Vikan


Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 36

Vikan - 19.12.2000, Blaðsíða 36
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir. Matur Of salt • f súpur , sósur og pottrétti er best að setja nokkrar sneiðar af hráum kartöflum sem hent er að matreiðslu lokinni því þá hafa þær sog- ið saltið í sig. • Annað ráð á sömu rétti er að setja sína hvora skeiðina af eplaediki og sykri út í. Of sætt • Þúgeturprófaðaðsaltarétt- inn til að vega upp á móti sæta bragðinu. • Ef um aðalrétt eða grænmeti er að ræða er ráð að setja 1 tsk. af eplaediki saman við. Of Ijós sósa • Einfaldast er auðvitaðað lita sósuna með tilbúnum sósu- lit og er þá best að setja sósulitinn út í hveitið sem notað er í sósuna áður en vökvanum er bætt út í. Það kemur líka í veg fyrir kekki. • Önnur aðferð við að brúna hveitið er að setja það í hita- þolið ílát og setja það með kjötinu í ofninn. Þegar kjöt- ið er fullsteikt er hveitið orð- ið brúnt og tilbúið í fína sósu. Þunn sósa • Hræriðsamanvatnioghveiti í þunnan jafning. Bætið hægt út í soðið og hrærið þar til sýður. Of feitur matur • Ef maturinn er alltof feitur, t.d. sósan, súpan, pottrétt- urinn eða eitthvað annað, má notast við eitthvert af eft- irfarandi ráðum: • Ef tíminn leyfir er best að kæla réttinn þartil fitan hef- ur harðnað á yfirborðinu og hægt er að veiða hana upp úr réttinum. • Einnig er hægt að minnka fituna með því að setja ísmola í pottinn því fitan sest utan á ísmolana. Ráðlegt er að fjarlægja þá áður en þeir bráðna. Einnigerráðaðsetja ísmola í grisju eða tusku og draga eftir yfirborðinu. • Kálblöð draga ísigfitu. Setj- ið nokkur blöð í pottinn og sjáið fituna glitra á þeim. • Ef sósan er of feit er líka gott ráð að strá smávegis matar- sóda út í hana til að vega upp á móti fitunni. Rjóminn uill ekki Deytast • Ef rjóminn þeytist illa má reyna eitthvert eftirfarandi ráða: • Kældu rjómann, skálina og þeytarana vel eða settu skál- ina með rjómanum í aðra skál fulla af ísmolum á með- an þú þeytir. • Settu eggjahvítu í rjómann, kældu og þeyttu svo. • Ef rjóminn þeytist ekki þrátt fyrir að þú hafir prófað of- angreind ráð skaltu setja 3- 4 dropa af sítrónusafa var- lega saman við hann á með- an þeytt er. • Ef geyma á þeyttan rjóma er gott að setja hreint gelatín, (1/4 tsk í hvern bolla af rjóma), til að koma í veg fyrir að hann skilji sig. • Eftirfarandi má reynatil aðkoma í veg fyrir slettur og gusugang þegar rjómi er þeyttur með raf- magnsþeytara: Takið smjör- pappír sem nær yfir þeytiskálina, gerið tvö göt þar sem þeytararnir eru, takið þeyt- arana úr vélinni, setjið pappír með götunum að vélinni og stingið þeyturunum aftur í og þeytið. Sait • Þar sem mjög margar upp- skriftir innihalda salt og pip- ar er gott að eiga stóra stauk með blöndu af salti og pip- ar í hlutföllunum 3/4 salt á móti 1/4 pipar. • Besteraðsaltasúpurogkjöt í ofni fljótlega eftir að matseld hefst. Hinsvegarer best að strá salti á kjöt sem steikt er á pönnu rétt áður en kjötið er tekið af pönnunni. Til að grænmetið fá saltan keim er best að sjóða það I söltu vatni. Frosið grænmeti • Til að frosna grænmetið bragðist eins og ferskt er gott að hella sjóðandi vatni yfir það og skola þannig í burt allt frosna vatnið. Einnig má sjóða frosna grænmetið í kjötseyði til að fá gott bragð. Of margar skrældar kartöflur • Setjið þær í kalt vatn og bæt- ið nokkrum dropum af ediki út í. Þannig má geyma skrældar kartöflur í ísskáp í 3-4 daga. 36 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.