Menntamál - 01.06.1943, Síða 38
28
MENNTAMÁT.
vinna í þessa átt svo að um muni. Mannvalið við skólann,
starfshættir og skólabragur fyrsta veturinn bendir allt í
þessa átt.
Helga Sigurðardóttir hefur verið matreiðslukennari við
Austurbæjarskólann í Reykjavík síðan hann tók til starfa
1930 og gegnt þvi starfi af frábærum dugnaði. Kennslueld-
hús Austurbæjarskóians er sennilega eitt hið fullkomnasta
í sinni röð í Evrópu, ef miðað er við barnaskóla. Réð Helga
mestu um útbúnað þess og tilhögun. Þá er Helga Sigurðar-
dóttir þjóðkunn orðin fyrir bækur sínar um matargerð.
Helga hefur til brunns að bera ágæta þekkingu í sérgrein
sinni, ódrepandi áhuga og opin augu fyrir íslenzkum sér-
háttum. Hinir kennararnir, sem taldir voru, eru kunnir
menn og lærðir í kennslugreinum sínum. Þá kennir garð-
yrkju við skólann (í sumar) Jóna Jónsdóttir, valinkunn
kona, sem um mörg ár hefur starfað við gróðrarstöðina
á Akureyri.
Á útmánuðum í vetur var fréttamönnum útvarps og
blaða boðið að skoða skólann og kynnast starfi hans. Fyrstu
kynnin voru þau, að etinn var forkunnargóður og kraft-
mikill íslenzkur hádegisverður og voru margir réttir á
borðum. Mesta athygli vakti þó nemendavalið, 11 ungar
stúlkur víðsvegar af landinu, hver annarri álitlegri, enda
úrval úr stórum umsækjendahópi. Húsnæðið, sem skólinn
hefur til umráða er ekki mikið, en notað af hagsýni og
smekkvísi og áhöldum öllum og útbúnaði komið svo fyrir
að til fyrirmyndar má teljast.
Fyrir barnafræðsluna getur stofnun Húsmæðrakennara-
skólans haft stórmikið gildi. Virðist engin fjarstæða að
gera sér vonir um, að á allra næstu árum verði unnt að
taka upp matreiðslukennslu í öllum barnaskólum landsins.
S. Th.