Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 8
Bertie Mee, framkvæmdastjóri Ars- enal. Hann segir að eitt knattspyrnu- lið verði því aðeins vinsælt hjá áhorfendum að það vinni sigra. — Arsenal hefur verið í mikilli fram- för undir stjórn hans. Aðallið Arsenals 1968—69, tal- ið frá vinstri: George Armstrong, Pat Rice, David Court, Bobby Gould, George Graham, Terry Neil, lan Ure, Jim Furnell, Bob Wilson, John Radford, Jon Sammels, Peter Simp- son, Frank McLintock, David Jenk- ins, Peter Storey, Bob McNab. Þeir koma áreiðanlega flestallir hingað annan maí. Nú eftir mánaðamótin er væntan- legt hingað til lands lið frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal, til heimilis í Lundúnum og í röð elztu og virðulegustu félaga í þessu móð- urlandi knattspyrnunnar. Hingað kemur það i boði Knattspyrnusam- bands íslands og leikur við úrvalslið Knattspyrnusambands íslands. Arsenal á sér lengri og merki- legri sögu en flest eða öll önnur knattspyrnufélög heims. Það var stofnað 1886 og hefur síðan lengst af verið í fremstu röð meðal enskra knattspyrnufélaga og oft meðal hinna beztu í heiminum öllum. Það hefur verið í ensku fyrstu deildinni í samfleytt 50 ár og unnið hana 7 sinnum. Arsenal hefur verið í mikilli fram- för undanfarið, og er það ekki sízt þakkað núverandi framkvæmda- stjóra félagsins, Bertie Mee. Áður en hann tók við, hafði Arsenal lengi fylgt þeirri reglu að betra væri að tapa vel leiknum leik en vinna illa leikinn. Þetta mottó þótti ekki gef- ast of vel, því að þótt leikmenn fé- lagsins lékju fagurlega, urðu þeir ekki sigursælir að því skapi, og s(ð- ustu tíu til fimmtán árin áður en Mee tók við var það í nokkurri lægð. En þessu var Mee fljótur að breyta. Frank McLintock, fyrirliSi Ars- enal, og skozkur landsliðsmaður. — Lék áður með Leiehester City. Hann hefur fjórum sinnum leikið úrslita- leik á Wembley, en lið hans hefur ætíð tapað. lan Ure er annar skozkur lands- á liðsmaður í Arsenal. Var áður í Dundee Football Club og kom með liði þess félags til íslands fyrir nokkrum árum. Hann leikur sem miðvörður og er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum Arsenals. 8 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.