Vikan


Vikan - 19.09.2000, Side 20

Vikan - 19.09.2000, Side 20
Endaði fallbyssukúlan uppi í rassinum á HómerP ma* Sumir horfa á annan hán á sjónvarp en aðrir. Glögg- skyggnir áhorfendur hafa tekið eftir klaufalegum mis- tökum í uinsælum sjónvarpshánum, mistökum sem hinn venjulegi meðaljón sér ekki. Huernig væri að prófa að horfa á uppáhaldsháttinn sinn með öðrum og gagn- rýnni augum? Eins og margir muna var Frasier per- sóna í Staupasteini (Cheers) og í einum þættinum þar lýsti hann því yfir að faðir hans væri dáinn. í þátt- unum um Frasier er Martin, faðir hans, ekki aðeins lifandi heldur leikur hann eina af aðalpersónun- um. í þættinum þar sem Frasier fór á stefnu- mót með konu (sem leikin var af Ritu Wil- son) sem líktist móð- ur hans mjög fóru þau saman í helgarferð í sumarbústað. Rita var með svarta tÖSku á öxlinni í einu skotinu, í því næsta var engin taska sjáanleg og þegar myndavélin beindist í þriðja sinn að henni var taskan aft- ur komin á öxl hennar. Simpson fjölskyldan í einum þættinum var fall- byssukúlum skotið að Hómer. Fyrsta kúlan hitti hann og rúllaði síðan undir fæturna á honum. Hómer settist ofan á hana en augna- bliki síðar þegar hann stóð Geðflækti gcðlæknirinn upp var kúlan horfin. Það kom út eins og hún hefði horfið upp í rassinn á honum. í þættinum þar sem Hómer ræktaði „tomacco“ plöntur yfirgaf fjölskyldan Spring- field og faldi sig uppi í sveit. Þau fóru á sueitabæinn þar sem Hómer ólst upp og fengu áfall þegar þau sáu að þvottabirn- ir höfðu gert sig heimakomna þar. Þeir sem sáu þáttinn um afann og Hómer þar sem þeir voru að selja ástardrykk und- ir nafninu „Simpson og son- ur“ muna eftir að gamla æskuheimili Hómers brann til ösku í þeim þætti. í nýlegum þætti sást Marge fara á bílnum sínum með pakka til góðgerðafélags. Bart Simpson. Frasier í einum þættinum bað Martin (pabbinn) Frasier um að setja nuddkerfið í hæg- indastólnum sínum í sam- band með því að nota frarn- lengingarsnúru. I öðrum þætti sagði Martin að hann hefði setið í þessum stól þeg- ar synir hans fæddust og þeg- ar Neil Armstrong gekk á tunglinu. Stólar sem nudda voru ekki fáanlegir fyrr en seint á áttunda áratugnum eða snemma á níunda ára- tugnum. Ofan á bílnum hennar voru fjólublá Skíði. Þegarfjölskyld- an fór síðan á skíði var enginn fjölskyldumeðlimur á fjólu- bláum skíðum. Trúðurinn Krusty var að syngja þjóðsönginn í sjón- varpinu. Eftir fyrstu setning- arnar gleymdi hann textanum og fór að skammast yfir því að hann hefði ekki séð texta- spjöldin (fyrir aftan myndavél- arnar) nógu vel. EN!!! I mörgum öðrum þátturn hefur komið í ljós að Krusty er ólæs. Svona spjöld hefðu því ekki breytt neinu. Seinfeld Margar þversagnir eru um baðvenjur Kramers í þáttun- um um Jerry Seinfeld. Þegar '■•?3 George var að j fara í Sturtu í ein- um þættinum spurði Elaine ; Kramer hvort hann færi stund- um í sturtu og hann svaraði: „Ég fer í bað.“ En í þættinum þar sem vatns- sparandi sturtu- haus kom við sögu lýsti Kramer því yfir við Jerry hvað honum fyndist ógeðslegt að baða sig í bað- kari.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.