Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 23
þarna með uppteygð andlit, gagnteknir eins og börnin. H.iörtu þeirra voru full af fögnuði. Þessar yfirnáttúrulegu sýnir, sem bar þeim fyrir augu voru eins og draumar. Þeir gleymdu raunveruleikanum og ástæð- unum fyrir þyí að þeir stóðu hér á bökkum Kennebec. Gríðarstór, smaragðsgrænn snákur féll i miðjan hópinn og engdist þar skyrpandi og hvæsandi í allar áttir. Eldfluga hvarf út í myrkrið og risastórt, glóandi grasker sprakk.... Þegar síðasti flugeldurinn hafði varpað mislitu, logandi púðri sínu út í næturhimininn, var varðstöðin í Katarunk horfin. Virkið var hrunið í neistaregni og staðurinn, þar sem það hafði einu sinni staðið, var ekki annað en gríðarstórt glóandi sár, sem smám saman dökknaði eftir þvi sem mínúturnar liðu. 33. KAFLI Svo reis tunglið, það var komið undir miðnætti. Og miid birta þess, sem blandaðist saman við bjarmann af stórbrunanum, gerði sviðið undarlega bjart. Þau biðu. 1 þessu samblandi birtu og myrkurs voru hálfnaktir villi- mennirnir að vakna eins og af ótrúlegum draumi. Gegnum þögnina varð hjal árinnar við bakka sina hærra og hærra. Hægt og hægt kom Outakke aftur til sjálfs sin, hann leit á hvítu hjónin, sem stóðu fyrir framan hann, og Það var sem hann sæi þau á nýjan hátt. Þarna voru þau, karl og kona sem studdu hvort annað, og biðu þess að hann. Móhaukurinn, dæmdi milli lífs og dauða. Svo þrútnaði hjartað í brjósti hans og Þeir ástríðuþrungnu, skáldlegu töfrar, sem svo oft gerðu hann meyran, hrifu hann nú með sér og hann talaði hljótt við manninn, sem stóð frammi fyrir honum, mann- inn, sem hafði borið hann ofurliði: — Ert þú Forfaðirinn, sem Fuglinn spáði að kæmi aftur til okkar I dulargerfi hvita mannsins? Ég veit það ekki, — en ég veit enn ekki hver þú ert í raun og veru — en ég mun aldrei gleyma því, sem ég hef séð í Katarunk .... skal aldrei gleyma Því....... Tala þú. sagði hann svo upphátt, og sneri sér að Nicholas Perrot. — E'ndurtaktu það, sem ég ætla nú að segja við stríðsmenn mína. Ég veit ekki hver þú ert, Tekonderoga, en aldrei mun ég gleyma þvi, sem ég hef séð í Kata- runk. Nicholas bergmálaði orð hans, og stríðsmennirnir svöruðu með lang- dregnu hrópi, sem endurómaði um allan dimma dalinn: —■ Aldrei munum við gleyma....... — Ég hef einnig séð, að þú ert ekki Fransmaður eins og hinir, Tekonderoga .... hélt Outakke áfram á frönsku með röddu, sem sífellt varð ákveðnari og styrkari. — Ég sé, að þú ert enginn Fransmaður frá Quebec. né heldur ert þú frá konungi Frakklands. Þú stendur í raun og sanni einn og laiai’ þinu eigin nafni. Var mér raunverulega einskis virði að glata öllum þessum bifurskinnum ? — Auðvitað voru skinnin mér verðmæt ,en mun meira sé ég þó eftir þeim (ækjum, sem gerðu mér kleift að skilja leyndarmál náttúrunnar, að sjá ósýnilega hluti. Með þeim gat ég talað við stjörnurnar, en nú nota Swanissit og hinir dauðu höfðingjarnir tækin mín og komast að leyndarmálum stjarnanna. — Sæla mega þeir prísa sig, muldraði Irokinn. — Og hvað ykkur hina snertir. þá vitið þið hvar grafir þeirra eru. Þær eru framan við varðstöðina, hjá öskunni. Enginn mun nokkru sinni framar byggja hér, og þið getið snúið hingað aftur án smánar og sorgar til að vökva þeirra virðulegu bein. — Og þú, Tekonderoga? Hvað verður um þig? Þú átt. ekkert nema hestana og þessi föt. Skógurinn er allt umhverfis þig, það er nótt, og vetrarkuldinn nálgast. —Það skiftir minnstu, úr þvi sæmd mín er endurheimt og ég hef goldið manngjöldin. — Ferðu aftur niður að hafinu? — Nei. Það er orðið of áliðið hausts og ferðin væri of hættuleg. Ég ætla til fjallanna, og setjast að hjá mönnunum mínum fjórum, sem eiga kofa uppi þar. Má ég segja þeim, að þið séuð enn bandamenn okkar? — Já, það máttu. Þegar Mæðraráðið og Öldungaráðið hafa viður- kennt ákvörðun mína, mun ég senda þér hálfsfesti úr postulini. Te- konderoga, heldur þú i