Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 30
í stórri stofunni á heimili Westphal brakaði í beykigrein- um á opnum arni. Gaby hafði slökkt öll önnur lj ós. Andlit þeirra spegluðust aðeins í flökt- andi logunum. Það hafði ekki verið auðvelt að senda allt þjónustufólkið út. Og það var mikil áhætta, að teyma Janine inn í þetta hús. En sigurinn bætti áhættuna upp. Sigurinn yfir því, að Janine sat nú grunlaus milli þeirra, án þess að láta sér hættu til hugar koma, og að maðurinn sem hún hafði tvisvar orðið ástfangin af mundi verða morðingi hennar. Samræðurnar voru stirðar. Því Gaby varð að hylja tiifinningar sínar bak við merkingarlaus orð og brosandi andlit. Henni veittist ekki erfitt að segja við elskhuga sinn: — Viljið þér vatn eða sóda út í whiskyið, herra Siebert? En henni veittist erfitt að standast Janine, yndisþokka hennar, bros hennar, glansinn í augum hennar, hreyfingar henn- ar, lágværa rödd hennar, við- kvæma augnaráðið, sem hún beindi að Jiirgen. Hún hataði Janine. Ekki aðeins vegna þess að hún stóð í vegi hennar. Heldur miklu fremur sú staðreynd, hve falleg hún var. Hún varð ævareið þegar hún hugsaði til þess, að hún hefði átt ást Jurgens og bliðu, að hún hefði kropið með honum á kné fyrir framan altarið, að þau hefðu lif- að saman í hjónabandi í fimm ár..... Augnaráð hennar hvíldi á Júrgen. Hún þóttist geta lesið ótta í dökkum augum hans. Hon- um veittist augljóslega erfitt að leika hlutverk sitt áfram. Hönd- in, sem hélt á sígarettunni, titr- aði. Hann drakk alltof hratt með tilliti til þess starfa, sem hann átti fyrir höndum. Þrátt fyrir það var hún fullviss um árangur sinn. í dag mun það heppnast, hugsaði hún. Grimmd- arleg æsing greip hana við þá til- hugsun. Hún strauk yfir líkama sinn með höndunum. Kjólinn, sem hún var í, hafði hún komið með frá París. Húð hennar var heit, eins og hún hefði komið of nálægt eldinum. — Þegar allt er um garð geng- ið munum við elskast, hugsaði hún. Þessi nótt mun tengja okk- ur saman Júrgen, þegar sam- vizka þín kvelur þig, muntu þarfnast mín, ást okkar kann einhvern tíma að dvína, en hinn sameiginlegi glæpur mun tengja okkur saman að eilífu. Gaby stóð á fætur, tók tómt glas Janine. — Hvernig væri að hlusta dá- lítið á tónlist? sagði hún. — Ágætt, svaraði Janine. — Og þér, herra Siebert. — Ó, jú takk. Brot úr sekúndu mættust augu þeirra. Gaby gekk að skápnum, þrýsti á takka. Tónarnir fylltu um leið alla stofuna. Vegna fullkomins hátalarakerfis virtust þeir koma út úr veggjunum. — Hvað er þetta? spurði Jan- ine. — Negrasálmar, fellur yður það ekki? — Jú. — Kynlíf og trúarbrögð — mér finnst samsetningin dýrðleg. Maður fær alveg gæsahúð, ekki satt? Gaby hafði gengið að barnum um leið og hún sagði þetta. Júrg- en, hugsaði hún, núna máttu kyssa hana einu sinni enn, núna verðurðu að kyssa hana einu sinni enn .... Hún stóð og sneri baki í þau. En í stóra renaissancespeglinum á veggnum gat hún fylgzt með þeim síðustu flóttalegu ástar- atlotunum, síðustu viðkvæmu hreyfingunum milli Janine og Júrgens. í þetta sinn þurfti hún ekki að vera afbrýðisöm. Þetta var aðeins gert í þeim tilgangi að hlekkja Janine. Það átti að gefa henni tíma og tækifæri til þess að hrista brúnu dropana saman við whiskyið hennar. Hendui- henn- ar titruðu ekki. Þetta var allt í áætlun hennar, óhagganlegri morðáætlun, sem framkvæmd yrði lið fyrir lið. Það, sem hún setti nú út í whisky Janine, var skaðlaust. Svefnmeðal, sem hægt var að fá án lyfseðils í hvaða lyfja- verzlun sem var. Það var til í töflum, og einnig dropum. Þetta meðal hafði lamandi áhrif, en aðeins væri það notað saman við alkohól. Fórnardýr- ið varð að hafa drukkið nóg, þá nægði aðeins lítill skammt- ur, til þess að það félli á auga- bragði í djúpan svefn, sem líkt- ist dái. Hún hafði tvisvar séð áhrii' þess í miður skemmtilegum sam- kvæmum. Það var kynlegt, hvernig stúlkan hafði sofnað á einni mínútu og vaknaði hvorki við hrist né skak. Einhver hafði hvíslað í eyra henni við þetta tækifæri: „Með þessu lyfi get- ur þú framið hvaða glæp sem er. Því fórnardýrið verður að viljalausu verkfæri í höndum þínum.