Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 11

Vikan - 19.09.2000, Page 11
lingur er lagður inn í nokkrar vik- ur og er ásamt því að vera í hug- rænni atferlismeðferð, í líkam- legri endurhæfingu, sjúkra- og iðjuþjálfun. Meðferðin er því mjög markviss. Hugsanaferli þunglyndissjúklinga einkennist mjög af dökkum og döprum hugsunum. Beck fór því að vinna við að hjálpa fólki að koma auga á tengslin milli hugsana og til- finninga. Fyrst kemur hugsun og svo kemur tilfinning. Til dæmis kemur hugsunin: „Ég er ómögu- legur“ fyrst en tilfinningin, van- líðanin og depurðin kemur eftir á. Þessar hugsanir hafa þá nátt- úru að fara mjög hratt í gegnum hugann og viðkomandi hættir að taka eftir þeim. Þær verða sjálf- virkar og okkur líður illa en við áttum okkur ekki á því að vanlíð- anin stafar af því að við hugsuð- um neikvæða og erfiða hugsun,“ segir Helga. Pétur kveður hugrænu aðferð- ina þó ekki vera allsherjarlausn fyrir alla. „í meðferðinni er far- ið eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, og stuðst við dagskrá sem er mjög nákvæm. Sjúklingur kemur í viðtal 14-16 sinnum á 10-12 vik- um og í hverju viðtali er fyrir- fram ákveðið hvað á að ræða. Meðferðin byggir ennfremur að miklu leyti á heimavinnu sjúk- lings þar sem hann leggur mat á virkni sína, hugsanir og tilfinn- ingar og skráir þetta allt sam- viskusamlega niður. Það er mjög einstak- lingsbundið hversu auðvelt fólkámeðað til- einka sér þessa tækni, sumir eiga auðveldara með það en aðrir eins og gerist og gengur með flesta hluti. Rann- sóknir benda samt til þess að hugræn atferlismeðferð hafi sam- bærileg áhrif á þunglyndi og lyfjameðferð og að langtímaár- angur meðferðarinnar sé talsvert góður og jafnvel betri en af lyfja- meðferð. Ef fólk dettur aftur nið- ur í þunglyndi seinna á það auð- veldara með að taka á því sjálft og gerir það jafnvel sjálfkrafa, því þetta er eins og að læra að hjóla, maður lærir grundvallaratriðin í eitt skipti fyrir öll,“ segir Pétur og fær sér sopa af tei. Hægt að kenna gömlum hundi að sitja Pétur og Helga eru sammála um og leggja áherslu á að það sé langt í frá vonlaust að kenna gömlum hundi að sitja. Grund- vallarreglan í hugrænu atferlis- meðferðinni er að greina og svara niðurrifshugsunum sem eru liður í þunglyndinu. í með- ferðinni er fólk þjálfað í að taka eftir hugsunum sem eru skaðleg- ar og stuðla jafnvel að þunglyndi. „Hugsanir þunglyndissjúklinga eru iðulega ekki í takt við raun- veruleikann, sérstaklega mat þeirra á sjálfum sér og framtíð- inni,“ segir Pétur og Helga bætir því við að ef þeir sem þjáðust af þunglyndi væru málarar þá not- uðu þeir sennilega aðeins svart- an lit til að mála með. Myndin af tilverunni verður þvf helst til einsleit. „Það eru gjarnan sömu setn- ingarnar sem endurtaka sig og á stuttum tíma getur það leitt til mikillar vanlíðunar," segir Pét- ur. „Fyrsta skrefið í átt að bata er að taka eftir þessum hugsun- um, greina þær og geta sagt við sjálfan sig: „Þetta eru niðurrifs- hugsanir, ég þarf að hugsa þetta betur“. Næsta skref sem er enn- þá erfiðara þegar manni líður illa er að svara þessum hugsunum og segja: „Er þetta nú örugglega hundrað prósent rétt hjá mér? Ég er nú kannski ekki svona ómögu- legur og vonlaus“ og finna rök fyrir því. Þótt það sé erfitt þá er það samt hægt og rökin á móti geta með markvissri þjálfun orð- ið alveg jafn sjálfvirkar og nið- urrifshugsanirnar.“ Helga kinkar kolli til sam- þykkis orðum Péturs og segir að jafnframt því að kenna fólki að bera kennsl á þessar hugsanir læri það að breyta atferlinu sem tengist þeim. „Til þess að breyta at- ferli þarf fólk að vita hvernig það er,“ segir hún. „Við látum sjúklinginn hafa svokallaða virknitöflu, en það er eitt afþeim tækj- um sem við notum til þess að hjálpa fólki að meta virkni sína. Verkefni sjúk- lingsins er að setja allt sem hann gerir í vikunni inn í töfluna og gefa einkunn frá einum og upp í tíu, bæði fyrir virknina og líðan- ina sem fylgir athöfnum hans og gjörðum hans. Það kemur þung- lyndissjúklingum oft mjög á óvart, þegar þeir gera slíka virknitöflu, hvað þeir gera í raun og veru mikið því sjálfum finnst þeim þeir aldrei gera neitt og vera nánast á allan hátt ómögu- legir.“ segir Helga og brosir. Fordómar á undanhaldi En er þunglyndi og kvíði að aukast á Vesturlöndum? „Vís- indamenn hafa reynt að svara þessu en nýjar rannsóknir benda ekki til þess að um verulega aukningu sé að ræða,“ segir Pét- ur. „Hins vegar hefur mönnum orðið tíðrætt um stóraukna notk- un þunglyndislyfja en skýringin á því er tvíþætt. í fyrsta lagi hafa á síðustu árum komið á markaðinn ný lyf, sem eru betri en þau eldri og hafa mun minni aukaverkan- ir og í öðru lagi hefur þekking al- mennings á geðsjúkdómum auk- ist og fordómar minnkað. Það hefur sýnt sig að í kjölfar umfjöllunar um geðsjúkdóma og meðferðarleiðir eru alltaf marg- ir sem vakna til vitundar og vilja leita sér hjálpar. Það er auðvitað mjög jákvætt en oft veit fólk samt ekki hvert það á að leita. í vetur sem leið stóð landlæknisembætt- ið að auglýsingaherferð um þunglyndi og í kjölfarið voru Pétur Hauksson geðlæknir: „Nú er mikíl áhersla lögð á leit að erfðavísum sem valda sjúkdómum og við festumst gjarnan í heírrí örlagatrú að sjúk- dómsgangurínn sé forrítaður í genunum og engin leið sé til að breyta bví nema e.t.v. með pví að nota lyf til að draga úr einkennunum, draga úr tiáningu genanna. Mér finnst að meíra fé mætti verja í aðra nálgun að pessu umfangsmikla vanda- máli sem geðraskanir eru pví pær kosta samfélag- ið stórfé og einstaklíngínn míklar pjáningar," Vikan 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.