Menntamál - 01.06.1943, Page 37

Menntamál - 01.06.1943, Page 37
MENNTAMÁL 27 Hilsm æðra k enn ai* as kóli IsIsiimIs Húsmæðrakennaraskóli íslands var stofnaður og tók til starfa á síðastliðnu hausti. Skólastjóri er Helga Sigurðardóttir. Skólinn starfaði í vetur í húsa- kynnum HáskóJans, en í sumar að Laugarvatni. Nemendur voru 11 í vetur, en 10 luku fyrri hluta prófi í vor. Gert er ráð fyrir tveggja ára námi við skólann til þess að geta lokið þaðan prófi með fullum réttindum til hús- mæðrakennslu. En til matreiðslukennslu við barnaskóla þarf eins árs náms fyrir þá, sem áður hafa lokið kennara- prófi. Auk skólastjórans kenndu við skólann s. 1. vetur: Trausti Ólafsson efnafræðingur, Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur, Bjarni Jósefsson efnafræðingur og læknarnir Jóhann Sæmundsson, Júlíus Sigurjónsson og Ófeigur Ófeigsson. Með stofnun Húsmæðrakennaraskólans er bætt úr brýnni þörf og fyllt í eyðu í skólakerfi landsins. Að því ber vissu- lega að stefna, að sérhver húsmóðir, sérhver fullvaxta stúlka á íslandi kunni grundvallaratriði þeirrar matar- gerðar, sem í senn er byggð á heilsufræðiþekkingu nútím- ans og atvinnu- og framleiðsluháttum þjóðarinnar. Þess er að vænta, að Húsmæðrakennaraskólanum auðnist að Helga Siguröardóttir

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.