alvöru, að þú munir sigra alla þína óvini? — Árangur orrustunnar er í höndum Andans Mikla. En ég er stað- ráðinn í að berjast og sigra. —Þú hefur mikið hugrekki og mikið vit, og ég spái þér sigri. En gættu þín, Tekonderoga, því enn áttu marga óvini. og múskettur þinar geta ekki unnið á þeim skelfilegasta þeirra allra, Etskon-Honsi, Svarta- kufli. Hann er málssvari Guðs síns, og hann er máissvari konungs síns. Hann er ósigrandi. Margssinnis höfum við reynt að granda honum, en hann hefur ávalt komizt af. Hann GETUR EKKI dáið, skilur þú það? Hann ætlar að sópa þér úr götu sinni, og hann mun viðstöðulaust of- sækja þig, því þú ert ekki frá sömu lífshlið og hann. Þú ert af þessum heimi, en hann er af heimi hinna ósýnilegu anda, og fyrir honum er jarðlífið óbærilegt viti.... Ég óttast um þig, nú þegar þú ert vinur minn. Ég veit, að hann sækist eftir endalokum þínum. Ég veit það, ég hef séð það — hve oft hef ég ekki séð það í draumum mínum, séð þetta bláa auga hans skjóta gneistum! Og ég, hraustur striðsmaður, hef skolf- ið, þvi ég veit ekkert á þessari jörð skelfilegra en þetta auga. Þegar hann beindi Þvi að mér, meðan ég bjó með frönskum, fann ég sál mína og anda líða úl af mér ... Varaðu þig, Tekonderoga, endurtók hann með ákefð, -— og farðu gætilega, þvi þú átt dýrgrip, þú, sem átt ekkert annað, og einmitt þennan dýrgrip reynir hann að hrifsa frá þér, sér- staklega hann. Hann benti á Angelique. —■ Hatur hans hvílir þegar á henni. Hann mun reyna að aðskilja ykkur. Verðið þið þess megnug að verjast valdi hans? Hann er mjög sterkur, og honum verður ekki grandað. Allt i einu var engu likara en Ooutakke væri brugðið. Og ef tii vill var það á þessari stundu, seni hjarta Angolique fylltist af ást til Indíánanna. Það var kennd, sem var sterkari ótta, sterkari andúð þeirri sem ekki hefði verið óeðlilegt að hafa á þessum viliimönnum, það var kennd sem skaut rótum í þeim kenndum vinsamlegrar, þegnhollrar og móður- legrar umhyggju, sem hún bar til annarra. Nú sá hún þá, nakta, trúgjarna. varnarlausa, með örvarnar einar móti banvænum eldi múskettanna, með enga aðra vörn móti dulúðg- um töfrum jesúítanna en sína eigin frumstæðu galdra. Vorkunnarsemi og virðing fyrir þeim tóku sér ból í hjarta hennar. Áhyggjufull rödd Irokans, sem eftir svo mörg hatursyrði var nú að gefa þeim ráð, opinberaði henni mannleg sérkenni þessa grimmlynda þjóðflokks. Með heilshugar skoðanaskiftum frumstæðs fólks voru Irokarnir nú haldnir þungum áhyggjum af velferð þeirra, sem þeir höfðu verið staðráðnir í að strádrepa aðeisn fáeinum klukkustundum fyrr, en nú, þegar þeir voru orðnir vinir, báru þeir meiri umhyggju fyrir þeim en sjálfum sér. Joffrey de Peyrac gekk að Outakke og sagði við hann í trúnaðartón: — Ég skal segja þér nokkuð, sem þú getur skilið. Varðenglar minir eru slikir, að -þeir óttast hvorki iil álög rauðskinnanna né bölvun hvítra manna. Og E’tskon-Honsi er hvítur maður eins og ég, þrátt fyrir ailan sinn mátt.... og verður það. Eins og ég. — Rétt er það, sagði Móhaukurinn, -heldur hressari. — Þú ert hvitur, og þú getur skilið liann, en höfuð okkar verða stundum rugluð. Það skil ég. Þú veizt, -hvernig bera á hærri hlut yfir honum rétt eins og þú vissir, hvernig átti að sjá við okkur, þegar við ætluðum að granda þér. Það er gott. Megir þú áfram vera sterkur, Tekonderoga. Við þörfn- umst krafta þinna. Og farðu nú, farðu hvert sem þú vilt. Hvert sem þú kannt að vandra, þú eða þínir, ef þið hittið stríðsmann Iroka, mun hann syngja fyrir ykkur friðarsönginn. Ég hef talað. Farið í friði! 