Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 15

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 15
Æ göngutúr með hundinn sinn, gekk að stúlkunni og spurði hvort hún gæti eitthvað að- stoðað hana. Stúlkan horfði hræðslulega á hana og sagði:1 „Hvarerég?“ Konansvaraði forviða: „Þú ert á Eyrar- bakka, vina mín. Stúlkunni brá mjög við' þetta svar og sagði: „Á EYRARBAKKA, ég bað strákana að skutla mér heim í Eyjabakka í Breiðholtinu!" Rómantík og rækjur! Fyrir mörgum árum á gömlu, góðu Aðalstöðinni var á dagskrá rólegur og róm- antískur helgarþáttur. Um- \ s sjónarmað- ur þáttarins var þaulvanur út- varpsmaður og þótti velja fal- lega og afar rómantíska tón- list. Eitt laugardagssíðdegið þegar hann var að afkynna lag sagði hann: „Það er róm- antíkin sem „ríður rækjum“ hjá okkur...“ Hann áttaði sig strax á því að eitthvað var bogið við kynninguna og reyndi að leiðrétta sig en án árangurs. Hann stamaði: „Ræ...rí...ræð...“ Að lokum gafst hann upp og setti nýtt lag á, miður sín yfir mistökun- um. Sér til afsökunar sagði hann starfsfélögum sínum, sem emjuðu af hlátri, að fyrr um daginn hefði hann gætt sér á djúpsteiktum rækjum og hefðu þær eflaust ráðið ríkj- um í huga hans þann daginn. Kattatungur í Glæsibæ var eitt sinn rek- in SS-verslun. Á kassanum vann ung menntaskólastúlka, mikill dugnaðarforkur. Einn daginn þegar mikið var að gera kom eldri maður að kassan- um til hennar og spurði: „Geturðu nokkuð sagt mér hvort þið eigið kattatungur?“ Stúlkan hugsaði sig um augnablik en svaraði síðan: „Nei, ég veit það ekki, gáðu í kjötinu!" En sú fjölskylda... Maður nokkur vann hjá Áfengiseftirlitinu í mörg ár. Eitt sinn sem oftar þurfti ■ hann að kaupa í matinn og I fór inn í fiskbúð. Þar hitti f hann gamlan kunningja sinn, eldri mann sem var farinn að missa heyrn og talaði því afar hátt. Þeir heilsuðust og síðan byrjaði sá gamli að spyrja með syngj- andi röddu sem glumdi yfir allt. „ÞÚ ERT ENN í BRENNIVÍNINU, ER ÞAÐ EKKI?“ Okkar maður jánkaði því og vissi að átt var við starf hans. „KONAN ENN í TUGTHÚSINU?“ spurði karlinn áfram. „Jú, jú,“ var svarið. Enda rétt því eiginkon- an var fangavörður í Reykjavík. Nú voru aðrir viðskiptavinir fiskbúðarinnar farnir að snúa sér við og gætti hneykslunar í svip sumra þeirra. „OG SON- URINN KOMINN Á HRAUNIÐ?" argaði gamli maðurinn enn og aftur yfir búðina. Eftirlitsmaðurinn gat ekki neitað því en sonurinn hafði nýlega hafið störf sem fangavörður á Litla-Hrauni. Andrúmsloftið í fiskbúðinni var orðið undarlegt, fólk starði á okkar mann, ým- ist alveg gáttað eða sam- úðarfullt og sumir stungu saman nefjum. Eftirlitsmann- inum fannst sér ekki lengur vært í fiskbúðinni og lét sig hverfa. Fjölskylda hans borð- aði bjúgu með kartöflumús þennan dag. Tarotspilin hennar Amyar Hin fræga stórspákona Amy Engilberts var eitt sinn á gangi eftir götu í Reykja- vík. Hún fékk allt í einu óstjórnlega löngun til að fleygja tarotspilunum sínum sem hún var löngu búin að fá leið á. Hún teygði sig niður í handtöskuna sína, tók stokk- inn upp úr henni og fleygði öllum spilunum ofan í nálæg- an húsgrunn. Á grunninum reis síðan verslanamiðstöðin Kringlan! Frábær hefnd Þekktur forstöðumaður kristins safnaðar á höfuð- borgarsvæðinu hefur þótt með afbrigðum handóður. Hann var víst svona strax á barnsaldri. Stúlka nokkur sem þekkti hann á æskuár- um þeirra lýsir honum þannig að þegar hann kom í heimsóknir til hennar hafi hann fært allar fínu stytt- urnar hennar úr stað í hillunum. Hann gerði þetta óafvitandi á með- an hann talaði við hana.. Stúlkan var alltaf lengi að taka til eftir að hann var farinn. Fyr- ir nokkrum árum var forstöðumaðurinn staddur á skrifstofu í Vestmannaeyjum og fór af gömlum vana að færa til muni sem stóðu á borðinu. Segja má að hann hafi verið eins og kolkrabbi sem teygði sig yfir allt skrifborðið og fiktað í öllu sem hann komst yfir. Maður- inn á skrifstofunni kunni ekki við að biðja hann að hætta þessu þótt hann væri orðinn pirraður. Þegar hann horfði síðan á forstöðumanninn grípa lítinn stauk af borðinu og opna ákvað hann að stein- þegja. Hann horfði með vax- andi ánægju á þegar forstöðu- maðurinn makaði lími á var- irnar á sér enda innihélt staukurinn ekki varasalva heldur límstift. Engum sögum fer af því hvort varaþurrkur- inn lagaðist. Salerni með vaski Þekkt ljóska í bænum, fyr- irsæta með meiru, var að gera upp íbúðina sína og vantaði meðal annars hreinlætistæki. Hún fór í B YKO og fann þar glæsilegt klósett og spurði hvað það kostaði. Afgreiðslu- maðurinn sagði: „Það kostar 15.000 krónur með vaski.“ Ljóskan var ánægð með verð- ið og pantaði klósettið sem var frekar ódýrt miðað við að heill vaskur fylgdi með. Hún fékk salernið sent heim til sín sam- dægurs og tók eftir að gleymst hafði að senda vaskinn með. Hún hringdi og kvartaði yfir þessu og varð fyrir sárum von- brigðum þegar henni var sagt að afgreiðslumaðurinn hefði átt við að klósettið kostaði þetta með virðisaukaskatti. Sá skattur var og er af sumum alltaf kallaður vaskur. Lumar þú á gúðri, sannri sögu sem þú vilt leyfa öðrum að njóta með þér? Skrifaðu okkur bréf, merkt Vikan/Sögur, Seljavegi 2, 101 Reykjavík eða sendu tölvupóst til gurri@frodi.is Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.