Vikan


Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 23

Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 23
Gamli og nýi tímínn Ungverjar hafa ekki farið varhluta af vaxandi verslun fremur en aðrar þjóðir sem eru að hasla sér völl í nútím- anum og nýlega var opnað í Búdapest eitthvert stærsta verslunarhús í Evrópu, West End City Center. Lilja segir að það sé bæði gaman og gott að versla í Búdapest, þar sé ekki aðeins hægt að kaupa nýtísku varning, eins og í öðr- um evrópskum borgum, held- ur má einnig finna þar tísku- vöru, t.d. skó frá því á sjöunda áratug síðustu aldar! Ungverjar eru þó frægastir fyrir handavinnu sína og postulínsvörur, veggteppi og handunna og útsaumaða dúka, bæði hvíta og litskrúð- uga, en þessar vörur eru vin- sælustu minjagripirnir þaðan. Menning og listir Menning og listir eru í há- vegum hafðar í þessari borg og þar er eitt besta listaverka- safn í Evrópu, Ungverska listaverkasafnið, auk fjölda annarra safna. Þar er einnig að finna eitt fallegasta óperu- hús í Evrópu, sem þarf því engan að undra þvf tónlistin er Ungverjum í blóð borin, enda eiga mörg heimsfræg tónskáld rætur sínar að rekja þangað, s.s. Liszt, Kodály, Lehár og Bela Bartók. Allir hljóta að heillast af tónlist Ung- verjanna, ekki hvað síst hinni seiðandi sígaunatónlist sem ólgaríblóð- inu og töfrar fram hlátur og grát þeirra sem á hlýða. Dansar og þjóðbúning- ar Ungverjanna eru líka heill- andi og litagleð- in í búningunum og takturinn í tónlistinni lætur engan ósnort- inn. Ungverska sléttan Þeir sem koma til Búda- pest ættu að nota tækifærið til að fara í skoð- unarferð út á sléttuna. Ung- verska sléttan er EJkvJ 1J&'sJW r \ t 1 “ '■ V,. '+'m | eittgjöfulasta landbúnaðar- svæði í álf- unni og þess má geta að hún var forðabúr Hitlers í síð- ari heims- styrjöldinni. Sléttan er sannkallað ævintýraland fyrir að- komumenn en þar eru af- arstór bónda- býli sem áður voru samyrkjubú. A sléttunni er hægt að kynnast upp- runalegri menningu frumbyggjanna, Magyaranna. Þar gefst meðal annars tækifæri til að fara í stuttar ferðir í hestvagni með hina stóru og glæsilegu arab- ísku hesta spennta fyrir og til að horfa á jjjóðdansa. Kom- ið er við á býli þar sem hægt er að hlusta á tónlist þeirra og söngva, smakka á frábærum réttum og vínum og kynnast einstakri reiðlist heima- manna. Búdapest er ævintýraland þeirra sem vilja kynnast öðr- um heimi því menning og um- hverfi í borginni er gjörólíkt því sem við Islendingar eigum að venjast af ferðum okkar um Evrópu. Þeir sem heim- sækja borgina falla skilyrðis- laust fyrir töfrum hennar og flestir eiga sér þann draum að koma þangað aftur. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.