Vikan


Vikan - 19.09.2000, Síða 40

Vikan - 19.09.2000, Síða 40
BARNAJAKKIIIIIEÐ KRAGA OG VSSUM Upplýsingar um hvar Tinnugarnið fæst í síma 565-4610. Stærðir: (1/2) 1 (2) 3 (4) ára. Stærðir á flíkinni: Yfirvídd: (60) 66 (71) 76 (81) sm. Sídd: (29) 32 (35) 38 (41) sm. Ermasídd: (18) 21 (23) 25 (27) sm. LANETT Superwash Fjöldi af dokkum: Beinhvítt LANETT nr. 103/1012: (4) 4 (5) 5 (6). ADDI prjónar frá Tínnu. Við mælum með BambUS prjónum. Prjónar nr. 2, 2,5 og 3. Sokkaprjónar nr. 2,5 °g 3. Gott að eiga: Merkihringi, prjónanæiur, prjónamál, þvotta- merki fyrir LANETT. Fylgihlutir: (5) 6 (6) 7 (7) tölur. Prjónfesta á LANETT 30 lykkjur með sléttu prjóni á prjóna nr. 3 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. ATHUGIÐ að allar mælingar eru gerðar þegar kanturinn er samanrúllaður. Fram- og bakstykki: Fitjið upp á prjóna nr. 2 (188) 204 (220) 236 (252) lykkjur. Prjónið 7 prjóna með sléttu prjóni í kant (fyrsti prjónninn er á röngunni = brugðinn). Strákahnepping: Fellið af 8 lykkjur í byrjun síð- asta prjóns (=frá röngunni). Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og prjónið stroff samkvæmt munstrinu. Athugið að fyrsta og síðasta lykkj- an á prjóninum er alltaf slétt = kantlykkja og er ekki ekki hluti af munstrinu. Stelpuhnepping: Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og fellið af 8 lykkjur í upphafi næsta prjóns (= fá réttunni). Prjónið nú stroff og prjónið alltaf fyrstu og síðustu lykkju á prjóninum slétta = kantlykkjur. Pær eru ekki hluti af munstr- inu. Báðar gerðir: Nú eru (180) 196 (212) 228 (244) lykkjur á prjóninum. Prjónið 10 umferðir stroff, 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur. Skipt- ið nú yfir á prjóna nr. 3 og prjónið munstur fram og til baka og munið eftir kantlykkjun- um. Pegar stykkið mælist (16) 17 (19) 21 (23) sm er tekið úr fyrir handvegi á eftirfarandi hátt: Prjónið frá réttunni (43) 47 (51) 55 (59) lykkjur = hægra framstykki, fellið af 2 lykkj- ur, prjónið (90) 98 (106) 114 (122) lykkjur = bakstykki, fellið af 2 lykkjur, prjónið (43) 47 (51) 55 (59) lykkjur = vinstra framstykki. Prjónið síðan hvert stykki fyrir sig. Vinstra framstykki: Haldið áfram að prjóna munstur, síðasta lykkjan við ermaopið er nú kantlykkja. Takið úr fyrir ermaopi á öðrum hverjum prjón (2,1) 2,1 (2,1) 3,1,1 (3,1,1) lykkju = (40) 44 (48) 50 (54) lykkjur. Þegar ermaopið mælist (10) 11 (12) 13 (13,5) sm, er tekið úr fyrir hálsmáli á öðrum hverjum prjón (8,2,2,1) 8,2,2,1,1 (9,3,2,1,1) 9,3,2,2,1 (9,3,2,2,1,1) lykkjur. Prjónið þar til ermaop- ið mælist (13) 15 (16) 17 (18) sm og fellið þá af þær (27) 30 (32) 33 (36) lykkjur sem eftir eru. Hægra framstykki: Prjónið á sama hátt, en öf- ugt. Bakstykki: Takið af í báðum hliðum fy rir erma- opunum á sama hátt og á framstykkjunum = (84) 92 (100) 104 (112) lykkjur. Prjónið þar til bakstykkið er0,5 -1 sm styttra en framstykk- in. Fellið af (30) 32 (36) 38 (40) lykkjur á miðju stykkinu fyrir hálsmálið. Prjónið axla- stykkin hvort fyrir sig þar til fullri lengd er náð og fellið þá af þær (27) 30 (32) 33 (36) lykkjur sem eftir eru á hvorri öxl. Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 2,5 (40) 44 (44) 48 (48) lykkjur. Prjónið í hring. Prjón- ið kant, þ.e. 7 prjóna með sléttu prjóni og síðan 10 prjóna stroff, 2 sléttar og 2 brugðn- ar. A síðasta prjóni er aukið í með jöfnu milli- bili í (51) 55 (55) 59 (63) lykkjur.Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og prjónið munstur, ATH. að fyrsta lykkja í hverri umferð er prjónuð brugðin = merkilykkja undir erminni. Auk- ið í 1 lykkju sitt hvorum megin við hana í 4. hverri umferð þar til (81) 91 (97) 103 (109) lykkjur eru á prjóninum. Þegar ermin mælist (17) 20 (22) 24 (26) sm er merkilykkjan und- ir erminni felld af. Prjónið nú fram og til baka og fellið af 4 lykkjur í byrjun hvers prjóns þar til (32) 34 (40) 38 (44) lykkjur eru eftir. Fellið þær af. Prjónið hina ermina á sama hátt. Vasar: Fitjið upp (22) 22 (26) 26 (30) lykkjur á prjóna nr. 3 og prjónið 5 sm munstur. Slepp- ið kantlykkjum. Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og prjónið 6 prjóna stroff + 7 prjóna með sléttu prjóni í kant. Fellið af. Saumið 1 bý- flugu á hvorn vasa miðjan: Búkurinn er saum- aður með flatsaum þar sem sporin eru breið- ust á miðjum búknum og styttri til beggja enda. Saumið 2 gul og 2 svört spor 3 sinn- um, en endið með 1 svörtu spori við fálmar- ana. Saumið þá með 1 svörtu spori hvorn. Saumið vængina með 1 svörtu lykkjuspori sem er saumað niður með tveimur litlum sporum í hliðunum. Hvor fluga á að vera u.þ.b. 2 x 2 sm (sjá mynd). Frágangur: Saumið saman axlasaumana og saumið ermarnar í. Listar: Prjónið upp með prjónum nr. 2,5 u.þ.b. (82) 88 (98) 106 (114) lykkjur á hægra fram- stykki (strákapeysa) eða vinstra framstykki (stelpupeysa). Prjónið 9 prjóna stroff og fellið af. Prjónið á sama hátt hinum megin en haf- ið 2 lykkjum færra á prjóninum, þar sem hér bætast við lykkjurnar á kantinum neðst. Á 4. prjóni eru gerð (5) 6 (6) 7 (7) hnappagöt. það efsta og neðsta 2-4 lykkjum frá kantinum og hin með jöfnu millibili. Hnappagat: fellið af 2 lykkjur og fitjið upp 2 nýjar yfir gatinu á næsta prjón. Prjónið 9 prjóna stroff + 7 prjóna með sléttu prjóni í kant. Fellið af. Saumið rúllukantinn neðst fastan við stroffið á listan- um. Kragi: Prjónið upp með prjónum nr. 2,5 u.þ.b. (82) 90 (94) 102 (106) lykkjur í kringum háls- málið, líka á listunum. Prjónið stroff í (2) 2 (3)3 (3) sm. Skiptið yfir á prjóna nr. 3 og hald- ið áfram að prjóna stroff þar til kraginn mælist (6,5) 6,5 (7) 7 (7) sm. Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og prjónið 7 prjóna með sléttu prjóni í kant. Fellið af. Saumið vasana á, hvor vasi á að vera á u.þ.b. miðju framstykkinu og 1-3 sm frá listanum. Saumið á tölur og saumið þvottamerki fyrir LANETT inn í flík- ina. 40 Vikan □ = 0 =

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.