Vikan


Vikan - 19.12.2000, Síða 34

Vikan - 19.12.2000, Síða 34
Matur Á gamlárskvöld er gott að vera með sem mest tilbúið fyrir kvöldið. Hér er ég með nokkra fljót- lega rétti í fati, þá er hægt að búa til fyrir fram og hita síðan um kvöldið. Einnig fylgir ein upp- skrift að brauði, sem hægt er að baka fyrir fram og geyma í frysti. SPÍNAT- OG RÆKJUGRATÍN Ofnfastfat 300 g spínat, frosið eða nýtt 200 g rækjur, þýddar og pillaðar 300 g rjómaostur 1 dl matreiðslurjómi 1/4 tsk. múskat 1/4 tsk. svartur pipar 1/2 tsk. jurtasalt nýrifinn parmesan ostur AÐFERO: Spínatið er sett frosið í pott með svolitlu vatni og soðið þar til það hefur þiðnað. Vatniðsíað frá og spínatið sett í ofnfast fat ásamt rækjunum. Rjómaostur, rjómi og tilheyrandi krydd sett í matvinnsluvél og hrært þar til allt er vel blandað saman. Hrærunni er hellt yfir spínatið og rækjurnar og parmesanosti dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í 20-25 mínútur. GRÆNMETIS-MOUSSAKA 1 stórt eggaldin 3 kúrbítar gróft salt 200 g sveppir í sneiðum olía 2 laukar 3 hvítlauksgeirar 1 tsk. jurtasalt 1/2 tsk. svartur pipar 1/4 tsk. múskat 1 dós niðursoðnir tómatar 1 dl grænmetissoð 3 egg 2 dl rjómi 2 bollar niðursneidd steinselja 6 msk. rifinn ostur AÐFERD: Skolið eggaldin og kúrbíta og skerið í sneiðar. Setjið ( sigti, stráið grófu salti yfir og látið standa í 30 mín- útur. Skoliðsalt- ið af og þerrið sneiðarnar með eldhúspappír. Snöggsteikið í olíunni eggald- in, kúrbít, sveppi í sneið- um, lauk og smátt saxaðan hvítlauk. Krydd- ið meðsalti, pip- ar og múskati. Setjið grænmet- ið í vel smurt ofnfast fat, hrærið saman egg, grænmetis- soð og rjóma og hellið yfir græn- metið. Stráið steinselju og rifnum osti yfir grænmetisfatið og bakið í 180 gráðu heitum ofni í 25-30 mín- útur. Berið réttinn fram með hvítlauksbrauði. RRAUfl OG OSTUR í OFNI 12 brauðsneiðar án skorpu (t.d. heilhveitibrauð) 100 g mjúkt smjör 100 g gráðostur 2 egg 1/4 tsk. rifið múskat hnífsoddur af tabaskósósa 1/2 tsk. jurtasalt hnífsoddur af hvítum pipar 4 tómatar skornir í sneiðar 1 dós þistilhjörtu í kryddlegi 200 g rifinn óðalsostur AÐFERD: Smyrjið brauðsneiðarnar og setjið í ofnfast fat. Þeytið egg- in ásamt gráðosti ogtilheyrandi kryddi. Hellið ostablöndunni yfir brauðið og raðið tómat- sneiðum og þistiIhjörtum þar ofan á og stráið osti yfir. Bakið í 12-15 mínútureða þartil ost- urinn bráðnar. HVÍTLAUKSBRAUÐ 200 g heilhveiti 300 g hveiti 50 gger 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. olfa 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir hnefafylli af smátt saxaðri steinselju 3 dl volgt vatn AÐFERD Setjið heilhveiti og hveiti í skál eða hrærivélarskál með hnoðara. Bætiðgeri, salti, hun- angi, olíu, smátt söxuðum hvít- lauk, steinselju og að síðustu volgu vatni saman við og hnoð- ið þartil deigiðer laust frá skál- inni. Látið deigið hefast í 30 mínútur. Sláið deigið niður og hnoðið aftur. Mótið úr því tvö löng brauð. Setjið á vel smurða ofnplötu og látið hefast aftur í 20 mínútur. Hitið ofninn í 200 gráður. Penslið brauðið með volgu vatni áðuren þaðfer í ofn- inn. Bakið brauðið í 40 mínút- ur. Verði ykkur að góðu, Fríða Sophía Fljótleg I 34 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.