Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 47

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdóttir þjddi an hún hellti mjólkinni í kaffið. Hún sá fyrir sér síðustu tilkynn- inguna frá bankanum og minnti sig á hversu mikilvægt það væri að hún héldi vinnunni. Launin voru frábær og skrifstofan var það nálægt heimili foreldra henn- ar að hún gæti búið þar. Og þótt það særði stolt hennar að vera háð þessu var það einfaldlega staðreynd að hún hafði ekki efni á að borga leigu fyrr en hún væri búin að borga upp yfirdráttinn. Og hún vissi að það kom ekki til greina að hún fengi lán til þess að kaupa sér eigið húsnæði. Bankastjórinn hafði sýnt henni mikinn skilning og hafði boðið henni lengri tíma til þess að borga upp yfirdráttinn. Stolt hennar kom í veg fyrir að þiggja það. Pabbi hennar hafði líka réttilega bent henni á að yfir- drátturinn bæri háa vexti og það borgaði sig að reyna að borga hann upp á sem stystum tíma. Hún reyndi að koma andlitinu í réttar skorður áður en hún sneri sér við og gekk að skrifborðinu. Stutt pilsið skreið óþægilega hátt upp á lærin þegar hún sett- ist niður. Hún leit snöggt á Dani- el Jefferson en athygli hans beindist að pappírunum á skrif- borðinu og hann leit ekki upp úr þeim fyrr en hún var sest. Hún hlustaði á hann lýsa hverju mál- inu á fætur öðru og neyddist til að viðurkenna að annað hvort hefði hann einstaklega gott minni eða raunverulegan áhuga á hverju einasta máli sem hann tók að sér. Ef hún átti að vera heiðarleg varð hún að viðurkenna að lík- lega væri seinni kosturinn rétt- ur. En það er aftur á móti stað- reynd að það fer ekki endilega saman að vera góður lögmaður og góð manneskja, hugsaði hún og það gætti hörku í svipnum. Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í eitt voru þau aðeins hálfnuð með listann. Hann leit á klukkuna og sagði: „Nú er nóg komið í bili. Eg þarf að fara á fund í hádeginu og ég efast um að ég komi aftur fyrr en um þrjúleyt- ið. Það er best að við geymum afganginn þangað til á morgun. Eg veit ekki hvað þú hefur hugs- að þér að gera í matartímanum en Ginny hefur eflaust sagt þér frá starfsmannaherberginu.“ „Jú, hún sagði mér frá því.“ Röddin var hörkuleg og hann leit undrandi á hana. Hún fann sér til skelfingar að hún roðnaði undan augnaráði hans og vissi að mamma hennar hefði ávítað hana fyrir framkomuna ef hún hefði verið viðstödd. Hún hafði tekið með sér sam- loku í nesti. Hún þekkti vel til í þorpinu, sem var lítið og fallegt. Lítill almenningsgarður var niðri við ána og hún hafði ætlað sér að fara þangað og borða nestið sitt. En það var kalt úti og himininn grár og drungalegur. Hún varð að viðurkenna að líklega færi betur um hana í starfsmannaherberg- inu. Hún varð undrandi og glöð þegar hún sá Ginny bíða eftir henni þegar hún kom inn á skrif- stofuna sína. „Eg veit að það er erfitt að byrja á nýjum vinnustað,“ sagði Ginny og brosti vingjarnlega. „Mér datt í hug að þú vildir vera mér samferða upp í mat?“ „Þakka þér fyrir. Ég tók með mér nesti og ætlaði að borða það niðri við ána en það er frekar kalt úti.“ Meðan þær gengu eftir gangin- um kom kona gangandi á móti þeim. Hún var hávaxin, miklu hærri en Charlotte, með dökkt, glansandi hár, klippt og greitt eins og hún væri fastagestur á hárgreiðslustofunni. Andlits- farðinn var óaðfinnanlegur en frekar mikill að mati Charlotte. Hún var í dragt sem Charlotte vissi að tilheyrði nýju vetrartísk- unni frá Chanel tískuhúsinu. Á baugfingri stirndi á stóran og mikinn demantshring. Hún leit á konurnar tvær og sagði kuldalega við Ginny: „Af- greiðsluborðið er mannlaust. Ég er viss um að Daniel verður ekki hrifinn af því.“ Því næst sendi hún Charlotte kuldalegt augnaráð og mældi hana upp og niður. Hún herpti saman varirnar og Charlotte var ekki í nokkrum vafa um hugsanir hennar. Um leið og hún hvarf inn á skrifstofu Daniels hvíslaði Ginny. „Þetta er Patricia Winters.“ Hún glotti þegar Charlotte leit spyrjandi á hana. „Maðurinn hennar var margfald- ur milljónamæringur. Hún gift- ist honum þegar hann var rúm- lega sextugur og hún tuttugu og þriggja. Nú er hann dáinn og sag- an segir að hún sé í leit að eigin- manni. I þetta sinn ætlar hún að detta í lukkupottinn. Hann á bæði að vera myndarlegur og rík- ur.“ Hún ranghvolfdi í sér augun- um. „Aumingja Daniel. Það er tal- að um það á vöggustofunni að það sé synd að lögmenn séu ekki verndaðir gegn skjólstæðingum sínum eins og læknar gegn sjúk- lingum sínum.“ „Kannski hann kæri sig ekk- ert um vernd,“ sagði Charlotte. Satt að segja fannst henni Pat- ricia Winters tilvalið konuefni fyrir mann eins og Daniel Jeffer- son. „Nei, það er óhugsandi að hann vilji giftast henni,“ and- mælti Ginny. Hvað var það eiginlega sem maðurinn rak þarna, var það skrifstofa eða aðdáendaklúbbur? hugsaði Charlotte fýlulega. Það var alla vega á hreinu að hún ætl- aði ekki að gerast meðlimur í klúbbnum. „Svo Patricia Winters er við- skiptavinur?“ spurði hún á leið- inni upp stigann. „Jú, það er rétt. Hún virðist þurfa mun meira á lögfræðilegri aðstoð að halda en Paul Winters, meðan hann var á lífi.“ Charlotte leit út um gluggann og sá stóran Rolls Royce á stæð- inu fyrir utan. Einkennisklæddur bílstjóri opnaði dyrnar og Pat- ricia Winters steig inn í bílinn. Daniel stóð við hliðina á henni. Svo þetta var fundurinn. Hvert sem ferðinni var heitið efaðist hún um að þau myndu borða samlokur, nema þær væru með reyktum laxi og kavíar og þeim skolað niður með flösku af kampavíni. Sennilega yrði mál- tíðin borin fram í glæsilegu svefn- herbergi Patriciu Winters. Charlotte gretti sig og hún roðnaði þegar hún áttaði sig á því hvaða stefnu hugsanir hennar voru að taka. Það skipti ekki máli hvaða álit hún hafði á Daniel Jefferson. Hún hafði engan rétt til þess að leyfa ímyndunaraflinu að taka sér slfkt skáldaleyfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.