Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 3
— Maðurinn minn vill heldur hafa píanó en útvarp í bílnum! — Það er eðlilegast að þau séu öll með hendurnar í vösum mín- uml — Ég hélt að systir hennar vaeri eilítið eldri! PÓSTURINN ........................ Bls. 4 SÍÐAN SÍÐAST ..................... Bls. 6 ARSENAL HINGAÐ ................... Bls. 8 ÞEGAR KÆRASTINN SVEIK JÖNU........ Bls. 12 SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ........... Bls. 14 PILLAN OG LÍFIÐ .................. Bls. 16 EFTIR EYRANU...................... Bls. 20 ANGELIQUE í VESTURHEIMI .......... Bls. 22 KVÖLDVERÐUR í MINNINGU KENNEDYS.... Bls. 24 ÉG HEF HAFT ÓGURLEGA GAMAN AF ÞESSU ... Bls. 26 VIÐ HVERJA SNERTINGU HANS......... Bls. 30 MIG DREYMDI ...................... Bls. 32 DAGLEGT HEILSUFAR ................ Bls. 33 VÍSUR VIKUNNAR: Það gengur mörgum eflaust innað hjarta hve útlitið í þjóðmálum er dimmt svo jafnvel grónir kaupmenn eru að kvarta og kveðast ekki lengur geta skrimt. Og von er að þeim verði heitt í skapi og víða nokkur hætta á ferðum sé að selja varning sinn með feikna tapi og sjálfir taka að launum háð og spé. En kreppan lætur ekki að sér hæða og er það kannski nokkurt minnsta vit ef ekki er neitt á neinum hægt að græða? og næsta tilgangslítið okkar strit. FORSÍÐAN: Á forsíðunni sjáum við að þessu sinni sýnishorn af hinni svokölluðu geimtízku, sem einkennist af hjálm- um og þykkum hönzkum. Sjálfir eru kjólarnir auð- vitað stuttir og efnin litrík með einföldum mynstrum. VIKAN — UTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Slmar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. „í litlu húsi á Klapparstígn- um, húsi, sem smíðað var fyr- ir mörgum áratugum, þegar amma var ung, er nú stöðug- ur straumur síðhærðra bítla. Hvaða straumur er þetta upp á loft í gömlu timburhúsi? Jú, menn eru að fá sér föt. Hér fá þeir fötin saumuð eft- ir máli og eftir því sem þeim sjálfum þóknast. Ef þig lang- ar til að hafa utanávasa með rennilás milli herðablaðanna, þá gerðu svo vel. Colin Port- er saumar það fyrir þig, án þess að hneykslast.. . Þannig hefst viðtal við Col- in Porter í næsta blaði, en hann er á vissan hátt braut- ryðjandi í fatasaumi hér á landi. — Á saumastofunni í Karnabæ saumar hann föt eft- ir máli á þá, sem vilja vera svolítið öðruvísi en allir aðr- ir, en samt fínir. Tvær þýddar greinar verða í næsta blaði. Önnur er um Judy Garland og hið storma- sama og ævintýralega líf hennar. Judy gifti sig nýlega í sjöunda sinn, og enn heldur hún öðru hverju hljómleika, sem aldrei eru miðlungsgóðir, heldur annaðhvort stórkost- legir eða hneyksli. — Hin greinin fjallar um Játvarð VIII., frægasta prins af Wal- es og líklega jafnframt hinn merkasta í sögu Breta. Öllum er kunnur ástarharmleikur hans, en minna hefur verið skrifað um ferðalög hans til nýlendna og yfirráðasvæða brezka heimsveldisins, en þessi grein segir einmitt frá þeim. Þá viljum við síðast en ekki sízt minna á þriðja hlutann af úrdrættinum úr hinni fróð- legu og nauðsynlegu bók, Pillan og lífið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.