“ Gaby hafði munað eftir þess- um orðum. Og nú varð henni aftur hugsað til þeirra, þegar hún setti ísinn varlega í glasið. Hún gekk aftur að borðinu, setti glasið fyrir framan Janine og kom sér síðan þægilega fyrir í stól sínum. Hún setti fótlegg- ina hvorn yfir annan, fékk sér sígarettu og leyfði Júrgen að kveikja í henni fyrir sig. — Takk fyrir, herra Siebert. Nokkra stund var hljótt í stofunni, nema hvað brakaði í brennandi viðarbútunum, vind- urinn gnauðaði á gluggunum og örlaði á andardrætti þessara þriggja mannvera, sem sátu fyr- ir framan arininn. — Síðasta glasið mitt, til- kynnti Janine, — ég er þegar búinn að drekka of mikið í dag! Hið fallega andlit Gabyar breytt- ist í háðsglott. -—- Þér hafið sterklegan fylgdarmann, ungfrú Laurent. Þá er það ekki eins slæmt. Hún beygði sig áfram og lyfti glasi sínu: — Skál, fyrir kunningsskap okkar. Janine brosti til hennar. — Það er mjög notalegt hér hjá yður, sagði hún. Gaby hallaði sér aftur á bak. Spennan fór að verða óbærileg. Hálfreykt sigaretta glóði í ösku- bakkanum. Júrgen var fremur aumlegur útlits. Djúpir skugg- ar voru undir augum hans. — Þegar þú hefur drukkið út, sagði hann við Janine, — þá höldum við af stað. Rödd hans virtist óstyrk. Hann drakk af- ganginn úr glasi sínu í einum teyg. Enska standklukkan, sem stóð frammi í forstofunni, sló heila klukkustund. Gaby reyndi að telja slög hennar, en allt í einu vakti Janine alla eftirtekt henn- ar. Áhrifin, sem hún beið eftir, komu nú í ljós. Hve Janine varð allt í einu óhóflega þreytuleg, hve augnalok hennar urðu þung, hve árangurslaust hún reyndi að berjast móti því, með hve ótrú- legum krafli svefninn sigraði hana, allt þetta tók aðeins nokkrar sekúndur. Hún svaf vært. Gaby stökk á fætur, gekk al- veg að henni, beygði andlit sitt að hennar. — Halló, ungfrú Laurent, hrópaði hún í eyra hennar, — hvað hefur komið fyrir yður? Janine gaf ekkert hljóð frá sér. Gaby rétti sig upp, horfði á Júrgen. — Jæja, ástin, lofaði ég of miklu? Júrgen þagði með samanherpt- ar varir. — Næstu klukkustundir vakn- ar hún ekki, hélt Gaby áfram. — Þetta er sama ástand og eftir svefnsprautu. Til þess að sanna það, sótti hún nál og stakk Janine í hand- legginn. — Sérðu, elskan, hún finnur ekki lengur sársauka. Hún finnur ekkert lengur. Þú getur hugsað þér, að hún sé þeg- ar búin að yfirgefa veröldina . .. Júrgen tók fast um axlir Gaby og þreyf hana að sér. — Þú heldur þó ekki, að ég sé hræddur? — Hræddur, nei. En ef til vill er enn einhver ást eftir? Hann starði á hana með æðis- legu augnaráði. — Nei, heyrðu. Síðan ég kynntist þér, er ekkert eftir af ást minni .... -— Horfðu í kringum þig, Júrgen, hvíslaði hún. — Hún sef- ur eins og engill. — Og þú ert djöfull. En ég elska þig, heyrirðu það . . . Gaby þrýsti sér að honum, tók um höfuð hans. — Ég vil, að þú kyssir mig núna. Þegar hendur hans fóru um líkama hennar og hún fann æs- ing hans, ýtti hún honum var- lega frá sér. — Ekki núna, Júrgen, bað hún. — Fyrst þegar þú kemur til baka. Þegar við erum laus við öll vandamál, þegar nóttin til- heyrir okkur einum. Júrgen sleppti henni. — Þú getur verið kominn aft- ur eftir tíu mínútur, bætti hún við. — Ég sæki kápuna henn- ar og handtösku . . . hér má ekkert verða eftir. Hún verður að taka allt með sér. Það var engum erfiðleikum bundið áð koma Janine í káp- una. Það var nákvæmlega eins og einhver hafði sagt við hana í samkvæminu: Fórnarlambið verður að viljalausu verkfæri í höndum þér. Júrgen drakk enn einu sinni stóran skammt úr whiskyflösk- unni. — Hvers vegna gáfum við henni ekki eitur strax? spurði hann. — Þá hefði ég aðeins þurft að losa okkur við líkið núna. Jafnvel þótt hún sofi, þá er hún þó ennþá lifandi . . . — Skilurðu ekki, sagði Gaby, — að það er einmitt undir þessu komið? Líklega finnst líkið ein- hvern tíma. Og ef þetta á þá að EFTIR JENS BEKKER 11. HLUTI VIÐ hverja snertingu hans 30 VIKAN 18-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.