Vikan


Vikan - 12.12.2000, Side 38

Vikan - 12.12.2000, Side 38
Robert Kennedy yngri en ekki síðri Segja má að Robert Kennedy hafi alla tíð staðið í skugga bræðra sinna. Joseph var elstur og við hann voru mestar vonir bundnar. Þegar hann var skotinn niður í sprengjuflugvél sinni í stríðinu beindust allra augu að John eða Jack eins og hann var alltaf kallaður inn- an fjölskyldunnar. Edward eða Teddy var trúðurinn, skemmti- legur og fjörugur og þótti að því leyti standa Bobby framar en Teddy var ekki ætlað leið- togahlutverk. en þegar Ijóst var að hann næði ekki því markmiði lagði hann allt kapp á að synir hans beindu augum sínum þangað. John lýsti föður sínum eitt sinn á þennan veg: „Það besta við pabba er bjartsýni hans, ein- lægur áhugi og hvernig hann stendur alltaf með okkur. Hann er okkur alls ekki alltaf sam- mála en um leið og ég hef tek- ið ákvörðun og gert eitthvað seg- ir hann: „Þetta var það skyn- samlegasta sem þú hefur gert um aevina."" Robert varsjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann var blíð- lynt, feimið og ákaflega trúað barn. Móðir hans skynjaði að hann var viðkvæmur og þurfti sérstaka vernd. Hún taldi hann einnig líkastan sér að skapferli af öllum sínum börnum og kall- aði hann litla gæludýrið sitt. Ro- bert vildi verða prestur þegar hann var yngri en það var ekki í samræmi við óskir föður hans. Joseph tókst með lagni að telja Miklar kröfur voru gerðar til allra Kennedy systkin- anna. Þau áttu að standa sig vel í námi vera af- burðaíþróttamenn og vinna sig hratt upp metorðastigann þeg- Með fjölskyldunni. Joseph yngri var nýlátinn þegar mynd- in var tekin en Robert er þriðji frá vinstri. ar út í atvinnulífið var komið. Faðir þeirra Joeseph Kennedy, eldri var ákaflega metnaðarfull- ur maður og hann þráði sjálfur heitar en nokkuð annað að ná æðstu metorðum innan banda- rísks stjórnkerfis. Hann hefði helst af öllu viljað verða forseti þennan son sinn á að leggja annað fyrir sig og venja sig af viðkvæmninni. Bryniaði sig með hörkunni Þegar Joseph yngri dó rann Robert blóðið til skyldunnar og hann kom sér upp þykkri brynju kulda og hörku sem hann sýndi íopinberu lífi sínu og í starfi eft- ir það. Margir vildu túlka þetta sem hroka en þeir sem þekktu hann best vissu hvað bjó und- ir. Þegar hann fór í framboð til forseta var þessi lýsing af honum skrifuð í eitt dag- blaðanna: „Hans augljós- asti ókostur er ruddaskap- ur hans. Andlit hans, þeg- ar það lýsist ekki upp af þessu geislandi brosi, er alls ekki fallegt. Það er beinabert og hörkulegt og þessi ísbláu augu eru ekki þessi brosandi augu sem írsku þjóðsöngvarnir mæra." Robert Kennedy fór í Harvardháskóla og útskrifaðist þaðan árið 1948. Síðan hélt hann í laganám í Virginíuhá- skóla sem einnig er mjög virt- ur. Robert tók lagapróf árið 1951, þá var hann nýgiftur Ethel Skakel sem hann átti eft- iraðeigaellefu börn með. Ethel var lífsglöð og kát stúlka og sagt var að hún hefði verið sólargeisl- inn í lífi Roberts eftir að þau kynntust. Lögfræðingurinn ungi hóf störf í dómsmálaráðuneytinu strax að námi loknu. Hlutverk hans var að rannsaka spillingu ístjórnkerfinu, njósnirogtengsl ýmissa fyrirmanna við Sovíetrík- in. Hann var ánægður með starfið og það átti vel við hann. Robert var því alls ekki ánægð- ur þegarfaðir hans kallaði hann ári síðar til Boston í þeim til- gangi að stjórna kosningabar- áttu Johns bróður síns sem hafði þá boðið sig fram til öld- ungadeildar bandaríska þings- ins. En slík voru siðaboð Kenn- edyanna að Robert hlýddi orða- laust og taldi það ekki bara rétt heldur einnig sjálfsagt að fara. Lærðu að treysta hvor öðrum Meðan á þessari kosninga- baráttu stóð lærðu þeir bræð- urnir að þekkja hvor annan á alveg nýjan hátt. Nú voru þeir Bobby og Ethel. Flestir sem til þekktu eru á einu máli um að hjónaband þeirra hafi verið mjög gott. báðir fullorðnir menn og þeir urðu mjög nánir vinir þrátt fyr- ir það hversu ólíkir þeir voru. Jack var kaldhæðinn, ákaflega yfirvegaður og glaðlyndur mað- ur en Bobby var ekki eins sið- fágaður, hann var alvarlegur og hafði tilhneigingu til að velta hlutunum vandlega fyrir sér áður en hann tók ákvörðun. Bobby hafði það þó umfram bróður sinn að hann var fullur eldmóðs og ákafa þegar hann hafði fengið trú á einhverjum málstað. Saman voru þeir bræð- ur ótrúlega magnaður dúett, enda sigraði Jack í kosningun- um með yfirgnæfandi meiri- hluta. Hann starfaði síðan sem öldungadeildarþingmaður í nokkur ár og Bobby hvarf til annarra starfa. Jack ávann sér virðingu allra sem hann vann með en Bobby ýmist var elskaður eða hataður af samstarfsmönnum sínum. Garry Willis sagði um Bobby að hann hefði ekki bara viljað ná völdum heldur einnig láta gott af sér leiða. Arthur M. Schles- 38 Vikaii Steingerður Steinarsdóttir

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.