34. KAFLI Næturþeyrinn lék um öskuna, og allt var orðið dökkt og hljótt. Tunglið var horfið i fjarlægt mistur og birtan af því ærið dauf, svo rétt mátti greina útlinur skógar og fja-lla. Joffrey de Peyrac gekk hægt eftir árbakkanum. Hann var einn síns liðs, og endrum og eins nam hann staðar og pírði augun í áttina að hæðinni, þar sem varðstöðin i Katarunk hafði staðið, aðeins fáum klukkustundum áður. Angelique stóð honum álengdar fjær og horfði á hann nema staðar, en röita siðan. af stað aftur í Þungum þönkum. S.jálf hafði hún einnig snúið aftur til sama staðar, eins og ómót- stæðilegir töfrar kölluðu hana. Börnin voru sofnuð hjá eldi í helli, sem greifinn hafði látið flvtja teppi og nokkrar matarbirgðir til daginn áður. Flest fullorðna fólkið var örmagna og svaf eins og börnin. En Angelique yfirgaf þau og hvarf hljóðlega út í nóttina, þar sem hún, í allra fyrsta sinn, var ekki lengur lirædd. Illir andar virtust horfnir héðan, eins og hryllilegt og ofsafengið fárviðri hefði þeytt þeim út í buskann. Nú reikaði hún hér um i hlvlegum s-kógi, og hvert hljóð se-m henni barst að eyrum -hafði tekið nýja merkingu. Þau voru bermál -hins lif- andi heims, heims, sem var að vakna til nýs lífs undir -greinum trjánna, lítill dýrheimur, önnum kafinn að búa sig undir veturinn. Mosinn mett- aði loftið angan sinni i siðasta sinn á þessu hausti, ikornarnir hertu sig að grafa niður síðustu hneturnar, og langt, langt i fjarska heyrði hún elvsbaul. eins og fiarlægan. dapurlegan hornabléstur. Angelique var ekki len-gur hrædd. Með gerðum sínum hafði Joffrey de Peyrac losað -hana við beyginn . Þetta var hrein vitfirring! En hið eina, sem unnt var að gera. Að brenna Katarunk til kaldra kola. Hann var eini maðurinn í heiminum. sem -hafði vogað slíkt og staðið við það. Hanu -hlaut að hafa fengið hugmyndina, þegar hann sagði: — Hús mitt er flekkað af ófyrirgefan- legum -glæp. Þá hafði hann g-ert sér Ijóst, hvað ekki varð umflúið. Og þess vegna varð hann aftur rólegur. Héðan í frá myndi beim ekki stafa illt af amerísku landi. Gereyð- ingin var gild friðþæging. 1 fyrstu hafði Angelia\ie skvniað þetta óljóst. svo laust bví niður hjá lienni eins og opinberun. Og nú gekk hún milli triánna. hiartað var létt í brjóstinu, því hún fann að fnrið hafði verið að helgisiðunum og það -veitti sá-1 hennar frið. bótt gegnsýrð væri af kristnum dómi. Fórnin var gild. ekki aðeins vegna -þess að hún hafði bjargað lifum beirra, heldur einnig vegna þess, að hún myndi færa þeim hamingiu. Og orðin, sem ihún hafði svo oft muldrað undir messu, komu nú fram á varirnar á henni: Hanc iqitur oblationem .... — Þessum fórnum við þér. ó herra. við begnar bínir, og allt okkar fólk með okkur. Við bið.jum þig: Þigg nú fórn ok-kar, herra, og færðu ok-kur þinn frið.... Land Ameriku yrði beim ekki lengur óvinveitt. Fórn Joffreys de Peyracs hafði snortið harðúðugt hjartg bess. Irokarnir mvndu aldrei gleyma. En bó var annað ofar í huga Angeliaue, begar þessi einlæga bæn steig henni frá hjarta. og bað var algert allslevsi hennar og Joffreys. Allt var liðið upp i reyk! H-verju gátu m-ennirnir svift Þau nú? Ekk- ert var eftir nema einn, dásamlegur og leyndur dómur: Ast þeirra. Þetta hlutu örlögin að -hafa ákveðið. begar þau færðu bau saman á ný, svo þau gætu til fulls metið samvistirnar. en gætu ekki vanmetið þær. Þau höfðu orðið að kvnnast þessu, ti-1 að rugla ekki ástinni saman við jarðnesk verðmæti. Hin hreina ást karls til konu. og konu til karls, tveir logar í einum. brennandi á kveljandi heitri evðimörk. á ísköldum frostauðnum, tvö hjörtu brennandi í nótt alheimsins. eins og á degi sköpunarinnar..... Hún stóð álengdar og horfði á Joffrey de Peyrac rölta hugsi eftir árbak-kanum. Reykjarlyktin grúfði enn vfir landinu. og þrátt fyrir næturkulið fann hún enn bregða fyrir þefnum af hiörðinni sem liér hafði tramDað iörð- ina niður I svörð, en nú var aftur á mót.i orðið svo hljótt, að Angelique fann til nærri yfirbvrmandi vellíðunar. Úr fjarska liorfði hún að skuggamvnd mannsis. sem við og við nam staðar og lyfti höfði í át.tina að bæðinni. þar se-m e’nstaka vindsveinur bærði til öskuna svo -glytti í glóð. Framhald á bls. 43 18. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.