Menntamál - 01.06.1943, Side 25

Menntamál - 01.06.1943, Side 25
MENNTAMÁL 15 Knrt Zier: Um liti Litblýantar og lituð vaxkrit er almennt notað við teikni- kennslu í barnaskólum hér á landi. Þessir litir hafa þann kost, að auðvelt er að fara með þá; jafnvel yngstu börn- unum tekst furðu vel að beita þeim. En þeir hafa líka marga galla, m. a. þann, að litavalið, sem börnin hafa til umráða, verður mjög fáskrúðugt og takmarkað, því að þau geta ekki blandað úr þeim þau litbrigði eða lit-tóna, sem þau helst kynnu að kjósa. í litum þessum er einnig mikið af verðlitlu tengiefni, (gibs, krít, vax), sem gerir þá daufa. Gefa þeir þvx aldrei hreina, sterka og skæra liti. Vegna þess, að ekki er hægt að blanda þá, hvern við ann- an, vei’ða börnin alltaf að nota sömu litbrigðin, hvert sem verkefnið er, sem þau vilja teikna og túlka. Það er því augljóst, að þessi ágalli og einhæfni litanna er beinlínis skaðleg fyrir þroska barnanna, bæði fyrir þekkingu þeirra og skilning á litum, en þó einkum fyrir þróun tjáningar- hæfileikans. Börnin læra því ekki svo vel sem skyldi að að nota liti sem tjáningar- eða frásagnartæki. Stundum eru börn látin nota litpappír í stað litblýanta. Er þá pappírinn rifinn eða klipptur í sundur og pjötlunum raðað saman í mynd og límdar niður. Þetta hefir sína kosti, en þó svipaða annmarka og litblýantarnir. Þó er hægt að finna ýms þau viðfangsefni, sem leysa má með þessum tækjum, sem nú hafa verið nefnd, en út í það skal ekki farið nánar. Vatnslitir. Vegna ókosta þurru litanna, hafa menn því leitast við að finna aðra liti, sem fullnægi betur þeim kröfum, sem gera ber til skólalita. Upp af þeirri leit er sprottin notkun vatnslitanna.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.