Vikan


Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 12.12.2000, Blaðsíða 59
manneskja sem hún er í dag. Þegar ég var lítil fannst mér oft eins og hún væri engill en ekki manneskja, hún var alltaf svo góð, Ijúf og hugulsöm. Börnin flúðu foreldrana Þegar við komum heim seint um kvöldið blasti við ófögur sjón. Pabbi var greinilega kom- inn heim og hann var búinn að rífa og tæta niður hvern einasta músastiga. Óróarnir voru sömu- leiðis komnir niður á gólf og búið að stíga á þá. Húsgögnin í íbúðinni voru öll á tjá ogtundri og pabbi lá ofurölvi á stofugólf- inu. Mamma sat skjálfandi á sófanum og grét. Það var fátt sem minnti á jólin á þessari stundu. Systir mín, sem aldrei jólin hátíðleg a.m.k. einu sinni áævinni. Mamma vildi allsekki hafa samband við systur sína, enda vissu allir hvernig ástand- ið var á heimilinu og margir reyndu að koma mömmu út úr þessu vonlausa hjónabandi. Mamma tók þá ákvörðun að vera heima hjá pabba en systir mín pakkaði fatadruslum ofan í tösku fyrir okkur þrjú og hringdi svotil móðursysturokk- ar. Jólaföt eða jólaskór var eitt- hvað sem við þekktum ekki fyrr en við urðum fullorðin og fór- um að sjá hvernig aðrir héldu upp á jólin. Frænka kom fljót- lega og fékk að vonum áfall að sjá hvernig ástandið var á Þor- láksmessukvöld. Mamma stóð við sitt, hún vildi ekki fara frá Lesandi segir frá honum. Móðursystir okkar vildi allt fyrir okkur gera og reyndi aðskapa okkur hlýlegjól ogokk- ur leið vel hjá henni. Ástandið batnaði hvorki né versnaði á næstu árum. Systir mín flutti að heiman þegar hún var sextán ára, leigði hún sér íbúð og fór að vinna. Stuttu síð- ar útvegaði frænka okkar henni ódýrt herbergi í kjallara hússins sem hún bjó í og systir mfn hélt áfram í námi. Um svipað leyti fluttum við bróðir minn heim til frænku minnar og því vorum við systkinin öll á sama stað. Ég og bróðir minn vorum mikið I herbergi systur minnar og öll hjálpuðumst við að til að halda litla hreiðrinu hreinu og fínu. Foreldrar í f jarlægð Tengsl okkar við foreldrana minnkuðu smám saman og á sama tíma styrktust tengslin við móðursystur okkar. Hún reynd- ist okkur sérlega vel og er nú meira eins og mamma okkar en frænka. Það er hún sem man eftir afmælum okkar og kemur í heimsókn þegar við erum að fagna einhverju. Foreldrar okk- ar hafa einstaka sinnum sam- band en þá helst ef þeir þurfa að biðja okkur um að gera sér greiða. Eftir að við urðum full- orðin og fórum að hafa peninga á milli handanna, reyna þau gjarnan að kreista út úr okkur aura. Þrátt fyrir marga ömurlega daga á æskuárunum höfum við systkinin náðaðfinna hamingj- una í lífinu og höfum gætt þess vandlega að láta ekki æskuárin an styrk. Hún fékkaldrei að vera barn, hún fæddist fullorðin og varð alltaf að haga sér sem slík. Bróðir minn er núna að kaupa sína fyrstu íbúð en við leigðum saman í mörg ár. Ég er sjálf í sambúð meðyndislegum manni og á von á mínu fyrsta barni. Ég hef lokið hjúkrunarfræði- námi og mér finnst mjög gef- andi að fá að starfa við hjúkr- un. í námi og starfi hef ég öðl- ast skilning á vandamálum for- eldra minna og í stað þess að vera beisk út í þau, þá vorkenni ég þeim báðum. Mamma er búin að sóa lífi sínu og missa tengslin við börnin sín vegna drykkfellds eiginmanns. Og í stað þess að setja honum stól- inn fyrir dyrnar, stendur hún með honum og reynir að fela ummerki drykkjunnar. Þau eru ennþá gift, hann atvinnulaus og þau eru einfaldlega að koðna niður. Það hefur enginn sam- band við þau í dag nema helst drykkjufélagarnir. Ég veit ekki hvernig móðir ég mun reynast barninu mínu en eina loforðiðsem égget gefiðer að ég skal gera hvað sem er til að standa mig betur í móður- hlutverkinu en móðir mín gerði. Hvort sem það eru jól, páskar eða venjulegur mánudagur. Ég veit það líka fyrir víst, núna þeg- ar ég hef upplifað alvöru- jólastemmningu og séð hvern- ig hægt er að njóta jólanna, að ég á eftir að dekra við barnið mitt á jólunum. Ég vil að það njóti alls sem ég missti af í mín- um uppvexti. Eg skrökvaði oft þegar ég var spurð að því hvað ég hefði fengið í jólagjöf frá foreldrum mínum því ég gat ekki hugsað mér að láta það fréttast að ég hefði ekki fengið neina jólagjöf frá þeim. skipti skapi, trylltist. Hún spurði mömmu hvað hún ætlaði að láta bjóða sér þetta lengi og núna væri mælirinn fullur. Hún væri á leiðinni með okkur til frænku okkar (systur mömmu, en hún var sú eina sem við höfð- um eitthvað samband við) og þar myndum við halda jólin. Börn ættu rétt á að fá að halda pabba og því fórum við þrjú með frænku. Auðvitað voru þetta öðruvísi jól, án foreldra okkar, en þar sem við höfðum aldrei upplifað alvörujól vissum við ekki af hverju við vorum að missa. Foreldrar okkar hafa ef- laust setið heima að sumbli, bæði tvö, því mamma drakk oft með pabba bara til að þóknast eyðileggja lífokkar. Ekkertokk- ar hefur lent í óreglu og við höf- um verið dugleg að standa sam- an og hvetja hvert annað í því sem við tökum okkur fyrir hend- ur. Systir mín lauk háskóla- námi, er núna gift ogá tvö börn. Henni líður vel og þegar við ræð- um um fortíðina segist hún sjálf ekki vita hvaðan hún fékk þenn- Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Heimilisfangið er: Vikan - „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Nctfang: vikan@frndi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.