Menntamál - 01.06.1943, Side 40
30
MENNTAMÁL
ir kennarastarf í barnaskólum.
3. gr. Skólinn er jafnt fyrir konur sem karla.
Kennslan veitist ókeypis.
4. gr. í skólanum skal kenna þessar námsgreinar:
íslenzku og íslenzkar bókmenntir, eitt Norðurlanda-
mál, ensku eða þýzku, stærðfræði, eðlisfræði, efna-
fræði, náttúrufræði, heilsufræði, landafræði, sögu
og félagsfræði, kristin fræði og siðfræði, uppeldis-
fræði,, kennslufræði, kennsluæfingar, teikningu, söng,
handavinnu, skrift, íþróttir.
Heimilt skal að halda námskeið við skólann í ýms-
um framannefndum greinum, ennfremur í garðyrkju-
og trjárækt, þegar kostur er.
í kennslunni skal hafa sérstakt tillit til þess, að
nemendur eigi sjálfir að kenna þessar námsgreinar
og verða síðar leiðtogar barna og unglinga.
5. gr. Þessi eru almenn inntökuskilyrði í skólann:
1. Að nemandi, sem tekinn er í fyrsta bekk, sé fullra
seytján ára um næstu áramót og ári eldri fyrir hverja
aðra ársdeild. Þó getur fræðsíumálastjórn veitt und-
anþágu frá þessu ákvæði, ef sérstakar ástæður eru
fyrir hendi.
2. Að nemandi hafi engan næman kvilla eða önn-
ur lýti, er geri hann óhæfan til kennarastarfa.
3. Að nemandi sé óspilltur að siðferði.
6. gr. Til þess að vera tekinn í fyrstu ársdeild,
þarf nemandi að hafa staöizt próf, er sýni, að hann
hafi lokið' sem svarar tveggja vetra gagnfræðanámi.
Nánari ákvæði um próf þetta setur ráðuneytið með
reglugerð.
7. gr. í hverjum bekk skal halda próf í lok skóla-
árs, og er próf fjórða bekkjar kennarapróf. Ljúka má
námi í einstökum gagnfræðagreinum í öðrum eða
þriðja bekk, enda skulu einkunnir í þeim greinum
taldar á kennaraprófsskírteini.
8. gr. Um inntöku stúdenta og annarra utanskóla-
manna fer eftir ákvæðum í reglugerð, sem ráðuneytið
setur.
9. gr. Stofna skal, svo fljótt sem því verður við
komið, æfingaskóla í sambandi við kennaraskólann
með öllum ársdeildum venjulegra barnaskóla.
10. gr. Við kennaraskólann og æfingaskólann