Menntamál - 01.06.1943, Page 27
MENNTAMÁL
17
þeim hvern litinn ofan í annan og lagfæra þannig og
breyta því, sem misheppnast hefur í fyrstu tilraun. Ef það
er gert, verða þeir ósamstæðir og óhreinir. Til þess að fara
réttilega með þá, þarf leikni og þekkingu, sem börnin
skortir.
Þessu er öðruvísi varið um svonefnda þekjuliti. Litar-
efni þeirra er stórgerðara og í þeim er allmikið af lími og
nokkuð af efnum, sem ver gegn rotnun. Beztu þekjulitir,
sem mér eru kunnir, eru þýzku Marabu- eða Pelikan-
litirnir, sem nú eru, því miður, ófáanlegir hér á landi.
Til þess að reyna að ráða bót á þessu sneri ég mér þegar
á fyrsta starfsári Handíðaskólans, veturinn 1939—40, til
Jóhanns Þorsteinssonar, litasérfræðings - verksmiðjunnar
Litir & Lökk, og fékk hann til að búa til skólaliti, sem nú
hafa verið reyndir á fjórða ár og hafa gefizt mjög vel. Litir
þessir heita Polychrom-litir og eru seldir í luktum blikk-
dósum og glerkrukkum. Litir þessir fullnægja flestum þeim
kröfum, sem kennarar verða að gera til skólalita: Það er
hægt að þynna þá með vatni; þeir þorna allfljótt og eru
þá nálega óuppleysanlegir í vatni; það er þess vegna hægt
að mála yfir þá æ ofan í æ; þeir þekja mjög vel og inni-
halda nægilegt litarefni og gefa því hreina liti og sterka;
en þaö, sem mest er um vert, er þó það, að hægt er að
blanda þeim saman eftir þörfum. Litirnir er frekar ódýrir,
og ef um mikla notkun er að ræða, ættu skólar að kaupa
stærri skammta í einu og skipta úr þeim í smáglös eða
dósir handa börnunum.
Litir þessir eru kvoðukenndir og er það að vísu ókostur
við þá, að ekki er unnt að framleiöa þá hálfþurra, eins
og Pelikanlitina, sem seldir eru i litlum, opnum blikk-
skálum.
Auk þess, sem Polychrom-litirnir hafa veri ðnotaðir við
teiknikennsluna í öllum aldursflokkum Handíðaskólans, þá
hafa þeir mikið veiið notaðir þar við skreytingu á hvers-
konar föndri, t. d. til þess að mála með þeim leikföng úr
2