Menntamál - 01.06.1943, Side 35

Menntamál - 01.06.1943, Side 35
MENNTAMÁL 25 nefnt hefur verið til þessa. Hann er ekki aðeins t.æknileg fox-skrift að blöndun lita. Hann er einixig, — eða gæti verið okkur, — lykill að dásemdum litaheims þess, sem við lif- um og hrærumst í. Hann getur veitt okkur skilning og innsýni í eðli og veru litanna, þessara dularfullu, lifandi afla tilverunnar, sem við erum háðari en okkur nokkru sinni grunar. Hlutverk og áhrif litanna á líf okkar er mikið og mikil- vægt. Og allstaðar í náttúrunni, bæði hinni dauðu og lif- andi náttúru, blasa þeir við sjónum okkar. Allstaðar gefst okkur kostur á að athuga þá, skyldleika þeirra, eðli þeirra og lögmál, sem þeir lúta. Lokaorð. Ég vil því að lokum benda á nokkur lærdómsrík dæmi til athugunar, en vænti þess, aö lesendur mínir láti ekki staðar numið við þau, heldur leiti sjálfir annarra og hugsi oftar um þessi mál og kynni sér betur þenna undraheim. Lítum inn í smiðju járnsmiösins. Járnið, sem hann stingur í eldinn er gráleitt að lit. En þegar það hitnar, breytist litur þess smátt og smátt. Það roðnar; fyrst er það dökkrautt, en lýsist síðan og verður eldrautt (zinnóber- í'autt), síðan orange. Enn lýsist það og verður gullt og að lokum glóandi, skínandi bjart eins og sólin. Kveðjum nú smiðjuna og göngum út í sólskiniö. Athug- um sólina á vegferð hennar frá hádegi til sólarlags. Um miðdegi er hún hvít og skínandi björt. Þegar líður á dag- inn og nálgast sólarlag, dofnar skin hennar og liturinn tekur að breytast. Hvítt verður gullt, þá orange og niðri við sjóndeildarhring er sólin orðin blóðrauð. Bæði þessi dæmi sýna okkur sömu litbreytingarnar, að- eins í gagnstæðri röð. Bæði þessi fyrirbrigði eiga heima í rauða helmingi lithringsins, sviði hinna heitu lita. — Athugum nú liti íssins. Jökulísinn, sem sýnist hvítur úr fjarska, er með grænleitum litblæ, — líkt og gler, —

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.