Vikan


Vikan - 19.09.2000, Side 49

Vikan - 19.09.2000, Side 49
1. Ástargoðsögnín Astfangin og hamingjusöm pör lifa alltaf frábœru kynlífi og geta ekki látið hvort annað ífriði. Raunveruleikinn: Jafnvel þau pör sem eru yfir sig ástfang- in, afar ástríðufull og lifa mjög fullnægjandi kynlífi fá stundum nóg af kynlífi. Eðli- leg sambönd ganga í bylgjum þar sem kynlífið er stundum í aðalhlutverki en þó senni- lega oftar, vinnan, fjármálin og annað slíkt. Það er ekkert óeðlilegt og í raun mjög „heilsusamlegt" fyrir sam- bandið að vilja stundum bara kúra undir teppi fyrir fram- ansjónvarpið. Þúertkannski ekki alveg tilbúin í kröftugt kynlíf fram á morgun þegar þú ert nýstigin upp úr gubbupest eða hann er að lesa fyrir próf. Það er líka eðlilegt að tíðahringur kon- unnar hafi talsverð áhrif á kynlíf para því löngun kon- unnar er í flestum tilvikum mismikil eftir því hvar hún er stödd í tíðahringnum. Stuttar kynlífspásur geta auk þess verið góðar fyrir sambandið því þær auka löngunina og lengja á vissan hátt forleikinn. Þið getið nefnilega átt í „andlegum“ forleik allan daginn eða marga daga í röð áður en kemur að kynlífinu sjálfu. Hvernig væri að skilja eftir skilaboð í skónum hans, senda honum tölvupóst eða sms-skilaboð um hversu gott er að kyssa hann eða eitthvað í þeim dúr. Þá getur þú verið viss um að hann hugsar um þig allan daginn á meðan hann er í vinnunni. 2. Ástargoðsögnin Hamingjusöm pör sakita alltaf hvors annars þegar þau eru ekki saman. Raunveruleikinti: Ljúfir og vemmilegir ástarsöngvar fjalla kannski um pör sem geta ekki slitið sig hvort frá öðru og vilja vera saman öll- um stundum. Slíkt á kannski við á fyrstu stigum sambands- ins en þegar fólk kemur nið- ur af rósrauða skýinu þarf það yfirleitt dálítinn tíma fyr- ir sjálft sig. Þótt þið séuð par eruð þið nefnilega líka tveir einstaklingar og ef þið getið alls ekki án hvors annars ver- ið eruð þið sennilega mjög ósjálfstæð og of háð hvort öðru. Slíkt endar yfirleitt bara á einn hátt; með skilnaði. Það er mikilvægt að ykkur líði vel saman og eigið margt sameiginlegt en það er líka mikilvægt að þið eigið ykkar eigin áhugamál og ykkar eig- in vini því annars fáið þið sennilega bara leið hvort á öðru með tímanum. Ef þið eruð mjög mikið saman og viljið krydda sam- bandið er kannski sniðugt að fara á alvöru stefnumót þar sem þið farið út að borða saman eða í bíó en farið svo hvort um sig til síns heima á eftir í stað þess að fara heim saman eins og venjulega. Löngunin getur nefnilega orðið ansi mikil þegar þið eruð ekki saman en liggið ein í hvort í sínu rúminu og hugs- ið um hvað þið gætuð verið að gera. 3. Ástargoðsögnin Hamingjusöm og heiðarleg pör geta sagt hvort öðru allt. Raunveruleikinn: Þótt sann- leikurinn sé yfirleitt sagna bestur má satt stundum kyrrt liggja. Hreinskilni á nefnilega ekki alltaf rétt á sér því stund- um er hún bara til þess fallin að særa viðkomandi. Viltu ekki frekar að kærastinn segi að þú sért falleg og kynæsandi heldur en hann segi að þú haf- ir nú fitnað pínulítið jafnvel þótt þú vitir það sjálf? Eins er það með fortíðina. Flestir sem komnir eru til vits og ára eiga sér einhverja fortíð, fyrri elskhuga og sambönd, og þar má satt kyrrt liggja. Það er allt í lagi að segja frá helstu atrið- um í lífi þínu en ekki fara út í smáatriði um hvernig þú og fyrrverandi kærastinn þinn höguðuð ykkur og ekki bera nýja kærastann saman við þann gamla. Það særir hann þótt hann vilji ekki viður- kenna það fyrir þér. 4. Ástargoðsögnin Fyrirsjáanleiki og vani gera út af við gott kynlíf. Raunueruleikinn: Enginn vill stunda kynlíf sem er vélrænt og algjörlega fyrirsjáanlegt en ákveðinn vani og þekking á elskhuganum getur gert gott kynlíf betra. Þegar þið farið að þekkja inn á hvort annað slappið þið nefnilega betur af og njótið kynlífsins betur. Þið vitið hvað þið viljið og þú veist hvað elskhuginn vill og þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hann njóti ekki kyn- lífsins. Munið bara að þegar þið hafið fundið út hvað ykk- ur þykir gott er um að gera að betrumbæta það því æfing- in skapar meistarann! 5. Ástargoðsögnin Efhann virkilega elskar þig mun hann breytast fyrir þig. Raunueruleikinn: Efþérfinnst hann þurfa að breytast stór- kostlega núna, eignast nýja vini, skipta um stjórnmála- flokk eða breyta klæðaburði sínum ertu á villigötum. Það er ágætt ráð að skrifa niður lista yfir þá tíu kosti sem þér finnst að eigi að prýða draumamanninn þinn og ástalífið skoða svo hversu marga af þessum kostum kærastinn býr yfir. Hann ætti að minnsta kosti að hafa fimm þeirra. Þú vilt nú ekki að hann falli á þessu einfalda prófi? Hins vegar verður þú að vega og meta hversu mikilvægir kost- irnir sem hann býr ekki yfir eru þér. Er hann öfgafullur, hægrisinnaður stuttbuxna- drengur en þú vinstrisinnað blómabarn? Þá er munurinn á milli ykkar sennilega of mikill til að hann breytist. En ef einn af kostunum sem hann skortir er sá að hann kann ekki að dansa ættir þú kannski að slá af kröfunum og leyfa honum bara að horfa aðdáunaraugum á þig þegar þú tekur nokkur spor á dans- gólfinu. 6. Ástargoðsögnin Hann sér enga iterna þig. Raunveruleikinn: Þið eruð ást- fangin en ekki strandaglópar á eyðieyju! Það er eðli- legt að fólk í samböndum geti hrifist af öðrum en elskhuga sínum eða fundist einhver annar ákaflega aðlaðandi. En jafnvel þótt þú finnir fyrir léttum fiðringi þegar myndar- legi maðurinn á næsta borði í vinnunni talar við þig er ekki þar með sagt að þú hafir hugs- að þér að gera eitthvað af þér með honum. Þetta er allt spurning um að vera trausts- ins verður og falla ekki í freistni ef þú ert í föstu sam- bandi. Ef kærastanum finnst of margir karlmenn horfa á þig eða reyna við þig, þegar þið farið út að skemmta ykkur, ættir þú kannski að minna hann á að betra sé að vera með fallegri konu, sem hefur mikið aðdráttarafl, heldur en einhverri sem enginn vill nema hann. Hann ætti því bara að vera stoltur af því að vera með svona aðlaðandi konu. Vikan 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.