Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 38

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 38
Texti: Steingerður Ste i narsdó11 i r Leyndardómsfullt líf geisjunnar Nýtt æði uirðist hafa grip- ið um sig meðal Vestur- landabúa og hað eru iapönsku geisjurnar. Klæðnaður sem minnir á peirra klæðnað er í tísku, pekktar konur eíns Björk eru Ijósmyndaðar í slíkum búningum og Ijósmynd- irnar sýndar í menningar- borgum Evrópu árið 2000. BBC gerði heimildakvik- mynd um líf geisjanna sem heitir The Secret Ufe of the Geisha og mynd- bandið er um bessar mundir til sölu í flestum myndabandaverslunum og gengur vel. Margir vilja rekja upphaf bessa æðis til útkomu hókar Arthurs Golden Minn- ingar geisju, eða Memoirs of a Geisha, árið 1997. Bókin var umsvifalaust metsölubók og var þýdd á ótal tungumál. Þetta er heillandi saga sem gerist í Gion, geisjuhverfinu í Kyoto, og aðalsöguhetjunum er lýst einstaklega vel. Valdabarátta og hinn nánast pólitíski hrá- skinnsleikur sem konurnar iðka í bókinni gera hana æsispennandi en hvort átök sem þessi hafa ver- ið iðkuð meðal kvennanna eða ekki er erfitt að segja. Arthur Golden hefur mastersgráðu í j ap- anskri sögu og hann bjó í Japan árum saman. Hann notaði þann tíma vel til að rannsaka heim geisjanna og er sennilega allra best að sér meðal Vesturlanda- búa í lifnaðarháttum þeirra. Bók hans um þennan heillandi, dulúðuga heim, þar sem konur einar ráða ríkjum, er því senni- lega nokkuð áreiðanleg í því er snýr að lærdómi þeirra og daglegum siðvenjum. Bandarískur mannfræð- ingur sem gerðist geisja og bjó í Gion í þó nokkurn tíma í þeim tilgangi að afla upplýsinga um lifnaðar- hætti þeirra fyrir doktorsritgerð sína, og viðtal er við í heimilda- mynd BBC, lýsir samskiptum kvennanna þannig að frekar virðist um systraþel að ræða en beinharða samkeppni þar sem hver og einn verður að duga eða drepast. Lengi vel töldu Vesturlanda- búar að geisjur væru aðeins fín- ar og dýrar vændiskonur en svo einfalt er málið ekki. Karlmenn kaupa tíma þeirra og félagsskap og þær eru þjálfaðar í því frá barnæsku að geðjast karlmönn- um. Þær eru auk þess þjálfaðar í sérstökum hljóðfæraslætti og dansi, kennd samræðulist og þær eru sérfræðingar í að hylja allt en gefa þeim mun meira í skyn. Líkamar þeirra eru erótísk hljóð- færi sem þær kunna út í hörgul að leika á. í heimildakvikmyndinni er stöðu þeirra líkt við stöðu of- urfyrirsætunnar í hinum vest- ræna heimi. Þær ná mislangt, sumar njóta geysilegra vinsælda og það er nánast stöðutákn að geta keypt félagsskap þeirra eitt kvöld. Þessar konur eru mjög tekjuháar og lifa í vellystingum praktuglega. Þær eiga verðmæta forna sloppa, „kimono“, sem unnir eru úr vandaðasta silki og með öllum fylgibúnaði eru sum- ir metnir á þó nokkrar milljónir. Hversu marga slíka sloppa geisja á segir til um velgengni hennar og hæfni. Fegurð tryggir ekki endi- lega uinsældir Athyglisvert er þó að geisjurn- ar geta notið vinsælda þótt þær séu ekki fallegar eða bráðungar. Hæfni þeirra í samræðulist og persónuleiki ræður þar oft miklu um og þess eru dæmi að geisjur á sextugsaldri hafi notið mikilla vinsælda og virðingar. Þetta er allsendis ólíkt því sem yfirleitt gengur og gerist í heimi vestrænna fyrirsætna. Þær byrja ungar í faginu eins og geisjurnar en hætta yfir- leitt bráðungar líka. Margar fara þá út í að reka eigin umboðsskrif- stofur líkt og geisjurnar eigin geisjuhús eða okiya. Geisjurnar taka að sér ungar stúlkur, mennta þær með miklum tilkostnaði í þeim tilgangi að fá fjárfestinguna margborgaða aftur þegar stúlkan fer að vinna fyrir sér. Stúlkurnar búa í sínu okiya þar til skuldin við það er greidd upp og húsið sér um að taka við og bóka tíma þeirra. Umboðsskrifstofurnar aðstoða ungar stúlkur við að koma sér upp möppum með ljós- myndum, kynna þær og sjá um að útvega þeim verkefni. Kannski er hér komin skýring- in á því hvers vegna heimur geisj- anna hefur náð að fanga huga Vesturlandabúa og þá sérstak- lega kvenna. Svo virðist sem þarna séu á ferð konur sem njóta mikillar virðingar og aðdáunar samborgara sinna á sama hátt og fyrirsætur en án þeirra ströngu útlitskrafna sem gerðar eru á Vesturlöndum. Aðrir þættir eins og skapgerð, persónuleiki og hæfileikar hafa ýmislegt að segja líka. En heimur geisjunnar er samt sem áður kröfuharður. Þær giftast ekki en margar velja sér ástmenn og því ríkari því betri. Þótt margar eigi börn er líf þeirra sennilega að mörgu leyti ekki heppilegt til að rækta fjölskyldu. Þær vinna á kvöldin og oft fram á nætur og eru því sennilega dauðþreyttar fram eftir degi. Geisjurnar hafa engin lífeyris- réttindi og geta engar lagalegar kröfur gert gagnvart ástmönnum sínum, hvorki til handa sér né börnum sínum. Þær háu tekjur sem þær hafa eru sennilega í ljósi þessa fyllilega réttlætanlegar og þótt þær njóti virðingar lifa þær oft eins og nunnur í hverfum sín- um, bundnar af margra alda hefðum. Varla er hægt að ímynda sér að slíkt líf sé eftirsóknarvert nú á tímum þegar konur almennt hafa um svo margt að velja. Geisjustéttin er þó alls ekki út- dauð og ungar japanskar nútíma- stúlkur velja sér þetta starf sjálf- viljugar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.