Vikan - 01.08.2000, Blaðsíða 23
Gamli og nýi tímínn
Ungverjar hafa ekki farið
varhluta af vaxandi verslun
fremur en aðrar þjóðir sem
eru að hasla sér völl í nútím-
anum og nýlega var opnað í
Búdapest eitthvert stærsta
verslunarhús í Evrópu, West
End City Center. Lilja segir
að það sé bæði gaman og gott
að versla í Búdapest, þar sé
ekki aðeins hægt að kaupa
nýtísku varning, eins og í öðr-
um evrópskum borgum, held-
ur má einnig finna þar tísku-
vöru, t.d. skó frá því á sjöunda
áratug síðustu aldar!
Ungverjar eru þó frægastir
fyrir handavinnu sína og
postulínsvörur, veggteppi og
handunna og útsaumaða
dúka, bæði hvíta og litskrúð-
uga, en þessar vörur eru vin-
sælustu minjagripirnir þaðan.
Menning og listir
Menning og listir eru í há-
vegum hafðar í þessari borg
og þar er eitt besta listaverka-
safn í Evrópu, Ungverska
listaverkasafnið, auk fjölda
annarra safna. Þar er einnig
að finna eitt fallegasta óperu-
hús í Evrópu, sem þarf því
engan að undra þvf tónlistin
er Ungverjum í blóð borin,
enda eiga mörg heimsfræg
tónskáld rætur
sínar að rekja
þangað, s.s.
Liszt, Kodály,
Lehár og Bela
Bartók. Allir
hljóta að heillast
af tónlist Ung-
verjanna, ekki
hvað síst hinni
seiðandi
sígaunatónlist
sem ólgaríblóð-
inu og töfrar
fram hlátur og
grát þeirra sem
á hlýða. Dansar
og þjóðbúning-
ar Ungverjanna
eru líka heill-
andi og litagleð-
in í búningunum
og takturinn í
tónlistinni lætur
engan ósnort-
inn.
Ungverska
sléttan
Þeir sem
koma til Búda-
pest ættu að
nota tækifærið
til að fara í skoð-
unarferð út á
sléttuna. Ung-
verska sléttan er
EJkvJ
1J&'sJW r \ t 1 “ '■ V,. '+'m |
eittgjöfulasta
landbúnaðar-
svæði í álf-
unni og þess
má geta að
hún var
forðabúr
Hitlers í síð-
ari heims-
styrjöldinni.
Sléttan er
sannkallað
ævintýraland
fyrir að-
komumenn
en þar eru af-
arstór bónda-
býli sem áður
voru
samyrkjubú.
A sléttunni
er hægt að
kynnast upp-
runalegri
menningu frumbyggjanna,
Magyaranna. Þar gefst meðal
annars tækifæri til að fara í
stuttar ferðir í hestvagni með
hina stóru og glæsilegu arab-
ísku hesta spennta fyrir og til
að horfa á jjjóðdansa. Kom-
ið er við á býli þar sem hægt
er að hlusta á tónlist þeirra og
söngva, smakka á frábærum
réttum og vínum og kynnast
einstakri reiðlist heima-
manna.
Búdapest er ævintýraland
þeirra sem vilja kynnast öðr-
um heimi því menning og um-
hverfi í borginni er gjörólíkt
því sem við Islendingar eigum
að venjast af ferðum okkar
um Evrópu. Þeir sem heim-
sækja borgina falla skilyrðis-
laust fyrir töfrum hennar og
flestir eiga sér þann draum að
koma þangað aftur.
Vikan 23