Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 58

Vikan - 19.09.2000, Page 58
Þegar eg uar 16 ara tru- lofaði Bergur bróðir minn sig. Bergur uar rúmlegatvítuguroguar í námi í Háskólanum. Hann kynntist Sóleyju útiálandi, barsembau voru bæði að uinna, og áður en sumarið var liðíð uoru bau hringtrú- lofuð. Mér leist Ijóm- andi vel á Sóleyju beg- ar hann kom og kynnti hana fyrir fjölskyld- unni.Sóleyvarekkiað- eins falleg, heldur líka greind og skemmtileg. Ég hlakkaði tíl aðkynn- ast henni betur. Stóð hana að verki Helgina eftir að Beggi kynnti Sóleyju fyrir okkur fór ég út að skemmta mér með tveimur vinkonum mínum. Við héngum fyrir utan Glaumbæ en komumst ekki inn þannig að við ákváðum að fara í miðbæinn að leita að fjöri. Þegar við gengum Lækj- argötuna, og vorum á móts við húsið þar sem nú er Is- landsbanki, sáum við par að kyssast inni í dyraskotinu. Við horfðum á þessa sætu elskendur og brostum hver til annarrar. Brosið fraus fljót- lega á andliti mínu þegar ég sá almennilega framan í kon- una. Hún var engin önnur en Sóley, mágkona mín. Maður- inn sem hún var að kyssa svo ástúðlega var ekki Beggi bróðir heldur einhver svart- hærður maður. Ég sá að hún hafði tekið eftir okkur og reyndi í einhverju taugaveikl- unarkasti að heilsa henni en hún lét sem hún þekkti mig ekki, kannski ekkert skrítið því hún var með öðrum manni. Ég var í algjöru áfalli og gekk hratt í burtu. Ég vildi ekki segja vinkonum mínum frá þessu en gerði mér upp lasleika og tók næsta strætis- vagn heim. Þegar ég kom heim sagði ég foreldrum mín- um að ég væri með höfuðverk og fór upp í herbergið mitt. Ég lagðist á rúmið og allt hringsnerist í höfðinu á mér. Ég vissi að Beggi og Sóley voru ekki hætt saman því Sól- ey ætlaði að koma í mat heim til okkar daginn eftir. Mér varð flökurt þegar ég hugs- aði um hvað bróðir minn yrði sár þegar hann frétti af þessu. En gat ég sagt honum frá því? Var ekki bara best að bíða og sjá til hvað framtíðin bæri í skauti sínu? Daginn eftir kom Sóley í mat og var mjög elskuleg. Hún lét eins og ekkert hefði gerst kvöldið áður. Beggi bróðir hafði verið heima að læra þetta kvöld og Sóley tal- aði eins og hún hefði einnig verið heima hjá sér í róleg- heitum. Ég horfði beint á hana þegar hún sagði það en hún bliknaði ekki á meðan hún laug að okkur. Hún var ekki einu sinni óróleg í návist minni og þó hafði ég séð hana greinilega kvöldið áður og hún vissi það. Mikið fyrirleit ég hana. Beggi var svo ham- ingjusamur og alsæll með kærustuna sína að ég ákvað að segja honum ekki neitt. Ég gat ekki hugsað mér að eyði- leggja gleði hans. Foreldrar mínir voru mjög hrifnir af Sól- eyju og ekki vildi ég varpa skugga á ánægju þeirra með nýju tengdadótturina. Ég ákvað því að segja engum frá þessu. Þar sem ég treysti mér engan veginn til að vera í ná- vist þessarar manneskju lét ég mig alltaf hverfa þegar hún kom í heimsókn. Enginn virt- ist taka eftir því að ég fór alltaf upp í herbergið mitt eða út þegar von var á Sóleyju. Ég beið bara í rólegheitunum eft- ir að Beggi bróðir kæmist að því hvers konar kærustu hann ætti og vissi að það hlaut að koma að því fyrr en síðar. Vet- urinn leið og alltaf virtust þau jafnhamingjusöm að sögn foreldra minna. Ég fékk hroll þegar mér var sagt frá því að þau ætluðu að fara að búa saman og vonaði að sannleik- urinn kæmi í ljós áður en af því yrði. Sannleikurinn kemur í Ijos Yngri bróðir minn var fermdur um vorið. Ég vissi að Sóley kæmi í fermingarveisl- una og því myndum við hitt- ast. Ég get ekki sagt að ég hafi hlakkað til að hitta manneskj- una, sem ég hafði forðast all- an veturinn, en vissi að það var óhjákvæmilegt í tilfellum eins og þessum. Beggi og Sól- ey komu klukkutíma of snemma í veisluna og voru mjög dugleg að hjálpa okkur mömmu við að leggja síðustu hönd á veisluundirbúninginn. Ég var sársvekkt yfir því að hafa séð til Sóleyjar í fyrra- haust þegar hún var að kyssa þennan mann og hefði gjarn- an viljað að ég vissi ekki af neinu. Það var svo erfitt að Maðurinn sem hún var að kyssa svo ástúðlega var ekki Beggí bróðir heldur einhver svart- hærður maður. Ég sá að hún hafði tekið eftir okkur og reyndi að heilsa henni en hún lét sem hún bekkti míg ekki, kannski ekkert skrít- ið hví hún var með öðrum manni. 58 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.