Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 50

Vikan - 19.09.2000, Page 50
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Ertu nýkomin út á uinnumarkaðinn að afloknu námi og veist ekki hvernig hú átt að komast áframP Kannski barftu ekki að breyta miklu tii hess að yfirmaðurinn sjái big í nýju Ijósi og ueiti hér stöðuhækkun. 1) Leiðinlegu verkin Flestir verða að láta sig hafa það að vinna alls kyns óspennandi og hálf „heila- laus“ verkefni í byrjun ferils síns. Þér finnst það kannski þér ekki samboðið að vélrita nafnspjöld eða sendast í hreinsun fyrir yfirmanninn þegar þú getur slegið um þig á fjórum tungumálum eða rætt um stöðu verðbréfa- markaðsins. Láttu starfið samt ekki draga þig niður, gerðu þitt besta og hafðu það hugfast að það á aðeins að vera upphafið að langri en skemmtilegri ferð á toppinn. 2) „Já-manneskjan“ Jafnvel þótt það sé engin ástæða og hreint og beint asnalegt að vera algjör gólf- motta í nýju vinnunni er gott að vera alltaf til staðar þegar yfirmaðurinn biður þig að vinna fram eftir eða taka verkefni með þér heim. Þú ert í raun og veru ekki að þessu fyrir hann heldur fyrir sjálfa þig. Vertu bara viss um að þú hljótir viðurkenningu fyrir þessi aukastörf þín. Ef ekki ertu bara gólfmotta sem aldrei kemst áfram. 3) flllir hafa sín takmörk Það er mikilvægt að þú þekkir takmörk þín í starfi þótt þér sé mikið í mun að koma þér áfram. Ekki bjóð- ast til að taka að þér verkefni, sem þú veist innst inni að þú 50 Vikan ræður ekki við, bara til að ganga í augun á yfirmannin- um. Slíkt kemur þér bara í koll því á endanum kemur í ljós að þú ræður ekki við verkið og hefur kannski klúðrað því. Þessi regla á auðvitað einnig við þá sem eru að sækja um vinnu. Það er ekk- ert athugavert við það að nota „sambönd" sín til að komast í vinnu sem maður er vel hæfur í en passaðu þig á því að troða þér aldrei í vinnu sem þú ræður ekki við eða að „skreyta" menntun þína eða starfsferil svo þú fáir ákveð- ið starf. 4) Stundvísi er mikiluæg Sennilega er aldrei of oft hamrað á því, sérstaklega ekki hér á Islandi, hversu mikilvæg stundvísi er þegar fólk er að koma sér áfram. Mættu alltaf á réttum tíma og jafnvel örlítið fyrr en ætlast er til af þér. Þessar aukamínút- ur skipta þig litlu máli en geta engu að síður hjálpað þér á framabrautinni. 5) Ekkert hangs Ef yfirmaðurinn biður þig að leysa eitthvert ákveðið verkefni af hendi skaltu gera það strax en ekki eftir hálf- tíma. Þér finnst kannski ekki mikilvægt að vélrita þessa skýrslu núna af því að þú veist að hún á ekki að fara frá þér fyrr en daginn eftir en kannski skiptir það yfirmann- inn máli. 6) Metnaðargirni en ekki trekja Það er gott að vera metnað- argjarn en yfirgangur og frekja eru allt annar hlutur. Komdu vel fyrir og leystu verkefni þín vel af hendi, ekki í hljóði en heldur ekki þannig að allir í fyrirtækinu viti ná- kvæmlega hvað þú ert að gera hverja einustu mínútu dags- ins. Ef þér finnst þú eiga stöðuhækkun skilda skaltu ræða það einslega við yfir- manninn þegar tækifæri gefst en ekki reyna sífellt að láta ljós þitt skína til þess eins að hreykja þér af eigin verkum. 7) Réttur klæðaburður Sumar konur telja rétt að klæðast lítið áberandi fatnaði, hlutlausum og fáguðum, sem nánast gerir þær að hluta af húsgögnunum, í vinnunni. Ef þér líður vel í þannig fatnaði skaltu ganga þannig til fara en ef ekki skaltu finna þér þinn persónulega stíl í vinnunni. Þér þarf nefnilega að líða vel í „vinnugallanum“ til þess að þú getir einbeitt þér að krafti að vinnunni. Mundu bara að það er mikilvægt að vera snyrtileg og vel til fara á flest- um stöðum. 8) Persónuleg vandamál Ertu að skilja eða geturðu ekki borgað greiðslukorta- S reikninginn? Það er kannski allt í lagi að segja einum eða tveimur vinnufélögum frá vandamálum sínum en það er afar óráðlegt að gera yfir- manninn að trúnaðarvini nema vandamál þín snerti vinnuna beint. Yfirmaðurinn er bara hluti af lífi þínu í vinn- unni og honum ber engin skylda til að hlusta á persónu- leg vandamál þín og senni- lega finnst honum það óþægi- legt og vandræðalegt. Það er því ekki vænlegt til árangurs að gráta á öxl yfirmannsins ef þú ert í ástarsorg. 9) Allir á uppleið Þú ættir að hugsa sem svo að hluti af starfi þínu sé að láta yfirmanninn líta vel út. Hann kann örugglega að meta það og jafnvel þegar hann fær í raun viðurkenn- ingu fyrir þitt starf en ekki sitt eigið. Ef hann kemst áfram eru svo góðar líkur á því að hann geti fært þig með sér upp metaorðastigann eða lagt inn gott orð hjá sínum yfir- manni. 10) Rétt símsvörun í flestum nútímafyrirtækj- um fer mikill hluti starfsins fram í gegnum síma. Það er því mikilvægt að koma vel fyrir í síma. 3) Spurðu alltaf að því hvort þú sért að trufla þann sem þú hringir í. Hann kann kannski ekki við að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.