Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 10
ARSENAL KEMUR! Hann er þeirrar skoðunar að knatt- spyrnulið skemmti því aðeins áhorf- endum að það vinni sigra, og undir hans stjórn hefur lið Arsenals rokið upp og er nú meðal þeirra albeztu í Bretlandi. Það er því ekki út í hött sem Albert Guðmundsson for- stjóri, frægasti knattspyrnumaður Is- lendinga fyrr og síðar, hefur sagt, að koma Arsenals hingað sé merk- asti viðburður í knattspyrnusögu Is- lands til þessa. Albert getur trútt um talað, því að fáir þekkja Arsenal betur af eig- in reynd en hann. Hann lék sjálfur með félaginu um skeið og var þar í röð mestu garpa. Síðar, þegar hann var kominn suður á (talíu í þjónustu Milans, fékk Arsenal hann lánaðan til Suður-Ameríkuferðar. — Þess konar lán var án fordæmis í brezka knattspyrnuheiminum og vakti þetta.gífurlega athygli. Albert lék síðan nokkra leiki með félaginu í ferðinni og gat sér mikið frægðar- orð. Hafa þeir í Arsenal síðan haft hann í miklum hávegum og var það einkum fyrir hans tilstilli að félagið fékkst til að senda lið til Islands, en tími þess er mjög áskipaður, sem nærri má geta. ☆ Bobby Gould, nýjasta viðbótin í aðallið » Arsenals, kom þangað frá Coventry. Mikil markskytta, enda keyptur fyrir 90.000 sterl- ingspund og hefur reynzt fyllilega verður þess fjár. John Radford (til vinstri) í leik við Coventry City. Hann er útherji og einnig duglegur að skora mörk. -qp- Tveir af úrvalsmönnum Arsenals, Bob McNab, bakvörður (til vinstri), og John Radford, eftir landsleik Englands og Rúmeníu, sem lauk með jafntefli, eitt á móti einu. -A- John Radford í hörkusókn að marki Sunderlands. Til varnar er Charley H urley,yfirr bzgðkóéá mb Charley Hurley, fyrirliði Sunder- lands. Úr úrslitaleiknum í bikarkeppni ý deildarliðanna. Jim Furnell, mark- vörður Arsenal, tekur undir sig stökk og grípur knöttinn. Jackie Charlton, miðvörður Leeds, hefur fallið á hnén.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.