Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 25
„Við verðum að efna heit okk- ar ....“ Það er Edward Kennedy, sem stendur í ræðustóli og ávarpar 2800 gesti í óvenjulegu kvöld- verðarboði á Hilton-hóteli í Washington. Gestirnir hafa greitt minnst 100 dollara fyrir matinn hver. Sumir hafa jafnvel greitt 500 dollara. Samt er maturinn ósköp venjulegur og fremur fá- brotinn en hitt. Þetta fólk er saman komið til þess að greiða gamla skuld með glöðu geði. Þegar Robert Kenne- dy var myrtur, hafði kosninga- baráttan þegar kostað hann 3 milljónir dollara. Þ'essi skuld var enn ógreidd, þegar stuðnings- mönnum hans datt í hug, að vel færi á því, að almenningi yrði gefinn kostur á að gera hvort tveggja í senn: votta Robert Kennedy virðingu sína og leggja sinn skerf til þess að greiða þessa ógreiddu skuld. Þótt auður Kennedy-fjölskyldunnar sé mik- ill, þá er hann ekki ótæmandi, og ef til vill þarf Edward Kennedy á honum að halda, ef hann býð- ur sig fram við næstu forseta- kosningar. Aðdáendur Roberts Kennedys brugðust skjótt og vel við þess- ari málaleitan. Að undanförnu hafa Kennedy-kvöldverðarboð farið fram í öllum stærstu borg- um Bandaríkjanna. Heiðursgest- ir í öllum þessum boðum eru meðlimir Kennedy-fjölskyldunn- ar: Edward, systur hans, Pat Lawford og Jean Smith, móðir þeirra Rose og fleiri. „Kosningabaráttunni lauk ekki í Kailiforníu, þegar bróðir minn var myrtur,“ sagði Edward í lok ræðu sinnar í Washington. „Hún heldur áfram og henni skal ekki ljúka, fyrr en sigur hefur unn- izt.“ Á eftir var Edward ákaft fagnað. Þykja hinar góðu við- tökur, sem hann hefur fengið í þessum kvöldboðum ljós vottur þess, hversu miklu fylgi og vin- sældum hann á að fagna. Móðir Kennedybræðranna, Rose, hefur verið viðstödd nokkur af kvöld- verðarboðunum, sem hr.ldin eru til minninRar um Robert Kenneily og til þess að greiða kostnaðinn við kosningabaráttu hans. Hubert Ilumphrcy lcikur á als oddi á Kcnncdy-kvöldvcröinuin í Washing- ton. Við hlið hans er Edward Kennedy. Edward Kennedy, kona hans, Joan, og systurnar Pat Lawford og Jean Smith. ■ ■ • ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.