Menntamál - 01.06.1943, Side 36
26
MENNTAMÁL
þar sem hann er tær og þunnur. Þykkari íslög eru blá-
græn, en niðri í djúpum jökulsprungum ríkir fjólublátt
myrkur.
Öll þessi litbrigði íssins tilheyra hinum bláa hluta lita-
hringsins, sviði hinna köldu lita.
— Alþýða manna í öllum löndum hefur veitt þessum
fyrirbrigðum athygli, og kemur skilningur hennar á eðli
litanna mjög glögglega fram í tungum þjóðanna.
íslenzk orð og orðtæki eins og t. d. helblár, blákaldur
sannleikurinn, eða likingar eins og þær, að ástin sé rauð,
vonin græn o. s. frv. benda í þessa átt.
— Litirnir endurspegla lífið sjálft. Þess vegna eru þeir,
eða ættu að vera, svo mikilvægur þáttur í uppeldi barn-
anna. En börn eru litelsk og litnæm og óska einskis frem-
ur, en að fá tækifæri til að tjá tilfinningar sínar, hugs-
anir sínar og drauma, með litum. En fái þau það, tekst
þeim oft miklu betur að túlka viðhorf sitt með litum en
í orði. í litum geta þau skýrt frá öllu því, sem þau vita
um lífið og í þeim opna þau allan hug sinn og hjarta.
Þess vegna eiga foreldrar og kennarar ekki aðeins aö
leyfa börnunum að mála, heldur örfa þau til þess og hvetja
og fá þeim í hendur beztu tæki, sem völ er á. En þess verða
bæði foreldrar og kennarar að gæta vel, að grípa ekki um
of inn í efnival og framsetningu barnanna, en takmarka
sig fyrst og fremst við það, að leiðbeina þeim um rétta
beitingu starfstækjanna. Kurt Zier.