Vikan


Vikan - 01.08.2000, Side 29

Vikan - 01.08.2000, Side 29
dálítið blá þegar hún fæddist og því var strax farið með hana í einhverjar rannsókn- ir. Eg var því skilin eftir ein með mannin- um mínum inni á fæð- ingarstofunni og bjóst við að það kæmi hjúkrunarfræðingur aftur til mín eftir smá- stund. Það var nú öðru nær. Ég hreint og beint „gleymdist" inni á stofunni og lá þar ósaumuð og óþrifin í langan tíma þar til ég hafði sjálf rænu á því að senda manninn minn fram til að spyrja hvort ég ætti bara sjálf að fara í sturtu. Þá áttaði ein- hver hjúkrunarfræð- ingurinn sig á því að ég var enn inni á fæð- ingarstofunni og kom og hjálpaði mér. Sem betur fer reyndist dóttir mín fullkomlega heilbrigð en vegna veikinda minna var ákveðið að ég yrði í nokkra daga á fæðingardeildinni. Þeir dagar voru hreint og beint hörmulegir. Ég fékk alltof litla hjálp með barnið og fannst ég alltof oft skilin eftir í reiðileysi þar sem ég lá hálfblind með kornabarn hjá mér. Það helltist yfir mig mikið þunglyndi og reiði vegna þessarar meðferðar og veik- indanna sjálfra og ég grét nánast stanslaust allan tímann sem ég var á sjúkra- húsinu. Ég var mjög þunglynd í marga mánuði á eftir og átti erfitt með að sætta mig við fötlun mína. Ég missti allan áhuga á manninum mínum, var mjög lítil í mér og ein- mana og vildi helst ekki fara út úr húsi. Ég er þó frekar bjartsýn manneskja að eðlis- fari og ég held að það hafi hjálpað mér að rífa mig upp úr þunglyndinu. Ég varð smám saman ham- ingjusamari en auðvitað sætti ég mig aldrei við það að hafa misst svona mikið af sjóninni og orðið öryrki vegna lækna- mistaka. Ég hef kært mál mitt til landlæknis þar sem það er nú til umræðu og ég vona að eitt- hvað verði gert í málinu. Ég fæ aldrei sjónina aftur en kannski er hægt að koma í veg fyrir að fleiri verði fyrir svona sárum mistökum eins og ég. sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lc imilisl;nioiú er: Vik:m - „Lí('srevnsliisiij»a“, Seljavej*ur 2, 101 Keykjavík, NefCanjí: vikan@Crmli.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.