Vikan


Vikan - 01.08.2000, Síða 15

Vikan - 01.08.2000, Síða 15
Æ göngutúr með hundinn sinn, gekk að stúlkunni og spurði hvort hún gæti eitthvað að- stoðað hana. Stúlkan horfði hræðslulega á hana og sagði:1 „Hvarerég?“ Konansvaraði forviða: „Þú ert á Eyrar- bakka, vina mín. Stúlkunni brá mjög við' þetta svar og sagði: „Á EYRARBAKKA, ég bað strákana að skutla mér heim í Eyjabakka í Breiðholtinu!" Rómantík og rækjur! Fyrir mörgum árum á gömlu, góðu Aðalstöðinni var á dagskrá rólegur og róm- antískur helgarþáttur. Um- \ s sjónarmað- ur þáttarins var þaulvanur út- varpsmaður og þótti velja fal- lega og afar rómantíska tón- list. Eitt laugardagssíðdegið þegar hann var að afkynna lag sagði hann: „Það er róm- antíkin sem „ríður rækjum“ hjá okkur...“ Hann áttaði sig strax á því að eitthvað var bogið við kynninguna og reyndi að leiðrétta sig en án árangurs. Hann stamaði: „Ræ...rí...ræð...“ Að lokum gafst hann upp og setti nýtt lag á, miður sín yfir mistökun- um. Sér til afsökunar sagði hann starfsfélögum sínum, sem emjuðu af hlátri, að fyrr um daginn hefði hann gætt sér á djúpsteiktum rækjum og hefðu þær eflaust ráðið ríkj- um í huga hans þann daginn. Kattatungur í Glæsibæ var eitt sinn rek- in SS-verslun. Á kassanum vann ung menntaskólastúlka, mikill dugnaðarforkur. Einn daginn þegar mikið var að gera kom eldri maður að kassan- um til hennar og spurði: „Geturðu nokkuð sagt mér hvort þið eigið kattatungur?“ Stúlkan hugsaði sig um augnablik en svaraði síðan: „Nei, ég veit það ekki, gáðu í kjötinu!" En sú fjölskylda... Maður nokkur vann hjá Áfengiseftirlitinu í mörg ár. Eitt sinn sem oftar þurfti ■ hann að kaupa í matinn og I fór inn í fiskbúð. Þar hitti f hann gamlan kunningja sinn, eldri mann sem var farinn að missa heyrn og talaði því afar hátt. Þeir heilsuðust og síðan byrjaði sá gamli að spyrja með syngj- andi röddu sem glumdi yfir allt. „ÞÚ ERT ENN í BRENNIVÍNINU, ER ÞAÐ EKKI?“ Okkar maður jánkaði því og vissi að átt var við starf hans. „KONAN ENN í TUGTHÚSINU?“ spurði karlinn áfram. „Jú, jú,“ var svarið. Enda rétt því eiginkon- an var fangavörður í Reykjavík. Nú voru aðrir viðskiptavinir fiskbúðarinnar farnir að snúa sér við og gætti hneykslunar í svip sumra þeirra. „OG SON- URINN KOMINN Á HRAUNIÐ?" argaði gamli maðurinn enn og aftur yfir búðina. Eftirlitsmaðurinn gat ekki neitað því en sonurinn hafði nýlega hafið störf sem fangavörður á Litla-Hrauni. Andrúmsloftið í fiskbúðinni var orðið undarlegt, fólk starði á okkar mann, ým- ist alveg gáttað eða sam- úðarfullt og sumir stungu saman nefjum. Eftirlitsmann- inum fannst sér ekki lengur vært í fiskbúðinni og lét sig hverfa. Fjölskylda hans borð- aði bjúgu með kartöflumús þennan dag. Tarotspilin hennar Amyar Hin fræga stórspákona Amy Engilberts var eitt sinn á gangi eftir götu í Reykja- vík. Hún fékk allt í einu óstjórnlega löngun til að fleygja tarotspilunum sínum sem hún var löngu búin að fá leið á. Hún teygði sig niður í handtöskuna sína, tók stokk- inn upp úr henni og fleygði öllum spilunum ofan í nálæg- an húsgrunn. Á grunninum reis síðan verslanamiðstöðin Kringlan! Frábær hefnd Þekktur forstöðumaður kristins safnaðar á höfuð- borgarsvæðinu hefur þótt með afbrigðum handóður. Hann var víst svona strax á barnsaldri. Stúlka nokkur sem þekkti hann á æskuár- um þeirra lýsir honum þannig að þegar hann kom í heimsóknir til hennar hafi hann fært allar fínu stytt- urnar hennar úr stað í hillunum. Hann gerði þetta óafvitandi á með- an hann talaði við hana.. Stúlkan var alltaf lengi að taka til eftir að hann var farinn. Fyr- ir nokkrum árum var forstöðumaðurinn staddur á skrifstofu í Vestmannaeyjum og fór af gömlum vana að færa til muni sem stóðu á borðinu. Segja má að hann hafi verið eins og kolkrabbi sem teygði sig yfir allt skrifborðið og fiktað í öllu sem hann komst yfir. Maður- inn á skrifstofunni kunni ekki við að biðja hann að hætta þessu þótt hann væri orðinn pirraður. Þegar hann horfði síðan á forstöðumanninn grípa lítinn stauk af borðinu og opna ákvað hann að stein- þegja. Hann horfði með vax- andi ánægju á þegar forstöðu- maðurinn makaði lími á var- irnar á sér enda innihélt staukurinn ekki varasalva heldur límstift. Engum sögum fer af því hvort varaþurrkur- inn lagaðist. Salerni með vaski Þekkt ljóska í bænum, fyr- irsæta með meiru, var að gera upp íbúðina sína og vantaði meðal annars hreinlætistæki. Hún fór í B YKO og fann þar glæsilegt klósett og spurði hvað það kostaði. Afgreiðslu- maðurinn sagði: „Það kostar 15.000 krónur með vaski.“ Ljóskan var ánægð með verð- ið og pantaði klósettið sem var frekar ódýrt miðað við að heill vaskur fylgdi með. Hún fékk salernið sent heim til sín sam- dægurs og tók eftir að gleymst hafði að senda vaskinn með. Hún hringdi og kvartaði yfir þessu og varð fyrir sárum von- brigðum þegar henni var sagt að afgreiðslumaðurinn hefði átt við að klósettið kostaði þetta með virðisaukaskatti. Sá skattur var og er af sumum alltaf kallaður vaskur. Lumar þú á gúðri, sannri sögu sem þú vilt leyfa öðrum að njóta með þér? Skrifaðu okkur bréf, merkt Vikan/Sögur, Seljavegi 2, 101 Reykjavík eða sendu tölvupóst til gurri@frodi.is Vikan 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.