Menntamál - 01.06.1943, Page 18

Menntamál - 01.06.1943, Page 18
8 MENNTAMÁL hann aftur 1935 og var á skólamóti í Stokkhólmi. Þá ferð- aðist hann mikið um Svíþjóð, og hlustaði á kennslu í skól- um þar. Hann var mjög hrifinn af þeim. Einnig kom hann þá til Noregs. í Svíþjóð kynntist hann hinni nýju stefnu um frjáls vinnubrögð í skólum. Gerðist hann brautryðjandi þeirrar stefnu hér á landi, svo sem kunnugt er og náði á- gætum árangri í drengjadeildum þeim, sem hann kenndi. Er það alkunnugt hér í Reykjavík og víðar og nægir þar að benda á hinar stóru og fjölbreyttu sýningar á vinnu nem- enda hans, sem haldnar hafa verið árlega. Einkum var handavinna drengjanna fjölskrúðug og falleg, því að auk þess, sem áður er getið, var Aðalsteinn hagur vel og tré- skeri góður. Hafði hann notið þar tilsagnar vinar síns, Ríkarðar Jónssonar myndhöggvara. Eitt skemmtilegasta átakið í skólastarfi Aðalsteins hér í Reykjavík er, þegar hann fór til Færeyja 1933, með drengja- deild (8 A), er hann kendi þá. Ferðin var undirbúin allan veturinn og allir drengirnir fóru. Það er met, sem enginn fær yfirstigið. Ferðasjóður drengjanna, sem þeir höfðu safnað um veturinn, greiddi fargjöld, fæöi o. fl., fyrir allan hópinn. Drengirnir greiddu ekki annað úr eigin vasa en persónulegan útbúnað og vasapeninga, er þeir voru sjálf- ráðir um. Ýmsir góðir menn gáfu ferðasjóði þeirra stór- gjafir. — En þetta er fyrsta skólaferð til útlanda og sú lengsta, sem ein deild hefur farið. Förin varð drengjunum, skólanum og þjóð vorri til sæmdar. Færeyingar tóku flokknum höfðinglega, enda var Aðalsteinn hinn mesti vin- ur Færeyinga og ágætur málsvari þeirra.1) Færeyjafarar gáfu út bók um ferð sína 1934. Þar geta menn kynnt sér betur þennan merkilega þátt í skólastarfsemi Aðalsteins. Þar sem löngu er viðurkennt, að Aðalsteinn var meðal fremstu skólamanna þessa lands og merkur brautryðjandi um nýjar kennsluaðferðir, þá var hann oft fenginn til að )) Kom hann nokkrum sinnum til Færeyja og átti þar góða vini.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.