Vikan


Vikan - 19.12.2000, Page 36

Vikan - 19.12.2000, Page 36
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir. Matur Of salt • f súpur , sósur og pottrétti er best að setja nokkrar sneiðar af hráum kartöflum sem hent er að matreiðslu lokinni því þá hafa þær sog- ið saltið í sig. • Annað ráð á sömu rétti er að setja sína hvora skeiðina af eplaediki og sykri út í. Of sætt • Þúgeturprófaðaðsaltarétt- inn til að vega upp á móti sæta bragðinu. • Ef um aðalrétt eða grænmeti er að ræða er ráð að setja 1 tsk. af eplaediki saman við. Of Ijós sósa • Einfaldast er auðvitaðað lita sósuna með tilbúnum sósu- lit og er þá best að setja sósulitinn út í hveitið sem notað er í sósuna áður en vökvanum er bætt út í. Það kemur líka í veg fyrir kekki. • Önnur aðferð við að brúna hveitið er að setja það í hita- þolið ílát og setja það með kjötinu í ofninn. Þegar kjöt- ið er fullsteikt er hveitið orð- ið brúnt og tilbúið í fína sósu. Þunn sósa • Hræriðsamanvatnioghveiti í þunnan jafning. Bætið hægt út í soðið og hrærið þar til sýður. Of feitur matur • Ef maturinn er alltof feitur, t.d. sósan, súpan, pottrétt- urinn eða eitthvað annað, má notast við eitthvert af eft- irfarandi ráðum: • Ef tíminn leyfir er best að kæla réttinn þartil fitan hef- ur harðnað á yfirborðinu og hægt er að veiða hana upp úr réttinum. • Einnig er hægt að minnka fituna með því að setja ísmola í pottinn því fitan sest utan á ísmolana. Ráðlegt er að fjarlægja þá áður en þeir bráðna. Einnigerráðaðsetja ísmola í grisju eða tusku og draga eftir yfirborðinu. • Kálblöð draga ísigfitu. Setj- ið nokkur blöð í pottinn og sjáið fituna glitra á þeim. • Ef sósan er of feit er líka gott ráð að strá smávegis matar- sóda út í hana til að vega upp á móti fitunni. Rjóminn uill ekki Deytast • Ef rjóminn þeytist illa má reyna eitthvert eftirfarandi ráða: • Kældu rjómann, skálina og þeytarana vel eða settu skál- ina með rjómanum í aðra skál fulla af ísmolum á með- an þú þeytir. • Settu eggjahvítu í rjómann, kældu og þeyttu svo. • Ef rjóminn þeytist ekki þrátt fyrir að þú hafir prófað of- angreind ráð skaltu setja 3- 4 dropa af sítrónusafa var- lega saman við hann á með- an þeytt er. • Ef geyma á þeyttan rjóma er gott að setja hreint gelatín, (1/4 tsk í hvern bolla af rjóma), til að koma í veg fyrir að hann skilji sig. • Eftirfarandi má reynatil aðkoma í veg fyrir slettur og gusugang þegar rjómi er þeyttur með raf- magnsþeytara: Takið smjör- pappír sem nær yfir þeytiskálina, gerið tvö göt þar sem þeytararnir eru, takið þeyt- arana úr vélinni, setjið pappír með götunum að vélinni og stingið þeyturunum aftur í og þeytið. Sait • Þar sem mjög margar upp- skriftir innihalda salt og pip- ar er gott að eiga stóra stauk með blöndu af salti og pip- ar í hlutföllunum 3/4 salt á móti 1/4 pipar. • Besteraðsaltasúpurogkjöt í ofni fljótlega eftir að matseld hefst. Hinsvegarer best að strá salti á kjöt sem steikt er á pönnu rétt áður en kjötið er tekið af pönnunni. Til að grænmetið fá saltan keim er best að sjóða það I söltu vatni. Frosið grænmeti • Til að frosna grænmetið bragðist eins og ferskt er gott að hella sjóðandi vatni yfir það og skola þannig í burt allt frosna vatnið. Einnig má sjóða frosna grænmetið í kjötseyði til að fá gott bragð. Of margar skrældar kartöflur • Setjið þær í kalt vatn og bæt- ið nokkrum dropum af ediki út í. Þannig má geyma skrældar kartöflur í ísskáp í 3-4 daga. 36 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.