Menntamál - 01.06.1943, Page 29
MENNTAMÁL
19
Hvernig er nú farið að því að mála?
Fyrsta og helzta boðorðið, sem kennarinn þá verður að
fylgja, er það, að fcenna börnunum að beita starfstœkj-
unum réttilega og fara vel með þau.
Þegar barnið málar, á það að hafa hjá sér óvandaöan
pappír, sem það blandar litina á. Tekur það nú ögn af
lit á pensiloddinn og strýkur af honum á blöndunarpapp-
inn. Vætir síðan pensilinn og þynnir litinn, þangað til hann
er orðinn ámóta þykkur og rjómi. Þá, en ekki fyr, má bera
litinn á myndflötinn. Þess verður að gæta vel, að barnið
þynni eða blandi litina á blöndunarpappírnum, en ekki á
myndfletinum. Annars nær það aldrei fallegum, hreinum
litum eða litablöndu.
Mikið veltur á því, að penslinum sé beitt rétt. Það á alltaf
að draga hann að skafti! Ef honum er haldið eins og penna-
stöng, í hægri hendi, á aö draga hann frá vinstri til hægri,
eða ofan frá og niður á við, þannig að hárin liggi slétt, en
fari ekki í flækju eða brotni. Aldrei má nudda penslinum
um myndflötinn, né beita honum á móti hárunum. Ef of
mikið af lit er á einhverjum stað myndarinnar, eða ef lit-
urinn er of blautur, á að þerra pensilinn á léreftsrýjunni
og taka litinn upp í hálfþurran pensilinn.
Það verður einnig að gæta þess vel, að börnin venji sig
þegar frá byrjun á það, að skola og hreinsa pensilinn í
hvert skipti, er þau taka nýjan lit. Ef þetta er vanrækt
verða litirnir fljótt óhreinir og ónothæfir. Vatnkrúsin er
því mikilvægt starfstæki, en venjulega er hún höfð of lítil.
Krúsin á að rúma %—1 ltr. af vatni, eða álíka mikið og
niðursuðudós eða -glas, sem ætlað er undir 1 kg. matar.
Mörgum kann að þykja það fyrirhöfn og umstang að
láta börnin mála með vatnslitum. En þessi vinnubrögð, sem
ég hefi lýst hér að íraman, verða þeim fljótt eölileg og sjálf-
sögð og hafa þau bæði ánægju og mikið gagn af því aö mála.
En aðalhlutverk kennarans á þó að vera það, að leiöbeina
þeim um rétta og skynsamlega notkun starfstækjanna.
2*