Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 8

Vikan - 19.09.2000, Page 8
að eyða eins mikilli orku í áreynslu eða til að halda á sér hita. Fólk getur þó aukið raunefnaskipti sín með auk- inni hreyfingu og áreynslu. Því hærri raunefnaskipti sem fólkhefurþvíþægilegra erað lifa ef við getum orðað það svo. Fólk er mjög fastheldið á mataræði og breytir því ekki svo gjarnan. Ef fólk neytir daglega matar umfram það sem það í rauninni þarfnast þá safnar það smám saman á sig fitu. Því hraðari sem raunefnaskiptin eru því meira getum við borðað og minna er af boðum og bönnum varð- andi fæðuval. Vöðvar brenna mikilli orku og hreyfing bygg- ir upp vöðva. Hreyfingin er því ekki síður mikilvæg en mataræðið þegar takast á við offitu.“ Eg borða ekkert en fitna samt! Ludvig segir að til þess að léttast þurfi fólk að breyta þeim þáttum í lifnaðarháttum sínum sem hafi leitt til að það sé orðið of feitt. „Lífsstfll er rótgróinn í fólki og ekki svo auðvelt að breyta honum en fólk á ekki annarra kosta völ ef það ætlar að ná árangri við að megra sig. Til þess að hjálpa fólki til langframa þá verður maður að reyna að koma því þannig fyrir að það komist á jafnvægi milliorku- neyslu, þess sem það borðar, og orkubrennslu, hversu mik- ið það reynir á sig líkamlega og hreyf- ir sig. Fólk á ekki að fara í einhverja píslarvættisgöngu þar sem það neitar sér um allt og jafn- vel hættir að fara á mannamót og sækja veislur og saumaklúbba og kvíðir stórhátíðum. Fólk verður að koma fæðuvali og hreyfingu í þann farveg að það sé þeim eðlilegt í dag- legu lífi,“ segir hann ákveðinn. Hann segir að flestir þurfi aðstoð til þess að greina hvers vegna þeir fitna og hvernig þeir geti komið í veg fyrir það. „Auðvitað vita flestir að ef maður borðar of mikið og hreyfir sig of lítið þá fitnar maður. En til þess að vita ná- kvæmlega hvar skórinn kreppir að þá verður fólk að fara ofan í saumana á lífsstíl sínum, mataræði og hreyf- ingu. Því ef gerum okkur ekki grein fyrir hvað við erum að gera rangt þá getum við ekki leiðrétt vitleysurnar.“ Heíðarleikinn borgar sig Ludvig segir að fólk þurfi að vera heiðarlegt við sjálft sig, en það sé oft erfitt. „Það kemur til mín fólk og segir: „Ég borða nánast ekkert en fitna samt“. Það er ekki vís- vitandi að blekkja mig held- ur trúir það þessu sjálft. A meðanfólk erþannigstattog kemst ekki lengra þá er erfitt að hjálpa því.“ Hann segir að þegar fólk sé að bera sig saman við aðra þá sé það oft að bera saman mjög afmörkuð tímabil í sól- arhringnum. „Það situr ef til vill til borðs með vinnufélaga sínum. Vinnufélaginn borð- ar meira en viðkomandi sem þá telur sér trú um að þetta sér raunin á öllum öðrum tímum sólarhringsins, um kvöld, helgar og milli mála. Þetta ereintegundinafsjálfs- blekkingu og það sama gildir um hreyfinguna. Fólk sem er yfir kjörþyngd er að bera sig saman við einhvern sem er grannur og virðist í fljótu bragði hreyfa sig minna en það. Samanburðurinn er ekki alltaf rökréttur eða raunhæf- ur,“ segir Ludvig og brosir. Megrunarkúrar varhuga- verðir Ludvig leggur mikla áherslu á að fólk á ekki að fara í stranga megrun eða megrunarkúra og segir að margir kúrar geti hreint og beint verið varhugaverðir. „Megrunarkúrar standa mis- lengi, allt frá einum degi upp í nokkrar vikur, en aldrei mjög lengi. Þeir taka enda og þá fer fólk oft í sama gamla neyslumynstrið því kúrarnir leggja sjaldnast áherslu á rétt og eðlilegt mataræði. Fæðið er oft einhæft og fólk getur jafnvel orðið fyrir næringar- skorti. Mjög oft er fólk fljótt að bæta því á sig sem það missti og getur jafnvel fitnað meira en áður því líkaminn dregur sjálfkrafa úr orku- brennslunni þegar hann fær ekki næga næringu." En hvaða ráðleggingar viltu gefa fólki sem vill ná var- anlegum árangri í baráttunni við umframþyngdina? „Ef fólk ætlar að ná varanlegum árangri þá verður það að venja sig á mataræði sem gengur til frambúðar eða því sem næst. Það á aldrei að svelta sig og umfram allt á maturinn að vera góður jafn- framt því að vera næringar- fræðilega rétt saman settur. Það á ekki að borða mat sem manni finnst vondur, til þess endist enginn í langan tíma. Ég ráðlegg fólki sem ætlar að ná af sér kílóum að borða fyrstu vikurnar pínulítið und- ir grunnefnaþörf. Síðan ráð- legg ég því að auka hreyfingu en það er hún sem stjórnar hraðanum á brennslunni. Það er best ef að sú hreyfing get- ur komið á eðlilegan hátt inn í daglegt líf, eins og að ganga eða hjóla í vinnuna eða fara upp og niður stiga í stað þess að taka lyftu, þannig að hún verði fastur og reglulegur lið- ur en ekki sérstök aðgerð eða athöfn. Það verður að vera gam- an Ludvig leggur áherslu á fólk þurfi að velja sér það form hreyfingar sem því þyki skemmtilegast. „Fólk þarf ekki að fara í tækjasal og púla þar ef því finnst það ekki skemmtilegt. Göngutúrar, fjallgöngur, skokk, hjólreiðar, sund og badminton eru dæmi um mjög góða almenna hreyfingu sem reynir á stóra vöðvahópa. Dans er einnig mjög góð og skemmtileg hreyfing og örugglega allt of lítið notaður í þeim tilgangi. Fólk verður að varast að of- reyna sig, fara rólega af stað og bæta síðan smátt og smátt við sig. Það hefur ekkert upp á sig að vera með gassagang eða keyra sig áfram. Þá eru líkurnar meiri á að fólki finn- ist þetta vera of erfitt og hætti áður en það fer að finna mun á sér líkamlega. Tíminn sem fólk eyðir í hreyfinguna skipt- ir meira máli hvað varðar orkubrennsluna þegar til langs tíma er litið heldur en keyrslan og átakið. Ég ráðlegg fólki að léttast ekki um meira en 300-500 grömm á viku. Fólki finnst þetta oft lág tala en það eru nú hvorki meira né minna en 15-25 kg á ári,“ segir Ludvig og brosir. „Það er mjög mikilvægt að fólk reyni að finna sitt eigið mynstur þar sem það er bæði sátt við mataræðið, sem það velur sér og að það fái til- skilda næringu og hreyfingin verði eðlilegur hluti af lífi þess. Þegar svo er komið, er fólk hætt í megrun en heldur samt áfram að grennast. Það er hámarksárangur. Nokkrir sem ég hef aðstoðað hafa komið til mín og sagt: „Ég er hættur í megrun en samt held ég áfram að grennast“ og þá verð ég rosalega glaður," seg- ir Ludvig og hlær innilega. 8 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.