Menntamál - 01.06.1943, Page 13

Menntamál - 01.06.1943, Page 13
MENNTAMÁL 3 Iiigiinar Jóhannegson: Aðalstetmi Sigmunclsson, kennari Fæddur 1«. Júlí IK!lf — Dúinn 1C. npn'l 1943 Fimmtudagskvöldið 24. marz vorum við Aðalsteinn Sig- mundsson saman á gangi, síðast sinni. Við ræddum þá mest um „Menntamár. Það var þá nýráðið, að hann tæki við ritstjórn þeirra, en ég afgreiðslu. Hann lagði á það mikla áherzlu, að ég skrifaði grein í næsta hefti um ákveðið efni og síðustu orð hans til mín voru áminning um þetta. — Nú hefur annar ritstjóri beðið mig um að skrifa grein i „Menntamál“ um þennan látna vin minn og starfsbróður. Ég finn vanmátt minn til þess að framkvæma það á skömm- um tíma. En þó skal nú tilraun gerð. Aðalsteinn Sigmundsson fæddist að Árbót í Aðaldal 10. júlí 1897. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigmundur Sig- urgeirsson og Jóhanna Þorsteinsdóttir, er bjuggu þar. Voru þau bæði af þingeyskum ættum, sem mér eru lítt kunn- ar. Þó veit ég, að Sigmundur í Árbót og Guðmundur Magn- ússon, skáld, voru systkinasynir. Alsystkini AÖalsteins eru þau Jóhanna, húsfreyja í Ytri-Skál í Kinn og Arnór bóndi í Árbót, en hálfbi'óðir Steingrímur bóndi í Nesi. Þegar Aðalsteinn var 6 ára gamall, missti hann móðir sína. Mun það hafa haft mikil og djúp áhrif á hinn gáf- aða og viökvæma dreng. Eftir lát móðurinnar, gekk Stein- unn, föðursystir hans, honum í móðurstað og tókst það prýðilega. Unnust þau mikið og er nú sár harmur að henni kveðinn, heilsulausri á gamals aldri. Fljótt bar á því, að Aðalsteinn væri námfús og bók- hneigður. Þess vegna mun föður hans hafa langað til að 1*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.