Menntamál - 01.06.1943, Side 15
MENNTAMÁL
5
hvað AÖalst. elskaði og virti hið látna skáld, og alla tíð
var hann tryggur vinur og ráðgjafi ekkju hans, meðan
hún lifði, enda sýndi hún Aðalsteini mikinn sóma með
því að gefa honum útgáfuréttinn að verkum manns síns.
Eins og fyrr er getið, lagði Aðalsteinn einkum stund á
íslenzk fræði og náttúrufr., auk hins venjulega skólanáms.
Var hann mjög handgenginn dr. Bjarna Sæmundssyni og
lærði margt af honum. 1918—19 sótti hann einnig fyrir-
lestra i sálarfræði og heimspeki við háskólann. Þá var
hann og prýðilega drátthagur, enda listfengur og listelskur
alla tíð.
Sumarið 1919 réðist Aðalsteinn að barnaskóla Eyrarbakka
og tók við forstöðu hans um haustið. Var það mikið vegna
meðmæla sr. Magnúsar Helgasonar. Hann ráðlagöi skóla-
nefndinni að velja þennan unga mann og láta hann sjálf-
ráðan um stjórn skólans. Þá mundi vel fara. Og hann var
framsýnn þá, sem fyrr, sá ágæti maður. Skólastjórnin fór
Aöalsteini prýðilega úr hendi og hann reyndist einnig
hinn ágætasti kennari. Hann var skyldurækinn og áhuga-
samur, svo af bar, stundvís og reglusamur. Lét hann sér
mjög annt um að efla hag skólans á allan hátt og að nám
barnanna yrði þeim til gagns og gleöi. Þar byrjaði hann á
ýmsum nýjungum í skólalífi, er síðan hafa orðið algeng-
ar. Má þar nefna sýningar á skólastarfi barna, blaðaút-
gáfu, feröalög, skemmtisamkomur til ágóða fyrir skóla-
starfið o. fl. Þá lagði hann og mikla rækt við að skóla-
setning og uppsögn yröu hátíðisdagar fyrir börnin og að-
standendur þeirra. Öllu þessu fylgdi hressandi blær hins
nýja tíma og ungmennin löðuðust að hinum nýja skóla-
stjóra. Var ekki trútt um að sumum þeim eldri og aftur-
haldssamari, fyndist nóg um, og jafnvel ýmsar fram-
kvæmdir hins unga manns orka tvímælis. En slíkt er mjög
eðlilegt.
Meðan Aðalsteinn var skólastjóri á Eyrarbakka, gaf fyrrv.
verzlunarstjóri, P. Nielsen, barnaskólanum hið merkilega