Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 43
HILLMI^S HUNTHER BÍLL ÁRSÍNS 19©® ] BÍLLIMN SEM ¥ANN „SVIARATHON" AKSTURENN FRA LQNDON TIL SYDNEY í ÁSTRALÍU Verð kr. 313.400,oo Á þessu langa og erfiða ferðalagi sannaði HILLMAN HUNTER afburða keyrsluhæfileika sína við ótrúlegustu skilyrði. Það kom einnig í Ijós að bíllinn er sterkbyggður og sparneytinn. TRAUSTUR EN JAFNFRAMT ÞÆGILEGUR FÓLKSBÍLL ^gill Viltilálmsson LAUGAVEGI 118 — SÍMl 2-22-40 Angelique . Framhald aí bls. 23 Svo gekk hún í áttina til hans, flýtislaust, viss um að finna hann i nóttinni. Þegar hún var rétt komin að hónum, nam hún enn einu sinni staðar. Hann kom auga á hana, konumynd sem bar á hlið móti bláum skuggum, andlitið bjartur flekkur í nóttinni. Hann virti hana fyrir sér um stund en hvarf síðan til hennar. Joffrey de Peyrac snart öxl Ange- lique með höndinni og hún hjúfraði sig að honum eins og i leit að yl, lagði lófana að bringu hans, en renndi síðan höndunum utan um hann og þrýsti sér að honum, en hann dró hana enn nær sér og vafði um hana skikkjunni, þrýsti henni fastar og fastar að sér unz þau stóðu samslungin hvort i annars örmum, ástríðulaust, án þess að þrá nokkuð annað en að standa hvort öðru nær, haldin frumstæðri þörf hvort fyrir annars návist, eins og tvö dýr, sern sofna með hvort annað fyrir kodda, leitandi að gagnkvæmum yl og hughreystingu hins. Joffrey de Peyrac dró djúpt andann, eins og ihann ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það. Hvað var að segja, hugsaði hann, sem ekki var algerlega fráleitt? — Varstu hrædd? Ertu mér reið fyrir að brenna niður húsið, sem þú varst farin að álíta heimili þitt? Fyrir að selja þig á vald endalausum erfiðleikum? Svona lágkúruhja] heíði hann getað haft i frammi við allar aðrar kon- ur. En þessi kona, þessi kona sem stóð titrandi þétt upp við hann, það hefði verið móðgun að ávarpa hana svona. Hún var hátt yfir það hafin. Hún var hátt hafin yfir alla þá hluti, sem honum hafði nokkurn tíma dottið í hug að bera hana saman við. Og hann neri kinninni við silkimjúkt hörund hennar eins og til að fullvissa sig um nálægð þessarar lífveru, hlýrrar og mjúkrar, verunnar, sem var þarna í örmum hans og var konan hans. Hún var einnig að því komin að segja eitthvað, að segja honum eitt- hvað af því, sem flæddi um hjarta hennar og var að flóa út úr. — Hversu ég dáði þig í dag, ástvinur minn! Hugrekki þitt bjargaði okkur öllum! Þú Jézt andagiftina ráða....... En þessi orð voru ófullnægjandi og tjáði ekki beinlinis það sem henni bjó í huga. Né heldur vildi hún segja honum það sem hún hafði rétt í þessu uppgötvað, að guðirnir væru ánægðir.......— Þú og ég, við erum allslaus.....og ég er hamingjusöm .. En liann vissi þetta eins vel og hún. Svo Þau voru bæði þögul. Og þau þrýstu hivort annað enn fastar, i þögn og gleði. Og endrum og eins ly.fti hún höfði til að leita ljóss augna hans, að augunum sem skinu eins og stjörnur tvær uppi yfir henni, og hún gat sér þess til, að hann brosti við henni. 35. KAFLI 1 norðri er staður, þar sem vötnin breiða úr sér og. mynda víðáttu- mikla, silfurglitrandi auðn. Dauður skógur, Þar sem trjáræturanr eru drukknaðar undir yfirborði vatnsins, rak greinarnar upp í perlufölan himinninn, eins og ljósastika úr beinum, hvít sem bein. Dreift ský mos- kítóflugna iog sandflugna liggur eins og móða yfir hlykkjóttum vatns- fjörunum. Landið er öryggislaust og svikult. En hér og hvar eru eyjar, þaktar dökkiri furu sem kastar löngum skuggum sínum út á óræðis- djúpan spegil vatnsins. Þetta er Megantic vatnasvæðið. Þegar frönsku soldátarnir náðu þangað nokkrum dögum eftir brott- förina frá Katarunk, virtist mun lengra liðið á haust en hinum megin við fjöllin. Þurr mosi. rauðgulur eins og gamalt gull, þakti jörðina, og laufin féllu hægt af dreifðum trjánum. Þeir fundu þegar andrúmsloft Kanada í ísköldu loftinu. sem þeir önduðu að sér, og vilta alauðn þessa lands. Hermennirnir, Húronarnir og Algonkvinarnir fundu þetta allir og voru á einu máli sín á milli um, að hérna meginn fjallanna væru þeir nær sínu heimkynni. Þeir þyrftu ekki