mínútu og 45 sekúndur í upphafi hans. Guð-
rún byrjaði á að tala um rigninguna úti og að það rigndi eins og hendi
væri veifað. Þá lyfti Snorri óvart upp bólginni hönd og Guðrún bil-
aðist úr hlátri. Snorri smitaðist af hlátrinum og áhorfendur máttu
horfa á þau hlæja stjórnlaust í heila mínútu og tækniliðið gat ekkert
gert til að bjarga þeim út úr þessari uppákomu.
Fluguskr...!
Sjónarhorn umferðarmyndavélarinn-
ar (sem sýnir gatnamót Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar) er oftast
notað sem bakgrunnur í morgunfrétt-
unum. Fólkið í myndstjórn fór alveg
í kerfi nýlega þegar fluga settist beint
á þá linsu í miðjum fréttatíma. Verið
var að sýna myndband þá stundina
en afar stutt í að fréttamaðurinn, Ró-
bert Marshall, kæmi í mynd. Tæknilið-
ið horfði með hryllingi á þann skjá
sem sýndi Róbert því það var eins og
hann væri með risastórt skrímsli á öxl-
inni. Flugan virkaði svo ofboðslega
stór og ógeðsleg. Ekkert var hægt að
gera til að bjarga málum og niðurtaln-
ing var hafin. Þegar tvær sekúndur
voru í „klipp" á fréttamanninn flaug
fluguskrattinn sem betur fer í burtu.
Róbert vissi nákvæmlega hvað var í
gangi því hann heyrði æst tæknifólk-
ið tala um þetta í heyrnartólunum í
eyrum sér en var soddan fagmaður
að hann sýndi engin svipbrigði þegar
hann fór í loftið ... með feginsstunur
myndstjórnarfólksins í eyrunum.
12
Vikan