annað en renna eintrjáningunum aftur ofan a-f bakkanum niður í vatnið, og róa þvert yfir vatinð, þá kæmu þeir að ánni Chaudiére, sem flytti þá heilu og höldnu niður til Saint Lawrence, þar sem árnar mættust gegnt Quebec. Nokkrar siðustu mílurnar færu þeir fram hjá þorpum með stórum steinbyggingum niðri á árbakkanum, en kotungarnir myndu veifa til herfylkisins ofan úr hlíðunum, þar sem þeir væru önnum kafnir að bjarga síðustu uppskerunni eða tina fáein epli. Hvít, hvassydd spíran á Levis kæmi í ljós þegar róið væri fyrir bugðuna og allt í einu væru þeir undir veggjum Quebec. Þá myndu þeir líta upp til að heilsa þessari björtu borg, sem stóð Þarna á klettunum, og borgin myndi svara með öllum bjöllum aragrúa kirkjuturna. Þá myndu þeir kveðja hinar opnu auðnir, kveðja villimenn, skálir með bragðlausu „sagamité" og mauksoðnum hundum. Kom fagnandi, Calvados, romm og koníak flutt langt til á skipum, hvítabrauð með þykku smjöri, safamiiklar steikur og svinakjöt með káli, ostur og rauð- vín, og fallegu stúlkurnar, sem taka myndu á móti þeím niðri í borg- inni hjá Janine Gonfarel...... Á Megantic vatnasvæðinu glitraði sólin undrafögur á fölum himni, það var málmgljái á vötnunum, trén dauð og vetur í nánd. Birkibarkaeintrjáningarnir liðu hratt yfir spegil vatnsins i leit að upptökum Chaudiére i öllum þessum eyjasæg, því það var nauðsynlegt að vera vel kunnugur á þessum slóðum til að finna upptökin í öllum þessum aragrúa sunda, lækja og áa, sem úr vatninu runnu. Markgreifinn af Loménie stóð á bakkanum og horfði á hermenn sína stíga um borð. Fallieres, L'Aubignere og frændi hans, og einn hópur Indíána var þegar kominn langt burtu, en aðrir streymdu enn fram á bakkann, með eintrjáninga á bvolfi yfir höfðum sér. Indíáni, sem hlaupið hafði bátlaus meðfram allri röðinni, kom þjót- andi ti.l liðsforingjanna og lyfti öðrum handleggnum í kveðjuskyni. Þetta var ekki Indíáni af þeim þáttum, sem fylgdu franska hernum, og Loménie þekkti, að hér var kominn Indíáninn fylginautur Nicholasar Perrots. Hann bunaði einhverju út úr sér, en enginn skildi hann, því hann var af fjarlægum stofni, handa vatnanna, stofni Indíána sem kallaðir voru Panisar. Þessum stofni hafði verið dreift og síðan hurfu Panisar. Þessi maður lézt ekki skilja mállýzku neins Þess ættbálks, sem hér var staddur, en féllst á að dugast við bögulega frönsku sína. Með aðstoð Pont-Briands lánaðist ofurstanum að raða tíðindabútun um saman í heillega frétt. Svo virtist sem höfðingjar Iroka hefðu verið höfuðleðursflegnir i Katarunk, og þar hefðu Patsíkettar og Maudreuil verið að verki. Hinir hraustu stríðsmenn íroka voru nú marsérandi á leið til Katarunk að leita hefnda, og de Peyrac greifi, fjölskylda hans og fylgdarlið myndi þar stráfellt. — Við verðum að snúa við! Við verðum að snúa við þegar í stað, hrópaði Pont-Briand. — Við verðum að halda þangað aftur! Þau eru ekki nógu mörg til að hafa við þessari hjörð. Loménie anzaði engu en gaf þeim, sem enn voru ekki farnir, skipun um að snúa við með honum. Flestir Húronanna og Abenakanna sam- þykktu að fylgja honum ásamt helmingi frönsku hermannanna. Þeir létu aldrei gott tækifæri fram hjá sér fara til að herja á Irokana. Þegar þeir voru, að fáeinum dögum liðnum, aftur 'komnir tii Kenne- bec, hlustuðu þeir vongóðir eftir skothve]lum, sem þýddu, að þeir, sem verðu virkið, héldu enn velli. En þögnin var órofin, og allt landið virt- ist dautt. Loménie hafði einnig áhyggjur af örlögum föður Orgevals. Pont-Briand var niðurdreginn og brúnaþungur eins og hann liði ein- hverjar innri þjáningar. Áður en liðið fór fyrir síðustu bugðuna, sem skýldi Katarunk sjón- um þeirra, stöðvuðu liðsforingjarnir tveir hópinn og létu mennina draga eintrjáningana upp á bakkann og fela þá í pilviðnum. Síðan hlóðu mennrnir byssur sinar í þögn. Loménie og Pont-Briand klifruðu upp á klett til að geta séð án Þess að sjást sjálfir. Loftið var tært en þó var í þvi beisk angan af kuinuðum reyk. Og um leið og þeir komust upp á klettinn, sáu þeir hvernig komið var. 18. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.